11/24/2003

Survivor

Ég missti af Survivor í kvöld. Í fyrsta skiptið. Ég er niðurbrotin manneskja!

Ástæðan er einföld: holurnar Sveinbjörn, Halldóra og Baldvin (og bróðir hans Sveinbjarnar, sem verður ekki nafngreindur að þessu sinni vegna þess að hann er, eins og ég, fórnarlamb aðstæðna) hringdu í mig í kvöld í, að því virtist, mesta sakleysi og spurðu hvort ég vildi koma í ísbúðarbíltúr og skoða síðan nýju íbúðina sem S&H voru að festa kaup á. Ég sagði já, grunlaus um raunverulegar ástæður ferðarinnar: að fá mig til að missa af Survivor.

Svo vel tókst allt saman upp að ég uppgötvaði ekki Survivor-missinn fyrr en þátturinn var vel á veg kominn, og var ég þá staddur inn í algjörlega tómri, en huggulegri, íbúð þessara illmenna, þar sem ég var áreittur af syngjandi og brandara-segjandi stúlkubarni, 10 vetra gömlu. Ég komst einnig að því að Sveinbjörn og Halldóra höfðu komið sér upp dulnefnum ef allt myndi bregðast: Arthúr og Málhildur. Dulnefnin voru ekki notuð - ekki þörf á þeim, enda ég svo barnalegur að halda að svokallaðir vinir manns séu ekki illa innrættir.

Ekki nóg með það, heldur til að strá salti á sárin þá var ég fluttur til Ísbúðar Vesturbæjar þar sem allir keyptu sér ís, eftir 30 mínútna bið í biðröð. Alas, ísinn var vondur. Já vondur. Mjög mjög vondur. Frosin jarðarber = engin jarðarber. Ég hafði orð á þessu og fékk til baka ... ja, aðeins gegnum Shakespeare get ég lýst því hversu orðljót þau voru: "They called me foul adulteress in all the bitterest terms ear did ever hear to such an occasion ..." Helvítis fálurnar!

En ég er miskunnsamur og fyrirgef öllum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home