1/26/2005

BT er ...

... ekki uppáhaldsbúðin mín í augnablikinu!

En nóg um það. Mig langaði aðeins að tala um myndina Alexander sem ég fór að sjá á sunnudaginn. Þrátt fyrir rosalega lengd (rúmir 3 tímar), og svoldið langdregin (og hálf-tilgangslaus) byrjunar-og lokaatriði með Anthony Hopkins, þá var ég bara ofsalega ánægður með þessa mynd. Sérstaklega vegna þess að ég var búinn að heyra svo slæma hluti um hana.

Au contraire (eða hvernig sem það er skrifað ...) - myndin er ofsalega vel leikin; Angelina Jolie og Colin Farrell komu mér bæði mjög skemmtilega á óvart. Og svei mér þá ef ég neyðist ekki til að endurskoða skoðun mína á Val Kilmer, en hann stendur sig mjög vel í þessari mynd sem og í uppáhaldsmynd minni frá því í fyrra, þeirri allsvakalegu over-the-top-sensation sem kallaðist Mindhunters.

En það sem stendur uppúr Alexander, fyrir utan leikarana, er útlitið. Alexander er ótrúlega flott mynd. Myndatakan er óaðfinnanleg og litirnir sem eru notaðir ... ahhhh bara æði. Og svo notar Oliver Stone líka tæknibrellur mjög spart en alltaf mjög vel; brellurnar eru ótrúlega flottar. Ég man helst eftir alveg ótrúlegu skoti af erni í lofti sem flýgur yfir stóran bardaga. Og svo náttúrulega De Palma mómentið í lokin þegar Alexander ræðst í geðveiki sinni á fíl. Slo-mo, margt að gerast og fullkomnar klippingar ... De Palma would have been proud!

Mikið hefur verið talað um þátt samkynhneigðar Alexanders í þessari mynd, en myndin gerir samkynhneigð hans ósköp venjulega og hefur hana þarna bara matter-of-factly. Eins og hún á að vera! Tilgangslaust að eyða fleiri orðum í það, annað en að segja að ég er mjög sáttur við það að Oliver Stone hafi ákveðið að leyfa samkynhneigðinni að fljóta með þrátt fyrir hómófóbíuna í Hollywood. Ég meina þeir voru ekkert að sýna þetta í Troy, ha! (Enda var það öööööömurleg mynd!)

So, in conclusion: Alexander er geðveik mynd og ég mæli eindregið með henni. Og Oliver Stone er snillingur. Sjáið bara JFK ...

1/25/2005

Jæja ...

Núna er ég ekki að skrifa á hana Dísu mína, heldur á e-a fyrirtækjatölvu í túristaútibúi Máls og Menningar í Bankastrætinu þar sem ég er að leysa af í mat ... Hér er ... EKKERT að gera. Hvað er málið með túrista? Núna er t.d. grátt og myglað og blautt úti - ekki beint rigning heldur svona úði - og þar af leiðandi fullkomið íslenskt veður. Hvar eru allir ferðamennirnir?

Speaking of the devil ... kúnnar ...

1/24/2005

[strong]Nytt lif ...[/strong]

Eg er nuna i fyrsta skipti ever ad blogga med nyju Powerbook tolvunni minni! Eg er (greinilega) ekki ennta buinn ad stilla inn islenska lyklabordid for whatever reason, svo tetta verdur svona eins og eg se ad skrifa fra the outlandic states.

Eeeeeen tad skiptir svosem engu tvi med tessari tolvu mun lif mitt breytast til hins betra. Hun er svo falleg, svo yndislegt, svo AEDISLEG! Barnid mitt ... hvad madur svo ad nefna krakkann? Endilega komid med tillogur!

1/15/2005

Insomnia

Ég var andvaka alla gærnótt. Eða næstum því alla. Ég hlýt að hafa sofnað eitthvað því ég man eftir því að mig dreymdi að ég væri að reyna að sofna. Ég var sumsé mjöööög pirraður þegar ég vaknaði. Til þess að verðlauna þessa eldraun mína ákvað ég að fá mér hina alræmdu súkkulaðiköku Súfistans í hádegismat í vinnunni, en neiiiiiii þegar ég ætla að kaupa hana þá er hún bara búin! Svo ég neyddist til að borða hollan og næringarríkan hádegismat.

Hins vegar veit ég rétta ráðið við andvöku, og það er svolítið kaldhæðnislegt: nefnilega bókin Insomnia eftir Stephen King. Það er án efa leiðinlegasta bók sem ég hef neytt mig í gegnum af sjálfsdáðum. Og ég er mesti Stephen King aðdáandi í heiminum! Ég varð hreinlega að klára hana bara til þess að bæta henni í safn þeirra óteljandi King-bóka sem ég hef lesið. En guð minn góður hvað bókin er leiðinleg! Ég vildi að ég hefði haft hana við höndina í gærnótt ...

Annars gerði ég líka mjög skemmtilegan hlut í gær: fór á útsöluna í Skífunni og gerði þar góð kaup með hjálp hárrar inneignarnótu. Ég keypti eftirfarandi:

* Uh-huh-her með PJ Harvey

* Light Years - tvöfaldan safndisk með bestu lögum Electric Light Orchestra, en vantar samt Midnight Blue(!!!!!), sem var meira og minna ástæðan fyrir því að ég keypti diskinn. Svo ég dánlódaði því bara og ætla, via iPod, að magically bæta því inn á diskinn :D

* Tvöfalda bítið - tvöfaldan safndisk með Stuðmönnum! Kom sjálfum mér soldið á óvart með þessum kaupum ... langaði bara allt í einu í þennan disk :)

* Trouble in Shangri-La með Stevie Nicks ... ég held að ég hafi sagt nóg um Stevie Nicks í bili.

* Píanótónlist eftir Debussy. Þetta var bara svona ódýr budget-diskur með e-um píanóverkum eftir þennan snilling. Betra að eiga svoleiðis en ekkert!

* The Birdcage - æðisleg mynd. Nathan Lane er bestur! :D

* Taxi Driver - ótrúlegt að ég eigi ekki þessa mynd nú þegar. Enn ótrúlegra að ég hafi aldrei séð hana! (skamm skamm, Erlingur!)

Og þar með lýkur upptalningunni. Ég ætla að eyða kvöldinu í að horfa á Birdcage og hlusta á ELO. Og horfa kannski líka á mynd í Werner Herzog/Klaus Kinski settinu sem Siggi og Ragnhildur gáfu mér í síðbúna afmælisgjöf! Fer allt eftir vökustöðu og svona ...

Annars hef ég hætt við að búa til lista yfir það besta og versta í bíómyndum 2004. Það var einfaldlega ekki nógu myndum sem ég fílaði/hataði nógu mikið til að búa til slíkan lista. Hins vegar get ég sagt þetta:

* Tvær bestu myndirnar sem ég sá í ár voru án efa Eternal Sunshine of the Spotless Mind og The Saddest Music in the World. Báðar ótrúlega vel gerðar og frumlegar myndir, mæli með því að allir sjái þær!

* Mín persónulega uppáhaldsmynd árið 2004 var samt Mindhunters eftir Renny Harlin. Já gerið bara grín að mér. Þessari mynd tókst bara fullkomlega að gera það sem hún ætlaði sér og kom mér mjög á óvart. Var vel leikin, ágætlega skrifuð, mjög flott og endirinn var mjög óvæntur. Ég fílaði þessa mynd í botn!

* Tvær verstu myndir ársins voru hins vegar Troy, sem var ljót, ljót, ljót og leiðinleg stórmynd af verstu gerð, ömurlega illa leikin og ljót og leiðinleg og ljót; og The Village, sem var ekki ljót en bara hrikalega tilgerðarleg og leiðinleg. Endirinn fór ekki einu sinni í mig ... en "What is your meaning"-type línurnar fóru í mig. Og stíllinn hans Shyamalans var í fyrsta skiptið virkilega áberandi og var bara fyrir.

* Honorable mention fyrir versta endi kvikmyndasögunnar: Taking Lives með Angelinu Jolie. Ég veit varla hvort ég á að mæla með þessari mynd endans vegna eða ekki ... hann er a.m.k. ólýsanlegur í hallærisleika sínum. Myndin sjálf er skítsæmileg, jafnvel skemmtileg fyrir hlé ... en endirinn ... guð minn góður ...

1/06/2005

In the Meantime

Believe it or not, en þá á ég núna nýjasta diskinn með Christine McVie. Þið ykkar sem vitið hver Christine McVie getið dæmt mig útfrá þessu, aðrir mega bara engjast um í fávisku sinni.

Og já, ég mun reyna að gera einhverja bíóúttekt á árinu 2004, þó svo ekki margt hafi staðið eftirminnilega uppúr. Expect it soon. Very soon ...

1/02/2005

Fireflies

eftir Stevie Nicks

To be the last to leave, the last to be gone,
stolen from the ones who hung on to it.

To be the last in line of the ones that live on,
silhouette of a dream, treasured by the ones
who hung on to it.

Almost a breakdown of our love affair,
the stiletto cuts quick, like a whip through the air.
Long distance winners, where we survive the flight,
not one of us runs from the firelight.

I would love to believe ... I believe what you say.
In the drama of the moment, oh there is no easy way.
No one ever leaves. Everyone stays close 'till the fire fades.

I would love to believe ... I believe what you say.
In the drama of the moment, for us there is no easy way.
No one ever leaves. Everyone stays close till the fire fades.

To be the last to leave; what caused the fearsome
divorce in the night. There was no competition;
To survive do it right. You believe in the five
to survive the distance. Everyone fights.
Everyone fights ... and the fire flies.

At the risk of my feelings, we are dreamers in the night.
Some call it my nightmare, my five fireflies.
Like a sailing ship but not one of us runs.
(Everyone stays ... and the fire never fades ...)