3/27/2004

Að læra fyrir próf er góð skemmtun ...

Eða þannig. Oh. Tvö próf á mánudaginn. Oh. Oh. OHHHHHHHHHHHHHHHHH!

Í ánægjulegri fréttum er ég búinn að skipuleggja páskafríið mitt: ég ætla bara að lesa og horfa á vídjó og helst ekki að fara út úr húsi nema í vinnupartý með Ze Book Gang og á Sugababes. Af vídjómyndum mun ég a.m.k. horfa á fyrstu tvær zombie myndirnar hans Romeros og af bókum mun ég a.m.k. lesa Wizard and Glass og Cold Mountain. Ég get ekki beðið!

That will be all.

3/22/2004

Jææææææja!

Ég er kominn í alveg svakalegan lestrarfíling. Ég kláraði loksins The Waste Lands eftir Stephen King (Dark Tower bók nr. 3) um helgina og er mjög hreykinn af því, enda er bókin óhemju löng. En líka ógeðslega skemmtileg. ... and that is the truth (in joke! in joke!) Núna er ég að gera upp við mig hvað ég á að lesa næst ... Dark Tower bók nr. 4? The Da Vinci Code? The Name of the Rose? Hús andanna? Coraline? Ég gæti haldið áfram og áfram ... reyndar held ég að Da Vinci Code verði fyrir valinu, því ég er hvort eð er byrjaður á henni ...

En þar sem ég er á svona (hoho) menningarlegum nótum þá vil ég segja ykkur frá leikritinu sem ég sá í gær, Draugalest. Persónulega finnst mér að hæfilegra nafn á þetta leikrit væri Lestarslys, enda fær maður líklegast svipað mikla ánægju að horfa á svoleiðis og þetta leikrit. Þetta var, semsagt, frekar glatað. Fjórir menn sitja og tala um hluti sem tengjast ekki neitt í 90 mínútur. Og þeir eru ekki einu sinni að tala um neitt skemmtilegt. Ég er reyndar með nokkuð áhugaverða kenningu um hvað leikritið "þýði" í raun og veru, og það er soldið skemmtileg kenning, en breytir því ekki að leikritið sjálft var grútleiðinlegt. Að íslenskir leikarar skuli láta hafa sig út í svona!

Sá svo líka The Passion of the Christ á föstudaginn. Það er merkileg mynd. Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega ánægður með hana, en get heldur ekki neitað því að hún var virkilega sterk og áhrifarík. Annað er það að Monica Bellucci, sú ágæta leikkona, virðist vera haldin kvalalosta miðað við myndirnar sem hún leikur í. Fyrst Irréversible, svo Matrix-myndirnar og núna The Passion of the Christ?! Það er semsagt nóg að einhverjum sé misþyrmt ógurlega í myndinni til að Monica taki að sér hlutverk.

Það er líka gaman að því að spá í það hvort Hollywood geri það sem Hollywood gerir venjulega þegar mynd nær einhverjum aðsóknarmetum: geri framhald. Ég sé titlana alveg fyrir mér: The Passion of the Christ: Resurrection. Eða: The Passion of the Christ: The Second Coming. Jesus is back. And he's not in a forgiving mood! Starring The Rock as Our Lord and Saviour and Angelina Jolie as Mary Magdalene ... Ok ég skal hætta, því eins og Gunnar í Krossinum sagði, þá er framhaldið af The Passion lífið sjálft ... ahhhh ...

3/16/2004

On the risk of sounding obnoxious ...

... þá held ég að ég, Fríða og Kristín séum með hæstu einkunnina fyrir sálfræðifyrirlestur, eða 9,4. Þetta byggi ég á þeirri staðreynd að María Magnús og Margrét fengu bara 9 og að mínu mati var þeirra fyrirlestur bestur af þeim sem ég hlustaði á. Fyrir utan okkar. Jess!

Samkvæmt teljaranum mínum þá er alveg heill hellingur að fólki að koma inn á síðuna mína með því að leita að einhverju um Leoncie og ummæli hennar í Íslandi í bítið hér um daginn. Ég hlustaði einmitt á útsendinguna alræmdu þar sem hún m.a. sagði kynnunum að "fokka sér", að hún væri hámenntuð tónlistarkona og að landsfrægur maður sem ber sama nafn og dönskukennarinn minn í Garðaskóla hafi reynt að nauðga henni. Ég býst við því að það sé að leita að frekari upplýsingum um þetta síðasta.

Nú veit ég ekkert um þetta mál annað en að þetta átti sér víst stað fyrir 12 árum í steggjapartýi þar sem Leoncie var fengin til að "dansa" "listrænan" "dans" (já, allar þessar gæsalappir eiga að vera þarna). Leoncie hefur valið sér afbragðsgóðan tíma til að koma með þetta upp á yfirborðið, ef maður á annað borð les DV að staðaldri. (Sem ég geri ekki). Leoncie bætti því einnig við að nauðgunásökunin væri með fullu lögmæt því Viktor, eiginmaður hennar, var viðstaddur þegar téð misnotkun á valdi átti sér stað. Nú spyr ég: hvað var maður stripparans að gera með henni í steggjapartýinu?! Þetta hljómar allt saman mjög skringilega ... Leoncie þarf að fara að passa sig. Þetta er ekki fyndið lengur.

Annars hef ég lítið að segja annað en það að þeir sem verða í bænum 23. apríl nk. eiga eftir að verða fyrir litríkri kærleiksárás. I say no more ...

3/10/2004

Píanóhugleiðingar

Stóru mistökin í lífi mínu voru að læra ekki á píanó. Nú á síðari árum hef ég komið mér upp miklum áhuga á klassíska tónskáldinu Maurice Ravel sem ég tel vera einn mesta tónlistarsnilling fyrr og síðar. Ég get ekki sagt að ég hafi hlustað á gríðarlega mikið af klassískri píanótónlist, en Une Barque sur l'Ocean og Jeux d'eau eftir Ravel eru án efa tvo fallegustu píanóverk sem ég hef heyrt. Og svo var ég að uppgötva Gaspard de la Nuit sem byrjar t.d. alveg ótrúlega flott. Miðkaflinn er líka vel dramatískur. Ég hef ekki hlustað nógu mikið á síðasta hlutann til að geta sagt eitthvað um hann. Ég væri samt alveg til í að kunna t.d. Une Barque eða Jeux d'eau á píanói ... maybe in a million years ... sigh ...

Svo var ég í partýi á laugardaginn og hitti þar stelpu sem heitir Sólveig og spilar á píanó og fílar Ravel líka. Við áttum ýmislegt sameiginlegt, því það kom líka í ljós að hún fílar Tori Amos í botn og allir vita að ég elska Tori út af lífinu. Allaveganna, hún fór að segja mér frá Debussy svo ég er búinn að vera að hlusta soldið á hann núna. Arabesque eftir hann er t.d. allsvakalega flott verk. Ég er ennþá að leita að La Fille aux Chaveux de Lin en finn það ekki á netinu. Enda á því að kaupa þetta á disk ...

Ég væri líka mikið til í það að Sinfóníuhljómsveit Íslands myndi spila meira með Ravel. Það eina sem ég hef séð "live" með Ravel var þegar Sinfóníuhljómsveitin í Bern spilaði svítu 1 eða 2 úr Daphnis et Chloé á tónleikum með Vorblótum eftir Stravinsky (ógeðslega flott, btw.) Þá þyrsti mig í meiri Ravel. Daphnis et Chloé er nefnilega ótrúlega flott verk, þó svo sumum finnist það ekki. En sinfó á Íslandi er ekkert að spila mikið af Ravel, því miður ...

Og þeir sem fíla ekki 20. aldar píanóverk, þeir geta fundið sér Green Eyes með Erykuh Badu, sigurlagið í Söngkeppni MH um daginn, en það er allsvaaaaaakalega flott lag. Og 10 mínútur í þokkabót!

3/01/2004

Ze Ozkaz

Ég vil bara koma því á framfæri að ég var virkilega sáttur við Óskarsverðlaunin í ár. Ég held meira að segja að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég hélt með myndinni sem vann bestu mynd! ROTK rúlar náttúrulega mest í heimi svo þetta kom ekkert á óvart. Samt hefði ég viljað sjá bæði Bill Murray og Danny Elfman fá verðlaun, en Sean Penn og Howard Shore áttu þetta vel skilið. (Og ég ER skyggn, eins og kemur skýrt og greinilega fram einhversstaðar á þessu bloggi rétt eftir að ég sá Mystic River! ;D).