11/20/2003

Michael Kamen er dáinn

Sorgarfréttir úr heimi kvikmyndatónlistar. Michael Kamen, maðurinn sem samdi ódauðlega tónlist fyrir myndir eins og Die Hard, Brazil og Robin Hood: Prince of Thieves (já, hann samdi líka Bryan Adams lagið, Everything I do ...), er dáinn.

Manni líður hálfilla yfir því núna að hafa talað illa um manninn fyrir að hafa samið ÖMURLEGA tónlist fyrir X-Men myndina ... en tónlistin var samt ömurleg. Hins vegar var Robin Hood tónlistin æði! Let's have a moment of silence, shall we ...

Skrópaði í Ensku 503 í dag og komst að því að þessi tími er mannskemmandi. Mér leið svo vel eftir að hafa skrópað að það er ekki fyndið. Við gerum nákvæmlega EKKI NEITT í þessum tímum! Af hverju tók ég hann ekki í P?!?!

Annars hef ég ekkert að segja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home