2/29/2004

Morgunógleði

Ah, þegar ég vaknaði í morgun mundi ég skyndilega eftir því að ég á að skila sálfræðiskýrslu á morgun og ég er ekki einu sinni búinn að framkvæma tilraunina sem hún á að byggja á! Og ég er að fara að vinna. Og Óskarinn er í kvöld.

Ugh.

In the meantime, svona fréttir ylja manni um hartaræturnar ...

2/27/2004

DVD leiðindi

Það eru 16 myndir sem ég á í láni einhversstaðar úti í bæ, þar af eru 7 sem ég hef ekki hugmynd um hvar eru. Ég var t.d. rétt í þessu að panta af netinu 2 myndir sem ónefnd manneskja týndi. Hinar fimm eru: The Mummy, Die Hard: Special Edition, Gladiator, The Terminator: Special Edition og In Dreams. Og svo er The Mothman Prophecies að öllum líkindum í Tælandi. Mér vill þessar myndir til baka! Svo var ég rétt í þessu að komast að því að hver sá sem var með Minority Report síðast í láni gleymdi því að SETJA DISKINN AFTUR Í HULSTRIÐ! Ég get semsagt bætt Minority Report á þennan sama lista. Og hver var með hana í láni? Hef ekki hugmynd. Ég er ekki nógu skipulagður ...

2/24/2004

Auglýsing!

Já, blogg dagsins í dag verður auglýsing fyrir ítalska horror-maraþonið á lagningadögum á morgun. Voða shameless, I know ...

Allaveganna, á morgun - miðvikudaginn 25. febrúar - frá klukkan 9-15 verða sýnd þrjú ítölsk meistaraverk úr smiðju hryllingskóngsins Dario Argento. Myndirnar eru eftirfarandi:

9.00 SUSPIRIA (1977): Líklegast þekktasta myndin sem Argento gerði og er án efa ólík öllu öðru sem þið hafið áður séð. Litadýrð, blóðsúthellingar og ein háværasta kvikmyndatónlist sögunnar gera Suspiriu að lífsreynslu sem þið eigið ekki eftir að gleyma. Myndin segir frá amerískri ballerínu sem fer til Þýskalands í virtan balletskóla en kemst brátt að því að ekki er allt með felldu þegar nemendur skólans fara að týna tölunni. Að mínu mati ein flottasta mynd sem gerð hefur verið og líka ein af mínum allrauppáhaldsmyndum!

11.00 TENEBRAE (1982): Tenebrae er svona fast-food mynd dagsins, svona einskonar kvikmyndaleg rússíbanareið. Amerískur rithöfundur kemur til Rómar (see a pattern here?) að kynna nýjustu bók sína og sama dag er ung kona myrt og síður úr bókinni finnast á líkinu. Líkin fara að hrannast upp með hverjum degi og rithöfundurinn þarf að leysa ráðgátuna flóknu (überflóknu) til að halda lífinu. Skemmtilegasta myndin sem Argento hefur gert til þessa og endirinn með því blóðugasta sem ég hef séð!

13.00 OPERA (1987): Af flestum talin síðasta meistaraverkið hans Argentos og um leið sú útpældasta af þessum þremur, með ýmsu skemmtilegu til að spá í eftir að myndinni er lokið. Fjallar um unga óperusöngkonu sem fær aðalhlutverkið í Macbeth eftir Verdi á síðustu stundu eftir að keyrt er á aðalsöngkonuna. Svo virðist sem að unga söngkonan eigi sér geðsjúkan aðdáanda sem rænir henni og límir nálar undir augnlok hennar svo hún geti ekki lokað augunum þegar hann drepur hennar nánustu. Ótrúlega flott mynd í alla staði, enda á sínum tíma dýrasta ítalska mynd sem gerð hafði verið, og inniheldur án efa flottasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð ... byssukúla, gægjugat og slo-mo dauðans ... algjört heaven!

Ég vona að flestir sjái sér fært um að mæta!

2/22/2004

Dilemma

Læra undir sögupróf eða horfa á Simple Life? Sögupróf eða Simple Life? Simple Life eða sögupróf? Hmmmm ...

Og svo:

1) Horfði á The Haunting frá 1963 og Y Tu Mamá También í gær. Þær voru báðar frábærar. Sérstaklega Haunting, en ég fíla draugahúsmyndir í botn. Fíla meira að segja endurgerðina með Catherine Zeta-Jones, því hún er svo flott tekin upp. Gamla myndin er samt miklu betri. Núna langar mig óstjórnlega mikið að lesa The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson og svo Hell House eftir Richard Matheson ... heimska Ísland að eiga ekki þessar bækur í búðum sínum. Ætli ég geti ekki breytt því sem starfsmaður í bókabúð? Ég mun a.m.k. reyna ...

2) Keypti miða á Sugababes tónleikana. Ég er semsagt að fara með litlusystur. Bjóst við því að við myndum þurfa að bíða í röð í e-a klukkutíma, en við mættum 20 mínútum eftir að miðasalan opnaði og þurftum ekki að bíða í nema 20 mínútur. Ég var sehr zufrieden!

Lag dagsins: The Way Things Are með Fionu Apple. Ég held að þetta sé uppáhaldslagið mitt í heiminum. Bara ótrúlega flott ...

2/21/2004

Songbird!

Muniði eftir "Songbird" - söngleiknum byggðan á Sweet Bird of Youth í Death Becomes Her? "What do I see? That's the question I'm most afraid of! The one that asks me what I'm really made of ..." hahaha. Fannst þetta bara hæfa svo vel í fyrirsögn ...

En allaveganna, Söngkeppni MH lauk í gær með sigri Sunnu og Sillu, en þær fluttu lagið "Ég er svo græn" á alveg hreint magnaðan hátt og áttu sigurinn svo sannarlega skilinn. Besta atriðið hlaut þó engin verðlaun, en "Nei sko" sem Dagga söng (og söng virkilega vel - her best performance yet!) lenti í 4 1/2 sæti ... höldum við. Þetta var alveg svakalega mikið kikk að taka þátt í svona söngvakeppni og spennufallið eftir að laginu var lokið var gríðarlegt. Sé svo sannarlega ekki eftir þessu! Fyrir utan Nei sko og Úti alla nóttina (sem, btw, ROKKAÐI PLEISIÐ FEITT!!!), þá hélt ég með "Hr. Flóðhesti/Mr. Zebra" sem Jóna söng. Allir sem syngja lög eftir Tori Amos eru kúl í minni bók. Ég bíð samt ennþá eftir því að einhver þori að taka Professional Widow, með tilheyrandi öskrum og ólátum.

Ég fór svo í mergjað partý um kvöldið heima hjá Steinunni. Þar kenndi ég m.a. krádinu að hlusta á Fleetwood Mac, og hef í hyggju að gera það oftar í framtíðinni ...

2/18/2004

So much to do, so little time ...

Núna eru verkefnin farin að hrannast upp! Númer eitt, tvö og þrú (ok, allaveganna númer eitt) er hin leiðinlega félagsfræðiskýrsla sem hópurinn minn þarf að skila af sér á föstudaginn. Fyrir svona viku þá leit allt út fyrir það að þessi skýrsla yrði aldrei tilbúin, en núna lítur þetta mun betur út. Henni verður a.m.k. skilað á föstudaginn, hvort sem hún verður góð eða ekki.

Sama kvöld er svo Söngkeppni MH þar sem yours truly mun syngja bakraddir ásamt yndismeyjunum Siggu og Fríðu og komum þar með hinni æðisgengnu Döggu til hjálpar í laginu Nei sko. Við eigum pooooottþétt eftir að vinna. No contest! :P Og ef það verður einhver samkeppni þá er það nú vafalaust við Siggu og Fríðu, en þær ætla að taka tvær saman dúett á laginu Úti alla nóttina. Það fer semsagt ekki á milli mála að Söngkeppni MH er algjör skylduviðburður! Og munið að hafa stemmarann í lagi!

Svo tekur næsta vika við og hún verður öllu rólegri, en þó er nóg fyrir stafni. T.d. mæli ég eindregið með því að allir sjái sér fært um að mæta á ítalska hryllingsmynda prógrammið mitt á Lagningadögum, en ég ætla að sýna á miðvikudeginum, frá 9-15, rjómann af myndum átrúnaðagoðs míns, Dario Argento. Þeir sem fíla hryllingsmyndirnar sínar ýktar, blóðugar, intensifíseraðar og yfirgengilega flottar ættu ekki að láta þennan once-in-a-lifetime viðburð framhjá sér fara! Ég meina, það er ekki á hverjum degi sem maður fær að sjá Dario Argento-maraþon á Íslandi!

Lag dagsins: Special með The Pretenders. Hef verið með þetta lag á heilanum síðan ég sá Scarlett Johannson syngja það í Lost in Translation. Sú mynd batnar nú bara með tímanum - mér fannst hún góð þegar ég fór út af henni, en núna finnst mér hún jafnvel betri!

2/16/2004

CHICAGO!

Guð! Að ég skuli hafa gleymt því merkilegasta sem gerðist þessa helgi! Ég fór náttúrulega á CHICAGO, sýningu sem ég hélt í fyrstu að yrði hallærisleg, en kom svo út af með risastórt bros á vör. Djöfull var þetta flott og geðveikt!

Sko, byrjum á byrjuninni ... ég kynntist fyrst Chicago eins og flestir, með myndinni (starring Catherine Zeta-Jones, Renée Zellweger and Richard Gere). Áður en ég sá myndina fór ég eitthvað að hlusta á The London Cast Recording og varð gjörsamlega ástfanginn af tónlistinni í myndinni. Reyndar bara fyrri helmingnum af tónlistinni, því ég vildi ekki vita hvernig allt endaði og hlustaði því ekki á seinni helminginn :)

Svo sá ég myndina og skemmti mér svona ágætlega. Myndin er góð og allt það, en hún er alveg svaaaakalega leikritsleg og passar ekki alveg á hvíta tjaldið. Svo fannst mér líka að þau gerðu tónlistina aðeins kraftlausari en hjá Bretunum ...

Fast forward nokkra mánuði: Leikritið var auglýst á Íslandi. Ég bjóst ekki við miklu, enda gat ég ekki ímyndað mér að Íslendingar af öllum gætu gert flottan söngleik að veruleika. Little did I know ...

Chicago er bara með því flottasta sem ég hef séð um ævina! Þetta er allt svo ótrúlega, ótrúlega vel gert og skemmtilegt að ég kemst hreinlega ekki yfir það! Leikararnir eru allir FULLKOMNIR - syngja vel og dansa vel og syngja og dansa í sameiningu mjög vel! Svo er búið að yfirfæra leikritið á íslenskan veruleika (af Hallgrími Helgasyni, held ég) sem gerir það að verkum að húmorinn er mun beittari og leikritið verður einhvern veginn meira ... relevant. Allt í allt miklu, miklu skemmtilegra og betra og flottara en myndin. Og Jóhanna Vigdís er bara æði!

2/15/2004

Súr helgi

Ég er orðinn geisladiskageðveikur. Á rúmri viku hefur mér tekist að kaupa 7 geisladiska. Einn fyrir hvern dag, ef svo mætti að orði komast. Sá síðasti var The Best of Gerswhin, en mig langaði allt í einu allsvakalega að hlusta á Rhapsody in Blue. Það er mjög skemmtilegt verk.

Förum samt yfir helgina ...

Ég ...

* Fór að vinna, sem var frekar leiðinlegt en ég var a.m.k. ekki þunnur
* Fór á Lost in Translation í bíó með Atles og hafði gaman af
* Fór í heimsókn til Sveinbjörns og Halldóru og borðaði þar ís með ógeðslegra góðri súkkulaði sósu, a lá Halldóra. Þess má einnig geta að tónlistin sem spiluð var þegar ég gekk inn til þeirra var eftir Ravel (og gjöf frá mér :P)
* Borðaði tvisvar sinnum salatbar frá Nóatúni, sem var ágætt nema hvað mini-tómatarnir voru eins og lítil, en bragðgóð, kýli sem sprungu þegar maður beit í þau
* Dánlódaði Toxic með Britney
* Kláraði að setja myndir frá Sviss í albúm. Loksins!
* Gerði semsagt voða lítið merkilegt

En hvað gerði ég ekki?

Ég ...

* Lærði ekki heima
* Fór ekki á Valentínusarballið í Iðnó
* Horfði ekki á Hitchcock-maraþonið hjá RUV, þótt mig hafi langað til þess
* og ... guð ég veit ekki ... jú ...
* Hafði ekki nógu mikið ímyndunarafl til að gera þetta blogg skemmtilegra

Og hananú.

ps. mun Baldvin Kári verða svona í framtíðinni???

2/12/2004

"Ég er að goma heim ástinn!"

Það gladdi óneitanlega mitt litla hjarta í gær þegar átrúnaðargoð margra Íslendinga, Leoncie, mætti hress og kát í 70-mínútur (af öllum þáttum!). Leoncie var klædd í öskrandi bleik föt (sem hún sjálf kallaði sexý) og hélt því m.a. fram að hún væri ...

ekki klikkuð
ekki rasisti
ekki að flýja land

Ég trúi nú bara þessu síðasta. Hún hélt því líka fram að hún myndi aldrei leggjast svo lágt að bera brjóst sitt í auglýsingaskyni eins og Janet Jackson gerði hér forðum daga, enda er Leoncie svo sexý fyrir að hún þarf ekki á svoleiðis að halda. Janet Jackson er nefnilega ekki sex-icon í USA. Eitthvað virðist minni frk. Leoncie vera að bregðast henni, því mig minnir óneitanlega að hún hafi berað annað brjóst sitt (það vinstra, meira að segja)þegar hún söng á árshátíð MH fyrir tveimur árum, rétt áður en hún datt ofan í trommusettið.

Á þessum tíma, fyrir tveimur árum, var ég gríðarlegur Leoncie-aðdáandi og kunni ófá lög hennar utanað enda ekki margar söngkonur sem geta líkt sér við Shirley Bassey á sama disk og þær syngja um "trouser snake" hjá "the new teenage boy in town." En þrátt fyrir skemmtilegt smekkleysi Leoncie, þá verð ég bara að viðurkenna að það er orðið frekar þreytandi að verja hana. Í stað þess að vera hrókur alls fagnaðar og endalaust fyndin og skemmtileg er Leoncie orðin þreytandi, pirrandi og - það sem verra er - ÚTI UM ALLT! Maður getur varla kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu án þess að heyra í henni eða Kópavogslaginu hennar (sem er reyndar yndislegt í alla staði og undirstrikar geðsýki konunnar - þetta finnst henni stórkostleg tónlist!) Hún hefur náð að stökkbreytast úr underground-aðhlátursefni yfir í mainstream-skemmtara sem kemur fram hjá Íslandi í bítið og Gísla Marteini. GÍSLA MARTEINI! Og ég er ekkert viss um að það sé gott. Hún fær allaveganna meiri pressu fyrir vikið.

En er þessi mikla pressa það sem hún vill? Persónulega finnst mér að sketchinn um hana í Spaugstofunni hafi formlega verið að bjóða hana velkomna í meinstrímið, sem og kosning hennar sem ein verst klædda kona Íslands (ég meina, hún var þarna með Björk og Birgittu! Hvernig getur hún kvartað?!) En öllu þessu tekur Leoncie sem gríðarlega persónulegri móðgun og hótar hún kærum á allt og alla. Ég meina við hverju býst konan eiginlega? Áður en ég fæ á mig kæru fyrir kynþáttahatur, þá vil ég samt koma því á framfæri að ég man ekki eftir skemmtilegra celebrity hérna á Íslandi og konan kann að svara fyrir sig. Eða svarar a.m.k. skemmtilega fyrir sig.

Ég get líka ómögulega hamið mig um að birta hér lítinn textabút eftir konuna. Ég man ekki hvað lagið heitir en það má finna á meistaraverkinu Sexy Loverboy.

"Ástin!
Ég er að koma heim
Ástin!
Vertu tilbúinn undir sænginni - ástin!
Ég lofa þér að nudda þig og gefa þér fullnægingu!
Sætur!" (C) Icy-Spicy Leoncie

Og núna birti ég textann með leonciestafsetningu, svo þið getið betur ímyndað ykkur hvernig hann hljómar:

"Ástinn!
Ég er að goma heim
Ástinn!
Verddu tilbúin úndír sænginni - ástinn!
Ég lova ðér að núdda þig og gefa þér fúllnægíngú!
Sætú-ííííír (þarna fer hún svo hátt það "í" er eini bókstafurinn sem getur táknað hljóðið sem hún gefur frá sér.)" (C) Icy-Spicy Leoncie

2/09/2004

And that's a wrap!

Tökum á Klöru lauk í gær við mikinn fögnuð aðstandenda. Önnur þessara staðreynda er lygi. (Og það er ekki sú fyrri). Ég vil samt nota tækifærið og þakka kastinu og krúinu: Ugla (sem á afmæli í dag), Áa, Heiðdís, Vala, Lilý, Sveinbjörn og Halldóra. Og svo auðvitað Baldvin. Og síðast en ekki síst vil ég þakka Döggu, sem óð eld og brennistein fyrir okkur drengina. Það stóðu sig allir frábærlega vel og nú er bara að vona að afraksturinn verði eitthvað til að hreykja sér af. Ólíkt annarri mynd sem margir af fyrrnefndum tóku þátt í hóstcentiahóst.

Hvar verður svo verkið sýnt? Persónulega finnst mér að fyrst Gunnlaugsbörnin Hrafn og Tinna fengu að sýna sínar, hvað skal segja, "ófullkomnu" myndir á RÚV (á besta tíma, btw), þá ætti íslenska þjóðin að vera tilbúin í smá Klöru! There, I said it!

Fór svo á úsltöuna (útsöluna) í Skífunni og fékk mér nokkra æðislega diska:

Boys For Pele þar sem Tori Amos öskrar í öðru hverju lagi. Mikið ofsalega er þessi kona geðveik. En líka ógeðslega flott söngkona. Tango in the Night með Fleetwood Mac ... hmmm ... þetta er svona diskurinn þar sem the 80s hit Fleetwood Mac. And hit them bad. Mikið af þekktum lögum sem eru spiluð af og til á Létt 96,7 og svo líka nokkur alveg fáránlega hallærislega 80s-leg lög. Og lagið "Welcome to the Room ... Sara" eftir Stevie Nicks er óborganlegt:

"It's not home
And it's not Tara ..."

Hahaha. Nicks orðin smá brandari af sjálfri sér kannski? Anyways - hinir diskarnir voru öllu smekklegri; Píanókonsertar í G-dúr og D-dúr fyrir vinstri hönd eftir Ravel og svo Svanavatnið eftir Tchaikovsky sem er alveg ofsalega flottur ballett. Mig langar líka í Cinderellu og Romeo & Juliet eftir Prokofiev ...

2/05/2004

ÚSLTAA #2

Ég frétti af því í dag að Skífan væri byrjuð með útsölu og væri að selja diska með Tori Amos og Fleetwood Mac á hrikalega lágu verði. Ég fékk áfall. Tori Amos og Fleetwood Mac er nefnilega það eina sem mig langar að kaupa í tónlist þessa dagana! Ég fór þess vegna glaður og spenntur út í Skífuna í Kringlunni og ætlaði að gera góð kaup, þrátt fyrir merkilega mikið peningaleysi og ... ja, bara fann ekki neitt. Jú, ég fann Best of Fleetwood Mac diskinn sem ég keypti fyrir mánuði á helmingi lægra verði núna. Jess! En þetta var ansi mikil anticlimax. Ég er hinsvegar fullviss um það að úrvalið niðrí bæ verði betra, svo ég legg leið mína þangað á morgun.

Svo ætlaði ég að skrifa meira en ein setningin varð svo löng og hallærisleg að ég hætti bara við allt saman. Þarf hvort eð er að fara að læra undir sálfræðipróf. Nenni því svooooooo ekki! Oh. Ugh.

Lag: Anything But Down - Sheryl Crow
Mynd: Monster. Charlize Theron er SCHWAKALEGA góð í þessari mynd.

Bæti svo við linkum á Ingu (sem ég get ómögulega ekki kallað "rollu", eingöngu vegna síðustu bloggfærslu sinnar :D) og svo Loru, en þær hefðu átt að vera linkaðar fyrir löngu. Ég er bara latur og ósjálfbjarga.

2/04/2004

Brabra Stræsönd

Þegar ég kom heim í dag þá lágu tveir bíómiðar á forsýningu á myndina Monster á skrifborðinu mínu. Hvernig komust þeir þangað? Hver stendur fyrir þessu? Á ég mér kannski leyndan aðdáanda? Kannski einhvern sem heldur að sér verði boðið með? Ah, ef svo er þá má sá hinn sami vara sig því ég ætla hér með að bjóða hverjum þeim sem les þetta blogg á næsta korteri að koma með mér í bíó á Monster. Þið hafið til kl. 16.04 að láta mig vita!

Dagga hin góða skrifaði fyrir mig ekki einn heldur tvo diska með Spilverki þjóðanna og gaf í dag. Djöfull er þetta ógeðslega flott hljómsveit. Ég er með Aksjónmaður á heilanum núna. Svo lítur allt út fyrir það að ég sé að fara að syngja bakraddir með Döggu á söngkeppni MH, við lagið Nei sko, með Spilverkinu. Þetta verður æði, no doubt.

En hvað verður þá um Dammit Janet sem ég ætlaði upprunalega að taka með Völu? Svo beilaði Vala og Fríða kom í staðinn. Og nú veit ég bara ekki hvað.