11/09/2003

Úff marr ...

Kemur allt í tvennum þessa dagana ... Er að fara í tvö próf á morgun, eitt í sálfræði og hitt í félagsfræði. Reyndar svolítið gaman að muninum milli lesefnis þessara tveggja áfanga: í sálfræðinni er ég að lesa alveg mergjaða enska bók sem er mjög yfirgripsmikil og skemmtileg. Íslenska félagsfræðibókin, hinsvegar, er eins og skrifuð fyrir leikskólakrakka með þeim tilgangi að drepa þá úr leiðindum. Að vísu er þetta tilraunaútgáfa, en vááááá hvað hún er eitthvað þurr ...

Á föstudaginn fór ég líka á tvennu í bíó - The Matrix Revolutions (skemmtileg) og endurgerðina af The Texas Chainsaw Massacre (leiðinleg). Ég ætla ekki að ræða þessar myndir frekar, vegna slakra viðtaka, en læt þá sem hafa áhuga vita að í staðinn er ég aftur byrjaður að skrifa um hryllingsmyndir á Huga! Endilega kíkið þangað við tækifæri :)

En nú er ég kominn framúr sjálfum mér ... allaveganna, ég fór á þessar tvær myndir á föstudagskvöldið og í bæði skiptin var sýnd nýja langa kókauglýsingin ("Fyrir stóra. Fyrir litla ...") og ég fór að pæla ... af hverju eyðir kók pening í að búa til auglýsingar? Ég get ekki ímyndað mér að þeir þurfi á einhverju umtali að halda. Er einhver manneskja í hinum vestræna heimi sem veit ekki hvað kók er?

Önnur skemmtileg auglýsing sem ég sá í bíóinu var fyrir nýju teiknimyndina "Töfrabúðinginn" ... er fólk gjörsamlega hugmyndasnautt? Nei í alvöru - Töfrabúðingurinn?! Fyrir utan það að búðingurinn sem er víst í aðahlutverki þessarar myndar lítur út eins og ljót kartafla, þá get ég ekki ímyndað mér söguþráð þessarar myndar. Ætli vondi kallinn sé feitur maður með skeið? "Ég ætla að borða þig, Búðingur!"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home