11/23/2003

Viltu geta betur?

Nei, hvað sé ég! Á meðan ég er að skipta á milli stöðva í auglýsingahléi hjá The Practice (btw, lélegasti þáttur þessarar annars ágætu seríu í langan, langan tíma), þá sé ég hann Sverri Teitsson, of Gettu Betur fame, sitjandi á móti Jónasi R. Jónssyni í Viltu vinna milljón.

How the mighty have fallen.

Núna er hann að giska á vítaspyrnuna -> svarið kemur eftir auglýsingahlé ...

Annars er það merkilegt hvað þetta Gettu Betur fólk virðist ásækja mig. Ég vann Döggu (GB í MH) í Actionary með Hjalta Snæ (GB í MR) og seinna um kvöldið mættu Anna Pála og Raggi (bæði GB í MH) í heimsókn. Kvöldið eftir það fer ég í 20 ára afmæli Guðrúnar Geirsdóttur og hitti þar manneskju sem ég man ekki hvað heitir (GB í FB) og fór svo í Kórpartý þar sem ég hitti Jónas (GB í MH). Reyndar er meirihlutinn af þessu fólki einhverjir MH-ingar sem ég hitti hvort eð er á hverjum degi, en ég meina þetta er ansi stór Gettu Betur skammtur fyrir eina helgi!

Ahhh, pirrandi að Sverrir sé ekki að fatta að Harrison Ford lék ekki í Hunt For Red October ... grrr ... en ... bíðið ... hann er að giska! En er að pæla í Regardin Henry líka ... voða spennandi ... ég er alveg búinn að gleyma Practice ... skiptir engu ... I owe it to Harrison ... NEI! HANN VELUR D! Djöfull!

Er samt 400.000 ríkari ...

"Let justice be done, though the heavens fall."

Svo gerði ég upp hug minn áðan og ákvað það að það eru til a.m.k. tvær fullkomnar kvikmyndir og þá meina ég fullkomnar á alla vegu. Önnur myndin er sem áður fyrr The Nightmare Before Christmas. Skemmtilegri bíómynd er ekki til. Hina myndina var ég að horfa á aftur áðan og er það mynd Oliver Stone, JFK. Ég varð eiginlega bara að horfa á hana vegna þess að 40 ár eru liðin frá því John F. Kennedy var myrtur í Dallas. Myndin hans Stone er án efa ein af bestu kvikmyndum sem gerðar hafa verið og í hvert skipti sem ég horfi á hana (eða bara einhverja mynd eftir Stone) þá læri ég það hversu ótrúlega mikilvæg góð klipping er fyrir kvikmyndir. JFK er best klippta mynd sem ég hef séð.

Vildi bara deila því með ykkur.

Og að lokum, tvær tilkynningar:

1) Ég biðst afsökunar á öllu illu sem ég hef sagt um Ensku 503 - Eva Hallvarðs, sú góða kona, fékk uppreisn æru í mínum augum á föstudaginn var þegar hún bakaði skúffuköku fyrir bekkinn, færði okkur kaffi og leyfði okkur að lita myndir með vaxlitum. Skemmtilegasti tími annarinnar!
2) Bæti við einum link. Geri svona eins og Dagga (já ég er hermikráka) og set link á þá sem kommenta hjá mér. Krummi fær þess vegna link fyrir að lesa síðuna af og til (sem er meira en sumir sem hafa link gera ... *hóst*hint*hóst*)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home