12/31/2004

Ofnæmi fyrir fjölskyldunni

Bókstaflega. Það er gamlárskvöld og ég er flúinn upp í tölvu vegna þess að ég get ekki verið nálægt katta-eigandi meðlimum fjölskyldunnar án þess að fá ofnæmiskast. Sem er ekki skemmtilegt.

Þýðir það að ég missi af Skaupinu? Og þýðir það að ég sé að missa af einhverju yfir höfuð? Maður spyr sig ...

12/24/2004

Hvað er betra til að koma manni í jólaskapið ...

... en að hlusta á Árna Johnssen syngja "undir bláhimni blíðsumarnætur ..."? Eins og hann gerði í dag. Falskt. Og oft.

Ég ætlaði að skrifa hér einhvern langan jóladoðrant, en sé núna að klukkan er orðin hálftvö um nótt og ég er að fara að vinna á morgun, aðfangadag. (Takið eftir því að þessi síðasta komma var sett þangað af mjög útpældum, kaldhæðnislegum, en samt sem áður tilgangslausum, ástæðum ...)

Einhvern veginn tókst jólunum að hverfa inn í allt þetta útskriftardæmi, svo mér finnst ekkert eins og það séu jól á morgun. Vonandi breytist það! Talandi um útskriftina þá gekk allt eins og í sögu - undirritaður fékk meira að segja enskuverðlaunin! - og allur dagurinn var bara virkilega, virkilega skemmtilegur. Fékk líka fullt fullt af skemmtilegum gjöfum en sú frumlegasta af þeim hlýtur að vera gjöf tiltekins Atla Freys Steinþórssonar, en hann gaf mér innrammaða mynd af átrúnaðargoði allra þenkjandi manna, Jóhönnu Sigurðardóttur, áritaða.

Þá var gleðin mikil!

12/17/2004

Vúhú!

Einkunnirnar komnar og ég er með 9,3 í meðaleinkunn fyrir haustönn 2004 (þar af 10 fyrir þýsku, as I hoped for!) Meðaleinkunnin fyrir alla menntaskólagönguna virðist vera 8,5 ... mætti vera aaaaaaðeins hærri, en þetta er svosem fínt. Ég kvarta ekki. Mikið. Á samt pottþétt eftir að reikna hana aftur :P

Ætla að fagna þessu með því að lesa Börnin í Húmdölum og kannski Ólöfu eskimóa ... á föstudagskvöldi ... er það ekki soldið sad? ...

12/16/2004

Það verður engin fyrirsögn á þessari færslu ...

Ég ákvað að taka aðeins til í linkunum. Bætti inn nokkrum og ákvað að hætta að skilgreina fólk sem "vini & vandamenn" eða "áhugavert fólk" - það eru allir vinir mínir! Allir!

En ég vil samt sem áður vekja athygli á einu: nýjung sem á sér engan líka í mannkynssögunni; Blogg Eymingjanna. Eymingjarnir eru starfsmenn Eymundsson í Smáralind, en þar er á ferð hressasta fólk í heimi. Á þessu glæsilega bloggi er hægt að lesa um daglegar hugsanir þessarra snillinga, sjá exclusive myndir úr partýunum sem þeir halda OG hægt að hafa samband við þá, via kommentakerfi og gestabók! (Það þarf varla að taka það fram að ég er líka starfsmaður Eymundsson í Smáralind ...)

Hitti hana Lindu áðan og hún benti mér/minnti mig á jólagjafalistann sem ég bloggaði hér fyrir u.þ.b. ári síðan. Sagðist hún eigi ætla að gefa mér gjöf ef ég birti ekki téðan lista. Og þess vegna ætla ég að verða að beiðni hennar.

!!!ÓSKALISTI ERLINGS JÓL 2004!!!

* LOTR: Return of the King - Extended Version: Úje. Á allar hinar svo þessi er nauðsynleg í safnið.

* Spider-Man 2: Sama hér. Á hina og þarf þess vegna þessa. Svo var myndin náttúrulega snilldin eina.

* Gwen Stefani - Love. Angel. Music. Baby.: Svalasta söngkona í heimi (í augnablikinu) og (örugglega ... vonandi ... ) svalasti diskur ársins.

* Stevie Nicks - Allir diskarnir hennar fyrir utan The Wild Heart, sem ég á. Ég held samt að það sé bara hægt að kaupa Trouble in Shangri-La á Íslandi. Já og Timespace, sem er Best-of diskur og mig langar EKKI í!

* Dark Tower VII - Stephen King: Síðasta bókin í þessari líka MÖGNUÐU seríu! Mun ka-tetinu hans Rolands takast það að finna hinn Myrka turn? Can't wait to find out! :D

* Headphones: Svona stór og flott.

* Apple Powerbook með súperdræfi. Það hlýtur einhver að eiga 300.000 kall sem hann þarf ekki á að halda ...???

Þetta er það eina sem mér dettur í hug. Ég veit að mig langar í fullt annað, en ég er ekki þannig manneskja að ég verði fúll ef ég "fæ ekki það sem mig langar í". Mér finnst það bara yfir höfuð gaman að fá gjafir og enn skemmtilegra að gefa þær, sama hverjar gjafirnar eru!

12/11/2004

SAW, Klímöx og Listmania continues

Fór í gær á SAW, myndina sem ég er búinn að bíða eftir leeeeengi, lengi. Og hvað fannst mér?

Ef ég hefði skrifað þessa færslu í gær þá hefði ég sagt að ég hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum ... en í dag ... eftir því sem ég hugsa meira um myndina ... því betri finnst mér hún.

Saw er, einfaldlega, æðisleg hryllingsmynd!



Hún stóðst samt sem áður ekki væntingar mínar, en ég bjóst líka við hryllingsmynd til að enda allar hryllingsmyndir. Saw er hryllingsmynd sem er gerð af hryllingsmyndaaðdáendum og er gerð af mikilli ástríðu og með miklum stíl. Hins vegar er það augljóst að gaurarnir sem gerðu hana voru að reyna eins og þeir gátu að troða inn öllu því sjúkasta og yfirgengilegasta sem þeir gátu ímyndað sér, og fyrir vikið er myndin stundum eins og röð af sjúkum, sjúkum atriðum með engan annan tilgang. En ég spyr, er það nokkuð slæmt? Ef þú ert hryllingsmyndafrík eins og ég þá er svarið nei. Þetta er bara virkilega hressandi miðað við það að síðasta "sjúka" hryllingsmyndin frá Hollywood var endurgerðin af Texas Chain Saw Massacre. Úje. Eða þannig.



Saw er samt sem áður nokkuð gáfulega skrifuð, tíminn er brotinn upp svo maður veit aldrei almennilega hvar (hvenær) maður er staddur, og hún vísar svo mikið í eldri hryllingsmyndir að það vaðrar við að maður segi að hún steli. En fyrst Quentin Tarantino má gera þetta, af hverju ekki James Wan? Og það eykur líka bara á ánægjuna að sjá óspart vísað í myndir á borð við Black Christmas, Exorcist III, Profondo Rosso og Rear Window, en allar fjórar eiga nokkur augljós atriði í Saw.



Það sem fór mest í mínar fínustu var endirinn, sem ... ja ... án þess að segja of mikið þá vil ég segja að ég var virkilega óhress með það hver morðinginn var en virkilega hress yfir því hvernig hann var "uppljóstraður". Málið er að ef myndin hefði gengið einu skrefi lengra og verið virkilega over-the-top þá hefði hún gert meira úr morðingjanum, en í staðinn er hann bara svona plot-device sem fær smá (algjörlega óþarfa) útskýringu í lokin. Þetta var semsagt soldið anti-klímax inni í annars fínu klímaxi ...



Og talandi um klímöx ... á leiðinni heim úr bíóinu stóð ég mig að því að búa til, algjörlega ósjálfrátt, lista yfir gjörsamlega FULLKOMIN klímöx í kvikmyndum! Það er nefnilega svolítil list í sjálfu sér að búa til endi á kvikmynd sem virkar fullkomlega. Fullkominn endir getur nefnilega gert kraftaverk; endirinn er það síðasta sem áhorfandinn sér og þ.a.l. síðasti sénsinn fyrir leikstjórann að hafa áhrif á hann. Frábær endir getur gert meðalmynd að einhverju aðeins meira - alveg eins og lélegur endir getur eyðilagt jafnvel bestu myndir. Þess vegna sagði ég að ef ég hefði skrifað þetta í gær þá hefði ég sagt að Saw hefði valdið mér vonbrigðum - vegna þess að endirinn gerði það. En það var líka BARA endirinn sem gerði það, og það voru líka ekkert mikil vonbrigði. Ég vil því taka það fram áður en lengra er haldið að Saw er brjálæðislega skemmtileg hryllingsmynd, full af sjúkum og ógeðslegum pælingum og nokkrum virkilega intense og creepy atriðum. Og, eins og áður sagði, ef þið eruð hryllingsmyndafrík þá eigið þið örugglega eftir að fíla myndina ennþá betur. Eða finnast þið hafa verið svikin og hata hana ... Whatever, your loss.

Þegar ég fór að gera þennan klímaxa-lista þá komst ég að því að það voru miklu fleiri myndir með fullkomin klímöx en ég hélt í fyrstu, svo eftirfarandi er listi yfir HRYLLINGSMYNDIR sem innihalda fullkomin, gæsahúðar-inducing, eftirminnileg klímöx!

7. Það er reyndar svoldið svindl að setja Poltergeist á þennan lista, því ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af endanum á henni, þó svo hann sé í sjálfu sér fínn. Ég bara þoldi það ekki að myndin klímaxar fullkomlega nokkrum mínútum fyrr ... atriðið þegar Diane og Steve kveðjast áður en Diane fer "into the light" er bara fullkomið í alla staði. Og tónlistin eftir Jerry Goldsmith eykur á fullkomnunina.


6. Blóðugasti endir sem ég hef séð fyrir utan Braindead eftir Peter Jackson er án efa endirinn á Tenebrae. Hendur eru hoggnar af. Blóð sprautast í lítratali á hvíta veggi. Hálsar eru skornir. Listaverk reka manneskjur á hol. Og blóðið flæðir og flæðir. Fyrir utan það að við komumst að því að ... ja, sjáið bara myndina.


5. Ok, Basic Instinct er kannski ekki hryllingsmynd, en hún er blóðug. Og spennandi. Og með allsvakalegan endi. Það sem hjálpar Basic Instinct að eiga svona geðveik endalok er tvennt: Tónlistin eftir Jerry Goldsmith er svo mikið klímax útaf fyrir sig að það hálfa væri nóg. Og svo elska ég að Paul Verhoeven feidar út í svart og svo aftur inn til þess að sýna síðasta sönnunargagnið ... sem í sjálfu sér segir okkur ekki neitt en gefur ýmislegt í skyn ...


4. Brian De Palma er konungur yfirdrifinna enda, en á toppnum hlýtur að sitja Raising Cain. Raising Cain er alls ekki besta mynd De Palma, og er í raun smá guilty-pleasure hjá mér, en hún inniheldur ekki bara eitt heldur tvö svakaleg klímöx. Það fyrra er nú bara svo ýkt að það er ekki annað hægt en að dást að því, í allri sinni slo-mo dýrð, og hitt er, þó svo það sé gjörsamlega stolið úr Tenebre (sjá fyrir ofan), svo over-the-top og hálf-fáránlegt að ég skil ekki ennþá af hverju þessi mynd er ekki þekktari en raun ber vitni!


3. Endirinn í Don't Look Now meikar svosem ekki mikið sens ef maður spáir í hann á rökréttan hátt, en á pjúra-tilfinningalegan hátt er hann magnaður; og svo náttúrulega uppfullur af symbólisma o.s.frv. eins og reyndar öll myndin. Maður fær þvílíka gæsahúð en veit eiginlega ekki af hverju ... Klassískur endir.


2. Ah, Profondo Rosso. Eitt stærsta svindl kvikmyndasögunnar. Ja, eða a.m.k. fyrir þá sem fíla ítalskar hryllingsmyndir. Alla myndina er aðalpersónan að reyna að muna hvað hún sá í byrjuninni ... svo kemur það sem maður heldur að sé endirinn og maður hættir að spá í hverju gaurinn gleymdi ... og þegar maður heldur að allt sé búið þá allt í einu man hann hvað það var ... og maður fattar að Dario Argento sýndi okkur hver morðinginn var á fyrstu 10 mínútunum! Gæææææææsahúð!


1. Móðir allra sjokk-enda er án efa í Les Diaboliques. Ef þið trúið því ekki að það sé hægt að deyja úr hræðslu, þá mæli ég með þessari! Eyðileggur samt smávegis að aðeins nokkrum sekúndum eftir mesta sjokkið kemur hálf smekklaus brandari ... oh well ... og svo skilaboð frá leikstjóranum þar sem áhorfendur eru beðnir um að uppljóstra ekki endalokunum! Svona á að gera það! :D



Eins og alltaf með svona lista þá geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég er að gleyma einhverju og þetta eru nú allt saman mínar persónulegu skoðanir. But feel free to comment anyway!

Núna bíð ég spenntur eftir Saw á DVD, uncut í allri sinni ógeðslegu dýrð!

Og nú lýkur einnig umfjöllun minni á þessari ágætu mynd fyrir fullt og allt!

12/06/2004

Smá bland ...

Ég fékk staðfestingu í dag, þökk sé DV, að myndin Saw sem ég er búinn að vera tala um í tíma og ótíma (og búinn að vera að bíða eftir enn lengur) kemur loksins í bíó hér á landi 10. des. Já, föstudaginn næsta. FÖSTUDAGINN NÆSTA! Ég er ólýsanlega spenntur! Auðvitað mun ég reyna að standa fyrir hópferð, svo allir sem eru spenntir fyrir þessari sjúklegu hryllingsmynd mega taka frá næsta föstudagskvöld! Skráið þátttöku ykkar endilega í kommentasjustemið þarna niðri! :)

Áðan var foreldrakvöld hjá Ungliðahreyfingunni í S78 og það var voða gaman! Ég ætla nú ekki að tala mikið um það heldur kom það fram (þökk sé Haffa) að allir hommar ættu sér uppáhaldsdívu sem þeir elska útaf lífinu, og var tekið sem dæmi strákur sem var með tattú af Tinu Turner á upphandleggnum! Þar sem mér finnst svo gaman að búa til lista þá ætla ég aðeins að tala um uppáhaldsdívurnar mínar, því þær eru nokkrar ...

STEVIE NICKS



Ókrýnd drottning rokksins! Mér finnst það hálf glatað að Stevie Nicks sé eins óþekkt í dag og hún er miðað við það að hún var ein stærsta stjarna í heiminum á frá svona 1977 og fram á miðjan 9. áratuginn. Reyndar tapaði hún sér alveg í kókaíni og öðru svoleiðis og sólóplöturnar hennar urðu aldrei jafnvinsælar og það sem hún gerði með Fleetwood Mac, en röddin hefur haldist alveg jafn flott út allan ferilinn. Núna er hún svaka inflúeruð af henni Sheryl Crow (og vice-versa) og er enn í góðum gír!





MUST HEAR LÖG: Fireflies (af Fleetwood Mac: Live 1980), That's Alright, Gypsy (af Fleetwood Mac: Mirage), Rhiannon (af Fleetwood Mac), Silver Springs, Dreams (af Fleetwood Mac: Rumours), Sara, Beautiful Child (af Fleetwood Mac: Tusk), Edge of Seventeen (af Bella Donna), Wild Heart (af The Wild Heart), Sorcerer (af Trouble in Shangri-La) o.fl., o.fl., ...

LIZ PHAIR



Indí-drottningin sem öðlaðist heimsathygli árið 1993 þegar hún birtist á forsíðu Rolling Stone vegna fyrstu plötu sinnar, Exile in Guyville, sem allir gagnrýnendur misstu sig yfir. Svo hvarf hún bara ... eiginlega. Hún hélt reyndar áfram og hefur gefið út þrjár plötur síðan, en af einhverjum ástæðum hættu fjölmiðlar að fylgjast með henni. Ekki það að hún hafi versnað sem listamaður ... varð reyndar aðeins poppaðri með tímanum (síðasta platan var framleidd af sömu gaurum og gerðu Avril Lavigne fræga), en það er líka bara allt í lagi. Öll lögin á Exile eru samt brilliant, enda ein besta plata sem ég hef nokkurn tímann fest kaup á. Ég einfaldlega fíla ALLT sem Liz Phair hefur gert. Hún er æði!



MUST HEAR LÖG: Divorce Song, Fuck & Run, Explain It To Me, Mesmerizing, Stratford On Guy og öll hin lögin (af Exile in Guyville '93), Supernova, Dogs of L.A., Alice Springs, Jealousy, Crater Lake (af Whip Smart '94), Polyester Bride, Headache, Fantasize (af whitechocolatespaceegg '98), Friend of Mine (af Liz Phair '03).

FIONA APPLE



Hér er önnur díva sem hefur horfið. Nema bara ólíkt Liz Phair, sem hélt alveg áfram að vinna, þá hefur Fiona Apple ekki gefið neitt út síðan 1998! Hefur reyndar bara gefið út tvo diska, en þeir eru báðir magnaðir! Tidal kom út þegar hún var bara 17 ára, sem er nokkuð ótrúlegt miðað við það að öll lögin voru samin af henni sjálfri ... og svo er röddin á henni svo brilliant! Svo djúp og flott! Við viljum þig aftur, Fiona! Komdu aftur!!!



MUST HEAR LÖG: Criminal, Never is a Promise (af Tidal '96), Limp, Paper Bag, The Way Things Are (af When The Pawn Hits ... '98)

SHERYL CROW



Ég hafði alltaf fílað flest lögin sem Sheryl Crow gaf út sem síngúla frá því að ég var lítill svo það var eiginlega bara eðlileg þróun að ég skildi fara að fíla hana í botn seinna meir. Sem ég og gerði. Þó svo það virðist vera í tísku að vera abbó út í hana þá er Sheryl Crow mjög merkileg fyrir margt - plata nr. 2 er t.d. algjört meistaraverk. Hún er mjög snjall textahöfundur, semur brilliant lög og er líka frábær tónlistarmaður. Hún er einfaldlega frábær!

MUST HEAR LÖG: Can't Cry Anymore (af Tuesday Night Music Club '94), Redemption Day, A Change Would Do You Good, If It Makes You Happy (af Sheryl Crow '96), Anything But Down, Favorite Mistake (af The Globe Sessions '98), Steve McQueen, It's Only Love, Weather Channel (af C'mon, C'mon '02)

TORI AMOS



Ahhh, hin geðveika Tori Amos. Hún er búin að vera duglegust af öllum þessum söngkonum að gefa út lög, en þrátt fyrir að hafa verið að í "aðeins" ca. 15 ár þá hefur hún gefið út 7 breiðskífur og ótal önnur lög. Og margar plöturnar eru með 15+ lög ... Tori fór í gegnum þónokkur "phase" og eru plöturnar því frekar ólíkar allar ... en magnaðar engu síður. Persónulega er ég að fíla "nýju" Tori meira en brjáluðu, reiðu Tori ... but then again þá er engin Professional Widow á nýju plötunum ... Er víst alveg stórkostlega á tónleikum!

MUST HEAR LÖG: Crucify, Silent All These Years, Winter, Happy Phantom, Me and a Gun (af Little Earthquakes '92), God, Cornflake Girl (af Under the Pink '94), Blood Roses, Professional Widow (þ.e. ekki remixið), Mr Zebra, Hey Jupiter (af Boys For Pele '96), Spark (af From The Choirgirl Hotel '98), a sorta fairytale, I Can't See New York, Mrs. Jesus, Virginia (af Scarlet's Walk '02), Mary (af Tales From A Librarian '03).

KELIS



Ég kallaði hana einu sinni trash-queen dauðans ... og mér finnst ég ekki geta lýst henni betur en þannig. Nema hvað að efnið hennar er alls ekkert drasl ... hún er bara þannig karakter, tekur sig mátulega alvarlega, er alveg passlega tilgerðarleg í framkomu ... það er erfitt að lýsa því. Hún er a.m.k. það besta sem kom frá The Neptunes, en þeir eiga heiðurinn af öllum hennar bestu lögum. Það er samt Kelis sem lífgar upp á lögin. Hún er svo SVÖL!

MUST HEAR LÖG: Cought Out There (I Hate You So Much Right Now), Good Stuff, Get Along With You, Ghetto Children, No Turning Back (af Kaleidoscope '99), Young, Fresh N'New, Scared Money, Shooting Stars, Digital World, Perfect Day (af Wanderland '01), Milkshake, Trick Me (af Tasty '03)

ALANIS MORISSETTE



Alanis á heiðurinn af því að vera fyrsta dívan sem ég fílaði, en um leið er hún líklegast sú sem ég hlusta minnst á af ofantöldum í dag. Ég á allar breiðskífurnar hennar og þó svo það sé ekki annað hægt en að segja að hún hafi aldrei toppað frumraunina, þá eru alltaf nokkur frábær lög á öllum diskunum. Ég get ekki annað en fílað hana.

MUST HEAR LÖG: Allur Jagged Little Pill diskurinn, nema lag nr. 3. Hlusta samt SÉRSTAKLEGA vel á Mary Jane! Langbesta lagið!, Thank U, Heart of The House (af Supposed Former Infatuation Junkie '96), 21 Things I Want In a Lover, Flinch, Hands Clean, Precious Things (af Under Rug Swept '02), Excuses, Doth I Protest Too Much, This Grudge, Spineless (af So-Called Chaos '04)


Honorable mention í engri sérstakri röð ...

Christina Aguilera: Ég hef verið að fíla hana meira og meira síðan Stripped kom út. Hún er svo flott ... Christine McVie: Hin dívan úr Fleetwood Mac ... Er oftast skilin útundan í umfjöllunum, þó svo hún eigi langflesta hittarana sem FM gaf út. Æðisleg pía. Ruslana: Hef bara heyrt eitt lag með henni. En það er alveg nóg. Gwen Stefani: Ef það er einhver geisladiskur í ár sem ég er SPENNTUR fyrir þá er það nýji diskurinn með hanni Gwen Stefani! What U Waitin' 4 er bara LAGIÐ! Punktur. Kylie Minogue: Ég myndi ekki setja hana á þennan lista ef ég fílaði ekki svona mikið lögin Slow og I Believe In You sem komu út í ár. Og náttúrulega öll gömlu lögin. Kylie er soldið töff. J-Lo: Let's Get Loud? Feelin' So Good? Play? I'm Real? JENNY FROM THE BLOCK?! J-Lo rúlar feitast! Avril Lavigne: Æi, ég get ekki gert að því ... ég fíla bara allt sem Avril Lavigne hefur gefið út! Barbra Streisand: Woman in Love. Nuff said. Dionne Warwick: Ef þið hafið ekki heyrt/keypt Dionne Warwick Sings the Bacharach/Davis Songbook, þá eruð þið að missa af MIKLU! Elton John: Kommon, hann er langmesta dívan af öllum þessum! Gemma Hayes: Ég álpaðist til að kaupa diskinn hennar eftir að hafa heyrt aðeins eitt lag. Vissi ekkert hver hún var. Vil heyra meira! Meira!!! Lauryn Hill: Hún missti nokkur stig fyrir hina tilgerðarlegu MTV-unplugged plötu, en Lauryn er samt svöl. Man e-r eftir Sweetest Thing laginu? Flottast! Madonna/Esther: Hún hefur átt sínar góðu og slæmu stundir, en það er ekki að ástæðulausu að Madonna er eins stór og hún er. PJ Harvey: Ef ég hefði ekki verið svona obsessed af hinum gellunum uppi þá væri PJ Harvey á aðallistanum ... fékk bara aldrei tækifæri til að kafa í hana. Verður þar næst! Sarah Brightman: Ég var einu sinni með Söruh Brightman æði (í kjölfar Andrew Lloyd Webber æðisins míns), en er ekki með það lengur. Mér finnst samt flottara að heyra Söruh Brightman syngja Nessun Dorma eftir Puccini heldur en e-n karl! KARL!? Mariah Carey: Reyndar heitir hún Mimi Carey núna, því hún er svo "real" ... Whatever. Ég hef alltaf haft soft-spot fyrir henni Mimi.

Ég er örugglega að gleyma MÖÖÖÖÖÖÖÖRGUM, en þetta eru a.m.k. aðaldívurnar í mínu lífi!

12/01/2004

Fertig

Menntaskólagöngu minni er hér með lokið.

Nema ég falli í einhverju.

As if!