11/30/2003

Fleiri linkar

Bæti við Gumma tenór á linkalistann. Gengur ekki að hafa bassa þarna en engan tenór!

Annars er það að segja af mér að ég nenni ekki að fara að sofa í augnablikinu. Engan veginn. Búinn að læra fyrir þetta félagsfræðipróf, þó svo ég efist um að það hafi breytt miklu, enda er FÉL103 léttasti áfangi í heiminum. Eftir félagsfræðiprófið er bara sálfræðin, sem ég hef engar áhyggjur af, og svo íslenska 503 ...

Íslenska 503 er áfangi sem hannaður er til þess eins að fella nemendur, a.m.k. er það general consensusinn. Ég fékk reyndar 9,2 fyrir ljóðaritgerðina um Kristínu Ómars, svo ég býst ekki við falli eða neinu svoleiðis. Hefði reyndar verið til í að fá 9,7 eins og Anna hérna Trygga. En, alas, nei.

Þar sem ég er forfallinn hryllingsmyndaaðdáandi þá hef ég eitthvað verið að grúskast á umræðuvef á síðu sem kallast Horrordvds.com. Það skemmtilega við umræðuvefinn þar er að maður kynnist allskyns ólíku fólki sem maður myndi annars ekki detta í hug að fíluðu hryllingsmyndir. Alveg makalaust. Umræðurnar snúast reyndar ekki bara um blóðlifrar og ofbeldisklámefni, og er t.d. umræða í gangi núna um giftingar samkynhneigðra, sbr. réttarúrskurðinn í Massachussets, og koma skoðanir þessa annars ágæta fólks alveg jafnmikið á óvart. Það sem kom mér mest (og skemmtilegast) á óvart er að flestir eru fylgjandi, enda hefur maður einhvern veginn alltaf á tilfinningunni að ameríkanar séu upp til hópa fordómafullir afturhaldssinnar. Ég meina, hvaða manneskja með réttu viti getur séð eitthvað að hjónabandi samkynhneigðra? Ég get ekki séð neitt neikvætt við það. En ég er, því miður, ekki Páfinn, George W. Bush né neinn annar í valdastöðu. Pælið í því að báðir þessir menn fordæmdu þennan úrskurð! Þeir gátu ekki bara verið ósammála, heldur fordæmdu hann! Það var ekki eins og maður þyrfti á meiru að halda til að hata Bush, en núna er eins og hann sé að gera í því að fara í taugarnar á mér!

Jamz. Ég hef lokið máli mínu.

Ég er svo gáfaður

Félagsfræðiprófið mitt er ekki á miðvikudaginn. Það er á morgun!

Helvítis djöfull ...

11/29/2003

Ruthless! The Musical

Á blogginu sínu segir Ugla nokkur Egilsdóttir frá söngleik sem kallast Ruthless. Þar sem Ugla er þekkt fyrir, ja hvað skal segja, ýkjur, þá dreg ég ekki í efa að margir hafi álitið að lýsing hennar á söguþræði söngleikjarins hafi verið uppspuni frá rótum, enda söguþráðurinn mjög svo ... öðruvísi.

En svo er ekki. Ruthless! The Musical er til, eins og sjá má hér. Og það er hægt að kaupa hann á Amazon.com! Mikið ofsalega langar mig að hlusta á þennan disk núna ...

Fór á Mystic River í gær með Baldvin. Það er merkileg og mjög góð mynd - ein af betri myndum ársins eiginlega. En bíóferðin sem slík var ekki jafngóð.

Fyrir aftan okkur sátu tveir menn sem töluðu út alla myndina og höfðu einhverja sérkennilega þörf fyrir að kommenta á það sem var að gerast á skjánum, eins og: "Hún veit ekkert um hvað hann er að tala." Eða: "Þetta hlýtur að hafa verið vont." Og fleiri slíka gullmola. Í einu af dramatískari atriðum myndarinnar byrjaði annar þeirra að syngja - og ekki bara það, heldur söng hann "I Feel Pretty" úr West Side Story af öllum lögum! Og til að kóróna allt saman svaraði hann símanum sínum undir lok myndarinnar, talaði við manneskjuna á hinni línunni með algjöru tillitsleysi gagnvart sambíógestum sínum í smá stund og sagði loks hin ódauðlegu orð: "Nennirðu að hringja eftir smá stund, ég er í bíó."

Svona manneskjur á að banna. Ekki bara úr kvikmyndahúsum, heldur af öllum heiminum. Og með þeim má fara "Hléið" sem plagar íslenska kvikmynda(ó)menningu og eyðileggur bíómyndir.

Nýr tengill

Kári busabassi er kominn með link. Við skulum þakka gullfallegri þýskri tungu það.

Aber jetzt muss ich nach die Kringla gehen, weil die neuste BT-handlung heute geöffnet wird, und ich muss unbedingt den neuste Írafárs CD billig kaufen, so ich kann ihn nach der Schweiz schicken, Katharina zu schenken! Sie liebt Írafár, dieses Weibchen (und ich eigentlich auch). Ich meine, ist Birgitta nicht genial? Huärä geil!

11/28/2003

Bestu plötur allra tíma

Rolling Stone birti um daginn lista yfir 500 bestu plötur allra tíma. Ólíkt þessari stelpu hér ætla ég ekki að birta listann í heild sinni, en ég fann á honum 6 plötur sem ég á:

312. The Miseducation of Lauryn Hill, Lauryn Hill
327. Jagged Little Pill, Alanis Morissette
328. Exile in Guyville, Liz Phair
373. Post, Bjork
441. Tragic Kingdom, No Doubt
477. The Score, Fugees

Allir frekar neðarlegir, diskarnir mínir. Hins vegar finnst mér það æðislegt að Liz Phair, sú stórkostlega söngkona, hafi komist inn á listann. Rolling Stone kalla plötuna hennar, Exile in Guyville, líka eina af bestu plötum ársins þegar hún kom út! Platan sem inspæaraði Liz, Exile on Main Street með Rolling Stones, er í 7. sæti listans, en ég leyfi mér að efast um það að Mick Jagger hafi jafnfallega söngrödd og Liz.

Sýnir þetta bara og sannar að Liz Phair er mesta æði í heiminum - enginn nennir bara að hlusta á hana (ég efast t.d. um að Dagga hafi hlustað á diskinn sem ég gaf henni í afmælisgjöf oftar en hálfu sinni ...) Ég var einmitt að hlusta á þennan disk í morgun og persónulega finnst mér að hann ætti að vera ofar á listanum. Allir að hlusta á Liz!

Það var þó fleira merkilegra á þessum lista. Persónulega fannst mér vanta Sheryl Crow og Fionu Apple (!!!!), en þarna voru nokkrar góðvinkonur mínar á borð við Elton John, PJ Harvey og Tracy Chapman, sem og hljómsveitir á borð við Fleetwood Mac (Rumours í 25. sæti), Pretenders og Abba. Maður tekur svona lista samt sem áður ekkert svakalega alvarlega ...

En ég meina, komm on – fyrst að MUSIC platan hennar Madonnu komst inn, þá skil ég ekki hvar Tidal eða önnur plata Sheryl eru …

Litlu jól

Í dag var síðasti skóladagur þessarar annar - og síðasti dagur nokkurra vina minna í MH, blessuð sé minning þeirra. Til að halda daginn hátíðlegan voru haldin Litlu jól, samanber Grunnskóla. Ég ábyrgist það að hvergi annarsstaðar en í Rauða herberginu í MH hafi verið jafnmikil jólastemning í hádeginu í dag. Allir gáfu gjafir og komu með smákökur og var jafnvel boðið upp á jólaöl, þó svo ég hafi ekki drukkið þann ógeðisdrykk.

Gjöfin mín var merkileg: hún kom frá Andra og var "American Heroes" Slökkviliðsmaður! Sótsvartur og massaður og alles! Skemmtilegastar fundust mér þó hinar amerísku hetjurnar sem mátti sjá aftan á pakkanum, þar voru meðal annars illvígur læknir sem mundaði hlustunarpípuna sína sem vopn væri, og maður í einangruðum sýklavarnarbúning og nefni ég hann Anthrax-man. Amerísku hetjurnar eru allar í takt við nútímann: slökkviliðsmaður sbr. 9-11, anthraxmaður sbr. anthrax-faraldinn, hermenn sbr. "Frelsun Íraks" o.s.frv. Gaman að því að ameríkanar stunda ekki heilaþvott á ungdóminum!

Og svo er það Mystic River í kvöld. Ég á reyndar erfitt með að gera upp á milli þeirra mynda sem eru í bíó núna - allt of mikið af efni! Duplex, Cold Creek Manor, City of God, Intolerable Cruelty, Finding Nemo ... endalaust!

11/26/2003

Hahahaha!

Ég á lög á tölvunni minni með flytjendunum Fionnu Apple og Madonu.

Hahahaha!

Landafræðipróf og fleira ...

Af hverju er LAN103 ekki próflaus áfangi? Og af hverju verður prófað úr 200 blaðsíðum í klukkutíma löngu prófi? Og af hverju er fólk á móti Mariuh Carey?

Ég hef bætt Baldvini við á linkalistann og fær hann því plássið sitt aftur. Hann verður meira að segja settur fyrir ofan Döggu, þar sem vináttuböndin við Dagbjörtu voru svo sterk að hún plummaði mér úr toppsæti linkalistans síns í einhverja stafrófsraðaða plebbaröð!

Fyrir þá sem vissu ekki, þá er Baldvin, a.k.a. Bíóvin (þó svo ég muni aldrei á ævinni kalla hann það, enda finnst mér þetta ekki flott nafn, bara sorry ...), kvikmyndagagnrýnandi. Ég er þó sjaldnast sammála honum og skil ég ekki alveg alltaf hvernig mér tekst að draga hann á myndir eins og Wrong Turn eða Freddy vs. Jason, sem hann fílar engan veginn. En hann kemur nú samt :)

En af því ég fór nú að tala um Mariuh Carey, kvenkynsútgáfuna af Michael Jackson, þá langar mig að tala aðeins um Jacko. Ég er farinn að vorkenna aumingja manninum óheyrilega mikið. Ég trúi því t.d. ekki að hann hafi misnotað þetta krabbameinsveika barn, enda er fjölskyldan víst þekkt fyrir svona ásakanir eins og sést í þessari frétt. Maðurinn er sjálfur bara stórt, ljótt, ríkt barn. Mæli því með því að fólk styðji manninn og fari hingað.

11/24/2003

Survivor

Ég missti af Survivor í kvöld. Í fyrsta skiptið. Ég er niðurbrotin manneskja!

Ástæðan er einföld: holurnar Sveinbjörn, Halldóra og Baldvin (og bróðir hans Sveinbjarnar, sem verður ekki nafngreindur að þessu sinni vegna þess að hann er, eins og ég, fórnarlamb aðstæðna) hringdu í mig í kvöld í, að því virtist, mesta sakleysi og spurðu hvort ég vildi koma í ísbúðarbíltúr og skoða síðan nýju íbúðina sem S&H voru að festa kaup á. Ég sagði já, grunlaus um raunverulegar ástæður ferðarinnar: að fá mig til að missa af Survivor.

Svo vel tókst allt saman upp að ég uppgötvaði ekki Survivor-missinn fyrr en þátturinn var vel á veg kominn, og var ég þá staddur inn í algjörlega tómri, en huggulegri, íbúð þessara illmenna, þar sem ég var áreittur af syngjandi og brandara-segjandi stúlkubarni, 10 vetra gömlu. Ég komst einnig að því að Sveinbjörn og Halldóra höfðu komið sér upp dulnefnum ef allt myndi bregðast: Arthúr og Málhildur. Dulnefnin voru ekki notuð - ekki þörf á þeim, enda ég svo barnalegur að halda að svokallaðir vinir manns séu ekki illa innrættir.

Ekki nóg með það, heldur til að strá salti á sárin þá var ég fluttur til Ísbúðar Vesturbæjar þar sem allir keyptu sér ís, eftir 30 mínútna bið í biðröð. Alas, ísinn var vondur. Já vondur. Mjög mjög vondur. Frosin jarðarber = engin jarðarber. Ég hafði orð á þessu og fékk til baka ... ja, aðeins gegnum Shakespeare get ég lýst því hversu orðljót þau voru: "They called me foul adulteress in all the bitterest terms ear did ever hear to such an occasion ..." Helvítis fálurnar!

En ég er miskunnsamur og fyrirgef öllum.

11/23/2003

Viltu geta betur?

Nei, hvað sé ég! Á meðan ég er að skipta á milli stöðva í auglýsingahléi hjá The Practice (btw, lélegasti þáttur þessarar annars ágætu seríu í langan, langan tíma), þá sé ég hann Sverri Teitsson, of Gettu Betur fame, sitjandi á móti Jónasi R. Jónssyni í Viltu vinna milljón.

How the mighty have fallen.

Núna er hann að giska á vítaspyrnuna -> svarið kemur eftir auglýsingahlé ...

Annars er það merkilegt hvað þetta Gettu Betur fólk virðist ásækja mig. Ég vann Döggu (GB í MH) í Actionary með Hjalta Snæ (GB í MR) og seinna um kvöldið mættu Anna Pála og Raggi (bæði GB í MH) í heimsókn. Kvöldið eftir það fer ég í 20 ára afmæli Guðrúnar Geirsdóttur og hitti þar manneskju sem ég man ekki hvað heitir (GB í FB) og fór svo í Kórpartý þar sem ég hitti Jónas (GB í MH). Reyndar er meirihlutinn af þessu fólki einhverjir MH-ingar sem ég hitti hvort eð er á hverjum degi, en ég meina þetta er ansi stór Gettu Betur skammtur fyrir eina helgi!

Ahhh, pirrandi að Sverrir sé ekki að fatta að Harrison Ford lék ekki í Hunt For Red October ... grrr ... en ... bíðið ... hann er að giska! En er að pæla í Regardin Henry líka ... voða spennandi ... ég er alveg búinn að gleyma Practice ... skiptir engu ... I owe it to Harrison ... NEI! HANN VELUR D! Djöfull!

Er samt 400.000 ríkari ...

"Let justice be done, though the heavens fall."

Svo gerði ég upp hug minn áðan og ákvað það að það eru til a.m.k. tvær fullkomnar kvikmyndir og þá meina ég fullkomnar á alla vegu. Önnur myndin er sem áður fyrr The Nightmare Before Christmas. Skemmtilegri bíómynd er ekki til. Hina myndina var ég að horfa á aftur áðan og er það mynd Oliver Stone, JFK. Ég varð eiginlega bara að horfa á hana vegna þess að 40 ár eru liðin frá því John F. Kennedy var myrtur í Dallas. Myndin hans Stone er án efa ein af bestu kvikmyndum sem gerðar hafa verið og í hvert skipti sem ég horfi á hana (eða bara einhverja mynd eftir Stone) þá læri ég það hversu ótrúlega mikilvæg góð klipping er fyrir kvikmyndir. JFK er best klippta mynd sem ég hef séð.

Vildi bara deila því með ykkur.

Og að lokum, tvær tilkynningar:

1) Ég biðst afsökunar á öllu illu sem ég hef sagt um Ensku 503 - Eva Hallvarðs, sú góða kona, fékk uppreisn æru í mínum augum á föstudaginn var þegar hún bakaði skúffuköku fyrir bekkinn, færði okkur kaffi og leyfði okkur að lita myndir með vaxlitum. Skemmtilegasti tími annarinnar!
2) Bæti við einum link. Geri svona eins og Dagga (já ég er hermikráka) og set link á þá sem kommenta hjá mér. Krummi fær þess vegna link fyrir að lesa síðuna af og til (sem er meira en sumir sem hafa link gera ... *hóst*hint*hóst*)

11/20/2003

Gull til Pabba

Stór og mikill dagur í fjölskyldunni minni í dag! Ekki nóg með það að tríóið hans Pabba, Guitar Islancio, sé fimm ára í dag, heldur eru þeir félagar einnig orðnir fyrsta íslenska jazzhljómsveitin til að hljóta gullplötu!

Gullið var afhent nú rétt í þessu á Garðatorgi þar sem þeir spiluðu smá afmælistónleika fyrir Garðbæinga og fleiri gesti.

Það er ekki orðum ofaukið að maður fyllist smá stolti af gamla manninum! :)

Já, og ef þið viljið hjálpa þeim að komast upp í Platínu, þá er bara málið að hafa samband við mig! ;)

Michael Kamen er dáinn

Sorgarfréttir úr heimi kvikmyndatónlistar. Michael Kamen, maðurinn sem samdi ódauðlega tónlist fyrir myndir eins og Die Hard, Brazil og Robin Hood: Prince of Thieves (já, hann samdi líka Bryan Adams lagið, Everything I do ...), er dáinn.

Manni líður hálfilla yfir því núna að hafa talað illa um manninn fyrir að hafa samið ÖMURLEGA tónlist fyrir X-Men myndina ... en tónlistin var samt ömurleg. Hins vegar var Robin Hood tónlistin æði! Let's have a moment of silence, shall we ...

Skrópaði í Ensku 503 í dag og komst að því að þessi tími er mannskemmandi. Mér leið svo vel eftir að hafa skrópað að það er ekki fyndið. Við gerum nákvæmlega EKKI NEITT í þessum tímum! Af hverju tók ég hann ekki í P?!?!

Annars hef ég ekkert að segja.

11/18/2003

Teiknimyndir og annað sjónvarpsefni

Mikki Mús er 75 ára í dag og er alveg merkilegt hvað þessi fígúra hefur lifað löngu og góðu lífi. Ég fór því að pæla aðeins ... hvað ætli teiknimyndafígúrurnar sem eru vinsælar í dag eigi eftir að endast lengi? Ætli fólk eigi eftir að muna eftir 75 ára afmæli Pokémon?

Ég meina, man einhver t.d. eftir þessum hérna? En þessum? Þessi hérna var lengi í uppáhaldi hjá mér. En man einhver eftir þeim í dag? Eða frekar - kannast nýjar kynslóðir við þessa aðila? Ég held ekki. (Mæli reyndar með því að þeir sem vilja fá smá nostalgíukast skrolli aðeins niður á þessari síðu hér - og skoði myndirnar. Ég var búinn að gleyma meirihlutanum af þessum karakterum, m.a. þessum)

Það er reyndar mikið um það að ég sé að muna eftir gömlum barnaþáttum (sérstaklega þeim sem voru á Stöð 2 hérna í den) sem enginn annar kannast við. Ég leita því hér með að öðrum aðdáendum þáttanna Punky Brewster, sem hétu víst Tinna tápmikla eða e-ð þvíumlíkt í íslenskri þýðingu. (Ég meira að segja leyft öðrum aðdáendum Tinnu að hlusta á main-themeið úr þáttunum, sem ég á :D)

11/17/2003

Móðins

Ég hef ákveðið að beita mér fyrir því að orðið "móðins" verði aftur móðins. Þrátt fyrir að orðið sjálft sé glæsilegt með öllu, þá virðist ungdómurinn ekki hafa náð að tileinka sér það, sem er mjög leiðinlegt. Ég hvet því alla til að nota orðið "móðins" við hvert einasta tækifæri!

Helgin var viðburðarrík og erfitt að ákveða hvort sumarbústaðaferðin eða Todmobile-tónleikarnir hafi verið hápunkturinn. Kannski bara bæði betra?

Anyways, Todmobile-tónleikarnir í Laugardalshöllinni voru í einu orði sagt ótrúlegir! Ég held ég hafi bara aldrei upplifað annað eins. Þegar Andrea söng "Betra en nokkuð annað" þá fékk ég gæsahúð. Það er ótrúlegt hversu vel þessi kona syngur. En þótt Andrea hafi tvímælalaust verið kona kvöldsins, þá var Eyþór Arnalds maður kvöldsins. Krádið var alveg að dýrka nærveru hans, enda er Todmobile ekki heil hljómsveit án hans. Persónulega fannst mér að "Eldlagið" með honum hefði mátt vera aðeins kröftugra, en hann vann það upp með "Ég heyri raddir" og fleirum. Þorvaldur Bjarni er náttúrulega bara snillingur og án efa hið eina sanna Idol Íslendinga. Og djöfull kemst maðurinn hátt upp! Ég sver það að ég hélt að Andrea hefði sungið bakröddina í viðlaginu við "Í tígullaga dal" (landið er yfirvaxið ...) en nei, þetta var bara Þorvaldur að fara í hæstu hæðir! Svo eru þau öll þrjú alveg frábær á sviði. Robot-taktarnir hans Eyþór sérstaklega skemmtilegir :) Já, og "Brúðkaupslagið" var óóóóóógeðslega flott!

Eina kvörtunin sem ég hef í sambandi við tónleikana er sú að eitt af betri lögum Todmobile, "Stelpurokk" var ekki tekið. Ekki einu sinni sem eitt af tveimur aukalögum sem voru spiluð! Það var soldið pirr að fá það ekki. En hins vegar fengum við alveg ótrúlega kraftmikla útgáfu af "Stopp" - tvisvar! - svo ég kvarta ekki mikið ...

Sumarbústaðaferðin tók við beint eftir tónleikana og gerðist svo margt það að ómögulegt væri að skrásetja alla ferðina. Ég veit heldur ekki hversu mikið ég má segja ... hmmm ... get samt sagt ykkur það að ég og Vala sömdum frábæra hryllingsmynd í kringum ferðina og var hún skrifuð í gestabók sumarbústaðarins undir nafninu "Formkaka" og var bönnuð innan 12 ára. Verndari sögunnar mun vera Búbbulína, sem kom eins og kölluð úr Coco Pops pakka. Já, og Bjarni Ólafs er ekki allur þar sem hann er séður ...

11/13/2003

Meltu Pétur hneykslisskandall

Í dag var haldin önnur umferð í innanskólaspurningakeppni MH, Meltu Pétur. Meðal keppenda var liðið Sigurliðið MR sem innihélt sjálfan mig, Siggu og Fríðu og kepptum við á móti busalingum sem kölluðu sig Chicks with Dicks. Reyndar má taka það fram að keppandinn Þóra, sem átti að keppa með Sigurliðinu MR, lét ekki sjá sig og fékk Fríða því að taka þátt í hennar stað. Keppnin var hörð og spennandi (eða, já, þannig) og endaði með hrikalega óréttlátum sigri Kvenkarlanna, 14-12. Ég ætla ekki að fara að setja neitt út á keppnina sjálfa, sem var þó ansi skrautleg, en vil taka það fram að sjaldan hef ég séð jafnhrokafulla busa og einmitt í þessu liði. Strákarnir tveir og stúlkan þessi mega eiga sinn sigur, en jafnframt brenna sig á fúlum eldi sjálfumgleði og hroka ...

Þó minnti margt í fasi og framkomu þessara busa mig óneitanlega á mislukkaða tilraun minnar, Döggu, Siggu og Jóns Steinars að fá kosningu sem ritsjórar Fréttapésa á busaárinu okkar í MH. Hét framboðið okkar því smekklega nafni Sýfilis og kepptum við á móti John Lennon. Var auglýsingaherferð okkar einhvern veginn á þann veg að við settum upp plaköt sem á stóð: "John Lennon er dauður!" Þá vorum við hrokafullir andskotar. Við töpuðum svo kosningunum með yfirgnæfandi minnihluta. Ég var ekki einu sinni viðstaddur sjálfa kosninguna, heldur flúði ég á The Mexican í bíó, ef mig minnir rétt ... Ég á meira að segja myndir sem sanna þetta, þó svo ég haldi að Dagga eigi original plakötin einhversstaðar vel falin inni í skáp ...

11/12/2003

You see your gypsy

Ég móðgaði hana Ingrid um daginn með því að viðurkenna það að ég fíla meira Fleetwood Mac eftir að Stevie Nicks, Lindsey Buckingham (sem er karlmannsnafn, believe it or not) og Christine McVie fóru að hafa meiri áhrif á lagasmíðar en gömlu kallarnir. Ég efast ekki um ágæti hljómsveitarinnar fyrir þann tíma, en það eru fáar flottari söngkonur en Stevie Nicks - og lög eins og Dreams, Gypsy og Seven Wonders eru bara to die for!

Helgin nálgast og hápunktarnir verða amk tveir: á föstudagskvöldið fer ég í Laugardalshöllina að sjá Todmobile spila með sinfóníuhljómsveitinni og svo fer ég eitthvað í sumarbústað að skemmta mér með Siggu og Fríðu og fleiri einstaklingum sem vilja koma með.

Persónulega get ég ekki beðið eftir Todmobile tónleikunum. Þetta er bara flottasta íslenska popphljómsveit fyrr og síðar - og spilar líka GOTT popp (eða klassískt popp eins og þau segja sjálf). Og að sjá þau með sinfóníunni ... gavöð ... getiði ímyndað ykkur Eldlagið eða Brúðkaupslagið með allri sinfóníunni bakvið?! Ég fæ bara hroll við tilhugsunina!

Svo má líka taka það fram að búið er að klippa svolítið af stórmyndinni Klöru og er útkoman ekkert annað en snilldarleg. Þessi mynd verður meistaraverk aldarinnar!

11/09/2003

Úff marr ...

Kemur allt í tvennum þessa dagana ... Er að fara í tvö próf á morgun, eitt í sálfræði og hitt í félagsfræði. Reyndar svolítið gaman að muninum milli lesefnis þessara tveggja áfanga: í sálfræðinni er ég að lesa alveg mergjaða enska bók sem er mjög yfirgripsmikil og skemmtileg. Íslenska félagsfræðibókin, hinsvegar, er eins og skrifuð fyrir leikskólakrakka með þeim tilgangi að drepa þá úr leiðindum. Að vísu er þetta tilraunaútgáfa, en vááááá hvað hún er eitthvað þurr ...

Á föstudaginn fór ég líka á tvennu í bíó - The Matrix Revolutions (skemmtileg) og endurgerðina af The Texas Chainsaw Massacre (leiðinleg). Ég ætla ekki að ræða þessar myndir frekar, vegna slakra viðtaka, en læt þá sem hafa áhuga vita að í staðinn er ég aftur byrjaður að skrifa um hryllingsmyndir á Huga! Endilega kíkið þangað við tækifæri :)

En nú er ég kominn framúr sjálfum mér ... allaveganna, ég fór á þessar tvær myndir á föstudagskvöldið og í bæði skiptin var sýnd nýja langa kókauglýsingin ("Fyrir stóra. Fyrir litla ...") og ég fór að pæla ... af hverju eyðir kók pening í að búa til auglýsingar? Ég get ekki ímyndað mér að þeir þurfi á einhverju umtali að halda. Er einhver manneskja í hinum vestræna heimi sem veit ekki hvað kók er?

Önnur skemmtileg auglýsing sem ég sá í bíóinu var fyrir nýju teiknimyndina "Töfrabúðinginn" ... er fólk gjörsamlega hugmyndasnautt? Nei í alvöru - Töfrabúðingurinn?! Fyrir utan það að búðingurinn sem er víst í aðahlutverki þessarar myndar lítur út eins og ljót kartafla, þá get ég ekki ímyndað mér söguþráð þessarar myndar. Ætli vondi kallinn sé feitur maður með skeið? "Ég ætla að borða þig, Búðingur!"

11/04/2003

Mjólk

Eftirfarandi kafli úr bókinni Heimsljós eftir Halldór Laxness er hér birtur fyrir Baldvin Kára, vin vorn. He'll understand why.

"Mjólk, það er ekki aðeins kauðalegasti og óskáldlegasti drykkur sem sögur fara af, það er sá dónalegasti drykkur sem hefur verið fundinn upp á jörðunni. Einginn maður með óspiltri fegurðartilfinníngu getur lýst yfir því að hann drekki mjólk, að minsta kosti ekki opinberlega og án fyrirvara. Mjólk er bannhelgi, góði vinur, mjólk er klám, skilurðu mig."

Og hananú!

11/03/2003

Merkilegir dagar

Tökur á stórmyndinni KLÖRU standa nú yfir og erum við komin langt á leið og ef allt gengur eins vel og um helgina, þá verðum við búnir innan skamms, enda fagfólk í hverju hlutverki ... já, eða svona nokkurn veginn.

Stórmyndin Klara getur hins vegar ekki breytt því að Vika Dauðans er gengin í garð með öllu sínu viðurstyggilega hafurtaski. Reyndar var einu prófi í þessari viku frestað fram á næsta mánudag, en það bætir voða lítið þar sem rétt í þessu fékk ég email frá Olgu félagsfræðikennara sem segir mér að á mánudaginn þurfi ég að mæta í próf og skila félagsfræðiritgerð sem ég vissi ekkert um. Get reyndar sjálfum mér um kennt, því ég týndi félagsfræðiáætluninni í ágúst og hef ekki nennt að fá mér nýja.

En hvernig er hægt að hafa svona áhyggjur þegar jólin eru á hraðleið? Jólaskraut komið út um allt - Kringal full af jólatrjám og alles! Og í þetta skiptið er ég ekki móðgaður út í efnishyggju og peningagræðgi Íslendinga (hohoho), enda eru þetta fyrstu íslensku jólin mín í nær tvö ár. Reyndar langar mig óheyrilega til að fara að hlusta á jóladiskinn sem ég skrifaði mér um síðustu jól og inniheldur m.a. lög eftir ekki ómerkari flytjendur en Dolly Parton, The Pretenders og Mariuh Carey og virkar á mann eins og maður sé kýldur í magann af jólunum sjálfum. Algjör stuðdiskur. Ætti kannski að skíra hann "Í Betlehem er partýstuð" ...?"

Staðreynd dagsins: Lagalega séð er Hannibal Lecter ekki geðveikur og hefði aldrei verið dæmdur á geðveikrahæli af dómara, sérstaklega ekki í Bandaríkjunum ...

Quote dagsins:
Evil-Sheila: "You found me beautiful once."
Ash: "Babe, you got real ugly ..."

Fimm aurar fyrir þá sem fatta úr hvaða mynd þetta er :)