9/22/2003

Internetið drepur

Það er svoldið síðan ég heyrði fyrst um myndina FEARdotCOM og þrátt fyrir aðallega lélega umsagnir þeirra sem eitthvað þóttust vita, þá hafði ég áhuga á að sjá myndina eingöngu vegna þess að, miðað við trailerinn, þá leit hún virkilega, virkilega vel út útlitslega séð. Svona soldið eins og Floria Sigismondi blandað saman við The Cell ...

Anyways, myndin kom aldrei í bíó á tíma sem ég gat séð hana á, svo ég neyddist til að bíða lengi eftir að geta séð hana á vídjói, og voru væntingarnar orðnar nokkuð háar miðað við mynd sem ég vissi að yrði ekki góð. Og kannski voru þær of háar ... Myndin snýst í stuttu máli um löggu og heilbrigðiseftirlitskonu sem rannsaka dularfulla dauðdaga sem virðast tengjast heimasíðunni www.feardotcom.com ... ahemm ...

FEARdotCOM er ekki góð mynd. Engan veginn. Hún er einfaldlega allt of illa skrifuð til þess að vera góð. Hins vegar bjargar William Malone, leikstjórinn, því sem bjargað verður. Útlitslega séð er FEARdotCOM næstum því þess virði að eiga ... næstum því ... helsti galli myndarinnar fyrir mig var ekki það að handritið meikaði ekki sens, því ég var farinn að vona að það myndi ekki meika neitt sens. Ég var að vona að þetta yrði súrrealísk draumahrollvekja sem, þegar upp er staðið, var ekki um neitt en þykist um leið vera svakalega djúp (ala The Cell, sem ég fílaði í botn). En nei ... lélega handritið ákvað að reyna útskýra sjálft sig með hörmulegum afleiðingum. Og myndin kolfellur um sjálfa sig fyrir vikið.

Leikararnir eru svosem fínir. Hérna mátti sjá reynda karakterleikara eins og Stephen Rea og Stephen Dorff. Natascha McElhone leikur músalegu doktorskonuna. Gömlu horrorbrýnin Udo Kier og Jeffrey Combs eru skemmtilegir í smáhlutverki. Ég get vel ímyndað mér að margir eigi eftir að gagnrýna FEARdotCOM fyrir lélegan leik, but I beg to differ. Eins og ég sé þetta fyrir mér þá eru leikararnir að gera nákvæmlega það sem Malone bað þá um að gera og frammistöður þeirra passa pottþétt inn í draumkenndu versjónina af myndinni, sem er einmitt það sem myndin virðist vera í byrjun. Eftir því sem hlutirnir fara að útskýrast óþægilega mikið, þá versna frammistöðurnar samkvæmt því, enda tilgangslaust að leika eins og maður sé svefngengill í draumi þegar maður er í über-skipulögðum og útskýrðum veruleika.

Mér finnst ég svo ekki geta annað en talað aðeins um þá neikvæðu athygli sem þessi mynd fékk. Númer 1: Hún er EKKI svona léleg! Númer 2: Hún er EKKI NÆSTUM ÞVÍ svona léleg! Mér finnst það frekar leiðinlegt að fólk sé að dissa hryllingsmyndir sem reyna a.m.k. að vera alvarlegar á sama tíma og unglinga-póstmódernisma-sjálfsvísandi-gamanhryllingsmyndirnar eru að yfirtaka markaðinn!

En hvað fannst mér svo um myndina? Mér fannst hún flott. Mér fannst hún alls, alls ekki leiðinleg. En síðustu mínúturnar, þrátt fyrir að vera verulega flottar, fóru ógeðslega í taugarnar á mér. Hefði hún endað á tvíræðari nótum þá myndi ég örugglega elska FEARdotCOM ... en enn sem komið er þá þarf ég að horfa á hana nokkrum sinnum í viðbót ... og það mun ég örugglega gera :)

Á svipuðu róli og ...
* The House on Haunted Hill - náttúrulega gerðar eftir sama manninn, nema hvað að House er mun léttari og, þrátt fyrir hryllilegan endi, gengur betur upp sem heild. Ef þið fíluðuð útlitslegu hliðina á House, þá mæli ég með FEAR ...
* The Cell - mjög svipaðar sjónrænt séð, þó svo að The Cell hafi verið miklu fágaðri (og, að mínu mati, flottari). Þjáist af svipuðum "style-over-substance" göllum, en, ég meina - hey - kvikmyndir eru fyrst og fremst sjónrænn miðill!

Er betri en ...
* Ghost Ship og Thir13en Ghosts - Myndirnar sem hinn Dark Castle leikstjórinn, Steve Beck, gerði. William Malone er kúl.

Er verri en ...
* Hmmm ...

9/17/2003

Stuttmyndir galore

Gleðifregnir fyrir mig! Stuttmyndin "Klara" er aftur komin á fullt ról og stutt þangað til að ultimate final draft verði tilbúið! Þið megið þess vegna byrja að láta ykkur hlakka til því innan skamms verður "Klara" tilbúin ... ok, kannski ekki "innan skamms", en einhvern tímann!

Þeir sem eru óþreyjufullir geta pantað eintak af myndinni pronto með því að emaila á mig eða bara kommenta. Aðrir þolinmóðari geta beðið eftir annarri tilkynningu síðar meir, því ég mun án efa reyna að pranga þessu meistaraverki út á ykkur eins og ég get!

Annars verður engin gagnrýni í kvöld. Hins vegar mæli ég með því að þið horfið á Poltergeist ef ykkur vantar eitthvað skemmtilegt að horfa á. Fullkomin mynd og með æðislegri tónlist eftir Jerry Goldsmith!

SCIENCE FICTION/DOUBLE FEATURE

Í gær varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá The Rocky Horror Picture Show í fyrsta skiptið. Það er ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir það að ég er búinn að vera að hlusta á tónlistina úr þessari mynd í þónokkuð langan tíma - alveg frá því Björn Jörundur lék Riff Raff í uppsetningu Loftkastalans hér í den. "Tökum við tíðhnitið enn!"

Það hafa því verið ófá skiptin sem ég hef sungið texta á borð við "toucha, toucha, toucha, touch me - I wanna be diiiiiirty!" eða "Dammit Janet, I love yooooooou!" o.s.frv. og í hvert skipti óskaði ég þess að ég væri búinn að sjá myndina - bara svona til að sjá hvernig þau fóru að. Og í gær rættist draumurinn.

Þvílík ánægja! The Rocky Horror Picture Show er einfaldlega með skemmtilegustu og vitlausustu myndum sem ég hef séð. Fyrir utan það hversu óendanlega frábær tónlistin er, þá er myndin bara svo skemmtilega ýkt og trashy að það er ekki annað hægt en að elska hana. "You know this earthling ... this person?" Það eru línur eins og þessar sem gera lífið þess virði að lifa því. Og svo er náttúrulega Tim Curry sem Frank N. Furter ...

Sko, það væri hægt að skrifa heila bók um Tim Curry í þessari mynd - hann er svo gjörsamlega útúrfríkaður og lifir sig svooo inn í hlutverkið að það er alveg hreint dásamlega yndislegt. Bara sko the performance of a lifetime! Páll Óskar eat you heart out! Ég held bara að "Sweet Transvestite" atriðið sé bara eitt af uppáhaldsatriðunum mínum ever!

Einfaldlega mergjuð mynd í alla staði og, nema þið séuð ófær um að upplifa gleði, þá eigið þið eftir að fíla þessa mynd í botn!

Á svipuðu róli og ...
* Hedwig and the Angry Inch - Önnur brilliant "rokksöngleikur", alveg jafn tvíkynhneigður og alveg jafn skemmtilegur (bara aðeins meira dramatískur). Mjög flott tónlist - Wig in a Box rúlar bigtime!
* Moulin Rouge! - ok, allt allt allt allt öðruvísi mynd EN svipað litrík og geðveik ... amk fyrri helmingurinn.

Alls ekkert eins og ...
* The Sound of Music - Sykursætir söngvar, fagrar svissneskar hæðir og myndarleg hitlersæska vs. "I'm just a sweet transvestite from Transexual Transylvania"?
* Chicago - Jú, það er mikið af samfellum og netasokkabuxum í báðum myndunum, en Tim Curry er einfaldlega miklu meira sexy en Catherine Zeta-Jones! :P

9/15/2003

ONCE UPON A TIME IN MEXICO ...

Sko ... þegar leikstjóri skýrir myndina sína (sem hann nota bene klippti, skaut, scoraði og skrifaði líka) Once Upon a Time in Mexico, þá býst maður við því að hún verði tímalaus klassík. Eða framúrskarandi á einhvern hátt. Eða reyni að amk að vera það ...

Alas, no luck. Once Upon a Time in Mexico er flott og skemmtileg, en voða lítið meira en það. Það kom mér reyndar á óvart hversu viðvaningsleg myndin var á köflum miðað við það að Robert Rodriguez er allt í öllu í henni. Ég meina, ef maður ætlar á annað borð að vera með það stórt egó að halda að maður geti séð um allt þetta og búið til frábæra mynd á sama tíma, þá þarf maður að geta staðist undir væntingum ...

Þrátt fyrir nokkra ofboðslega góða og flotta spretti, þá stendur "Mexico" alls ekki undir væntingum. Hún er flöt, ófókuseruð og oft á tíð bara all over the place. Persónurnar eru orðnar svo margar undir lokin að maður nennir hreinlega ekki að fylgjast með þeim öllum. Ef Rodriguez hefði fágað myndina aðeins og gert hana klukkutíma lengri þá værum við kannski að tala um allt annað, en eins og hún stendur þá er þetta bara frekar ójöfn blanda af aulahúmorshasar og hálfslappri epík. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað Rodriguez var að fara með þessa mynd.

Hins vegar eru leikararnir allir hver öðrum betri og kúlaðri. Antonio Banderas er svo svalur að hann er að deyja - ég gjörsamlega fílaði hann í botn í þessari mynd. Johnny Depp er soldið út úr kú í svona mynd en þetta er náttúrulega svo mikið kameljón að hann eignar sér persónuna og öll atriðin sem hann birtist í. Æðislegur gaur. Salma Hayek, sem fær billing númer 2, er í myndinni í álíka margar mínútur. Hún er náttúrulega orðin "established" svo hún hefur náttúrulega bara gert Robert greiða með því að taka eitt svona overblown cameo hérna. Mætti hafa verið meira með henni enda er hún ógeðslega svöl.

Það var svo mikið af öðrum leikurum að ég nenni ekki að minnast neitt sérstaklega á þá, nema hvað að Enrique Iglesias leikur í þessari mynd af einvherjum illskiljanlegum ástæðum. Nú, í fyrsta lagi kann manneskjan ekki að syngja svo ég veit ekki alveg hverjum datt það í hug að auminginn gæti leikið. Augljóst er að sú manneskja er heiladauð, enda kann Enrique ekki að leika fyrir fimmaur og er virkilega aumkunarverður í þessari mynd!

Ég bjóst við miklu meira af Once Upon a Time in Mexico. Hún er skemmtileg og flott og þeir sem eru bara að leita að e-u ultraviolent dæmi eiga eftir að verða ánægðir. Ég bjóst bara við einhverju aðeins ... betra ...

Quote dagsins: "Mexico was ... a nightmare ..." (hvað annað?!)

9/11/2003

FREDDY VS. JASON

Myndin sem ég er búinn að bíða eftir frá fæðingu. Ég meina það!

Ég var ekki mikið eldri en 8 ára þegar ég uppgötvaði fyrst Freddy Krueger. Var ég þá staddur á Stöðvarfirði og fékk frændfólk mitt til að leyfa mér að leigja Freddy's Dead: The Final Nightmare, sem var á þeim tíma síðasta (og af mörgum talin versta) myndin í Nightmare on Elm Street bálknum sem Wes Craven startaði árið 1984.

Hvorki var Freddy's Dead síðasta né versta Nightmare myndin (Freddy's Revenge, mynd nr. 2, er alömurlegasta myndin), en hún gerði mig að Freddy aðdáanda, sem ég hef og verið síðan þá.

Síðasta ár tók ég meira að segja smá Nightmare-maraþon eftir að ég keypti fyrstu myndina á DVD og horfði á allar myndirnar í seríunni, fyrir utan nr. 5 sem er illfáanleg hér á landi (enda ein af tveimur myndum sem hafa verið bannaðar á Íslandi frá upphafi!)

Friday the 13th serían er mér ekki jafnkunnug. Ég hef séð fyrstu tvær og síðustu tvær myndir þeirrar seríu (þ.e. 1, 2, JGTH og Jason X) og hef verið mishrifinn.

Fyrsta myndin er náttúrulega algjört æði, en alveg hrikalega mikið drasl á sama tíma. Mynd númer 2 er með lélegri myndum sem ég hef nokkurn tímann séð. Jason Goes to Hell er lélega skemmtileg eða skemmtilega léleg (og virkilega blóðug) og persónulega fannst mér ekkert varið í Jason X.

Auðvitað hélt ég þess vegna með Freddy, enda miklu skemmtilegri karakter yfir höfuð. Jason er bara stór, heimsk klessa og ég hef eiginlega aldrei skilið af hverju hann er ennþá vinsæll. Verð að fara að tékka á þessum myndum sem komu á milli ...

Freddy vs. Jason er algjör draumur þeirra sem eru eins og ég og ólust upp á þessum myndum. Ég er búinn að heyra í fólki sem kvartar yfir því að FvsJ sé illa leikin, að söguþráðurinn sé heimskulegur, unglingapersónurnar heimskar og fáránlegar o.s.frv. o.s.frv. ... ég bara spyr: við hverju bjuggust þessar manneskjur? Við erum ekki að tala um high-art hérna. Þetta er FREDDY VERSUS JASON! Þetta er mynd sem getur bæði sagt sig vera númer 8 og 11, eftir því hvernig á málið er litið. Og, fyrir utan New Nightmare, hafa þessar myndir einhvern tímann skartað gáfulegum söguþræði, góðum leikurum og persónum sem gera rökrétta hluti? Snúast ekki Jason myndirnar um það að hafa persónurnar eins heimskar og mögulegt er svo þær verði alveg örugglega hakkaðar í spað? Hvað er svona fólk að gera á svona myndum yfir höfuð?!

Fyrir þá sem eru ekki að leita að öðru en góðu innpútti í vel á sig komna formúlu, þá er hér til mikils að hlakka. Ronny Yu, sá æðislegi leikstjóri, færir okkur fullt af 80s blóði og ógeði og svo auðvitað T&A fyrir þá sem eru fyrir svoleiðis. Eftir frekar blóðlaus síðastliðin ár í hryllingsmyndageiranum var þetta skemmtileg tilbreyting, og trúið mér: þetta er virkilega blóðug mynd!

Ég ætla lítið að fara út í leikarana fyrir utan það að taka fram að Robert Englund var æði sem Freddy (eins og alltaf) og Kelly Rowland stóð sig alls ekkert illa, þótt hún sé í Destiny's Child! Bara sko shock surprise.

Semsagt, in short, Freddy vs. Jason er æði en bara fyrir þá sem gera sér grein fyrir því hvað það er sem þeir eru að sjá. Ef ykkur fannst The Sixth Sense vera besta hryllingsmynd síðari ára, þá skuluð þið bara sleppa þessari. Ef þið hins vegar fíluðuð Final Destination 2 eða Nightmare og Friday seríurnar tvær, þá skuluð þið endilega drífa ykkur!

Er á sama róli og ...
* Bride of Chucky - Önnur skemmtilega gerð framhaldsmynd í útdauðri seríu. Líka gerð af Ronny Yu! Júhú!
* Final Destination 2 - Fyrsta myndin í langan tíma sem gekk bara út á það að drepa fólk og hafa gaman af því, í stað þess að fela sig á bakvið póstmódernisma eða annars konar stílíseríngar.
* A Nightmare on Elm Street & Friday the 13th - Duh. Ef þið fílið ekki amk þessa tvo originala, þá skil ég ekki af hverju þið eruð að lesa þetta ...

Er betri en ...
* Allar aðrar framhaldsmyndir númer 8 og 11 sem gerðar hafa verið. Og ég lofa ykkur því!

9/10/2003

Klassískt kvöld ...

Nú sit ég í lazyboy stólnum mínum og horfi á meistaraverkið CONGO.

Congo er ein af bestu lélegu myndum sem ég hef séð. Lélegleiki hennar gerir hana skemmtilega, þó svo ást mín á henni sé það mikil að ég á örugglega aldrei eftir að viðurkenna galla hennar nema djúpt innra með mér.

Í stað þess að gagnrýna myndina á hefðbundinn hátt mun ég lýsa myndinni á sama tíma og ég horfi á hana. Tel ég að þetta sé í fyrsta skipti sem þannig lagað er gert fyrir bloggsíðu.

Þar sem ég fékk þessa hugmynd rúmlega 20 mínútum eftir að myndin byrjaði, þá missið þið af lýsingum klassískra atriða eins og kynningunni á Herkemer Homolka, eitt af skemmtilegustu atriðum kvikmyndasögunnar að mínu mati. Ég vona að þetta verði ekki til þess að slægja gagnrýnina ...

HORFT Á CONGO ...

* Dr. Peter Elliot færir górillunni Amy martini að drekka. Cosmopolitan kannski? Nei, þetta er ekki nógu bleikt ... Amy ropar, líklegast til að fá áhorfendur til að hlæja. Virkar ekki.

* Quotað í William Butler Yates. Kannski tilraun handritshöfundarins til að minnka lélegleika ropatriðsins? Laura Linney er sérlega skemmtilega lýst í þessu atriði.

* Górillan Amy reykir vindil. Sjá martini-atriðið.

* Ernie Hudson (svarti ghostbusterinn) birtist til sögunnar og um leið hefst skemmtilegasti leyndardómur myndarinnar: með hvaða hreim er hann að tala?

* Laura Linney er með sömu hárgreiðslu og Gary Oldman sem gamli Dracula í samnefndri mynd.

* "WHO'S KAFKA? TELL ME!"

* Ernie Hudson kallar: "All aboard!" og það eina sem ég hugsa er: "It's the night train!"

* Ég elska tónlistina í þessari mynd, eftir Jerry Goldsmith. Á meira að segja geisladiskinn. Og bókina sem myndin er byggð á. Og myndina sjálfa á DVD. Mætti segja að ég sé Congo fan #1!

* Ernie Hudson líkir apaöskrum við Elvis Presley ... and I thought I was the only one!

* Er eiginlega hættur að horfa á Congo, er of upptekinn við að skrifa langa og ítarlega umfjöllun mína á Freddy vs. Jason (sem þið fáið að sjá á morgun) en athygli mín er dregin að risavöxnum (og háværum) flóðhestum sem eru að ráðast á aðalleikarana. Aðeins einn burðarmaður lætur lífið.

* Risastórt steinbrot dettur ofan á eina persónuna í jarðskjálfta, en hana sakar ekki enda steinbrotið búið til úr pappafrauði.

* Er gjörsamlega hættur að horfa á Congo núna, sem er miður enda skemmtilegasta lína myndarinnar eftir: "Put them on the endangered species list!" Laura Linney rúlar big time!

Er á sama róli og ...
* Anaconda - aðeins "alvarlegri" en ekki minna skemmtileg draslmynd. J-Lo + Jon Voight ... perfection!
* Lake Placid - Eiginlega risakrókudíll versus Ally McBeal, enda skrifuð af David E. Kelly. Voða skemmtileg.
* Deep Rising - Stökkbreyttir neðansjávarrisaormar? I'm, like, soooo there!

Mæli frekar með ...

Ef þið eruð svona fólk sem viljið bara horfa á "góðar" myndir, þá gætuð þið tékkað á eftirfarandi:
* Jurassic Park - en þið eruð hvort eð er búin að sjá hana ...

9/09/2003

Sorg

Leni Riefenstahl er látin og kvikmyndaheimurinn grætur söltum tárum.

Quote dagsins: "Put them on the endangered species list!"

THE ITALIAN JOB

Gubb ... fyrsta virkilega leiðinlega myndin sem ég hef séð í sumar. Gjörsamlega óáhugaverð, hræðilega illa leikin (af öllum nema Charlize Theron sem er bara kúl) og LEIÐINLEG! Þetta er svona Ocean's Eleven nema bara glataðri. Og Mark Wahlberg er enginn George Clooney (hvað þá Brad Pitt!)

Myndin er skrifuð af súperhjónunum Donnu og Wayne Powers sem eru ábyrg fyrir glæsiverkum á borð við Valentine og Deep Blue Sea, sem voru báðar (þrátt fyrir lítil gæði) a.m.k. stórskemmtilegar draslmyndir. The Italian Job er svo sannarlega mikið drasl en guð minn góður hvað hún var leiðinleg! Og til að nudda salti í sárin þá horfir einn karakterinn meira að segja á upprunalegu Italian Job myndina á risasjónvarpinu sínu! Og hvernig er hægt að gera Feneyjar ljótar?!

Jú, og svo er þessi mynd líka enn eitt sönnunargagn þess að Seth Green náði hápunkti ferils síns árið 1991 þegar hann lék í IT eftir Stephen King, og að ferill hans hefur verið á hraðri niðurleið alveg síðan. Hann er nær óáhorfanlega lélegur í þessari mynd.

Ekki alveg leiðinlegasta mynd ársins (það var ekkert leiðinlegra en HULK) en næstum því. Ég sé eftir því að hafa ekki farið bara aftur á Freddy vs Jason ...

Er á svipuðu róli og ...
* Heist eftir David Mamet, sem er tilgerðarlegasta heist-mynd sem gerð hefur verið.
* The Real McCoy með Kim Basinger. Það er ástæða fyrir því að þið hafið aldrei heyrt um þessa mynd ...

Mæli frekar með ...
* Góðum heist myndum: Italian Job með Michael Caine eða Ocean's Eleven með íslandsförunum.

Jæja, þá er kominn tími til breytinga.

Persónulega fannst mér að eftir að ég kom heim frá Sviss, þá hefði ég ekkert að blogga um ... og ég hafði rétt fyrir mér, enda dó bloggið fljótlega eftir að ég sneri aftur.

Hinsvegar langar mig ekkert sérstaklega til að "hætta" að blogga ... bara langar ekkert að blogga um lífið og tilveruna ... nei, frekar langar mig til að blogga um eitthvað sem ég veit mikið um: bíómyndir! Þetta "nýja blogg" verður þar með eiginlega svona kvikmyndagagnrýniblogg, ef svo má kalla.

Samt eiginlega ekki. Ég nenni ekki að byrja á einhverri grind sem ég á eftir að festa mig í, því þá á ég bara eftir að hætta. Gangrýnin, semsagt, verður ekki normal per se og alls ekki eins í hvert skipti. Ég ætla einfaldlega að skrifa það sem mér dettur í hug um hverja mynd hverju sinni. Og ekki heldur búast við stjörnugjöfum, enda er ég alltaf að skipta um skoðun þegar kemur að þeim ... lélegar myndir gætu þó fengið ælukalla ...

Þessi hugmynd er tilkomin næstum því eingöngu af því mér fannst svo gaman að búa til best-og-verst listann fyrir árið 2002 og verð eiginlega að gera það aftur ...

Ég hvet svo fólk til að bæta einhverju við gagnrýnina mína í kommentunum fyrir neðan (helst ef þið eruð ósammála) :)