11/30/2004

Úje ... eða hvað?

Eitthvað finnst mér það týpískt, að þegar í fyrsta skiptið á minni skólagöngu ég þarf bara að taka EITT lokapróf ... þá nenni ég ekki að lesa fyrir það!

Ok, er ég að ýkja. Ég er reyndar búinn að lesa alla bókina. Og allar glósurnar. Og öll heftin ... nema eitt. Og það er heftið frá helvíti. Það er svo laaaaaaangt! Ég get ekki fengið mig til að lesa það. Í staðinn fékk ég mig til að fara í tölvuna og skrifa afmæliskveðju email til hennar Maddie í Hawaii. Er ég ekki duglegur?

Nú fyllist ég samt sektarkennd. Klukkan er að verða ellefu ... ég þarf að vakna snemma ... ég ÞARF að lesa þetta ... oh. Helvítis. Ég er farinn.

11/27/2004

Búinn á því

Ég er gjörsamlega uppgefinn eftir gærdaginn, gærkvöldið og morgundaginn. Allur gærdagurinn var djamm út í eitt frá 08.30 - ca. 04.30. Ég segi circa vegna þess að ég var hálfsofandi þarna undir lokin ... ég bara var ekki að höndla þetta. Ekki að meika það. Þurft'að feika'ða. Nei djók. Djóóóóóóóóóóók.

Það er soldið fyndið að við Íslendingar skulum segja svona oft "djók" á eftir e-u sem við meinum ekki. Ég reyndi nokkrum sinnum að segja þetta úti í Sviss, því þetta kemur svo náttúrulega hérna. Svo au naturale. Fólk var ekki alveg að fatta þetta þar, hvort sem það var svissneskt eða annarralendskt. Þetta er eitthvað speciality hér á landi, og skemmtilegt í þokkabót.

Í dag hófust tökur á myndbandinu Scorpions fyrir megahljómsveitina Isidor. Tökurnar gengu mjög vel, við tókum mikið upp (ekki alveg allt samt, to be continued í næstu viku) en vorum á fullu í mestallan dag ... og eftir aðeins 6 tíma svefn ... þá er ég BÚINN Á ÞVÍ! Og núna á að draga mig í þrefalt afmæli??? Ég held að stoppið verði stutt. Ganz stutt.

Og svo er það bara vídjó.

Já, og ég er búinn með ÖLL söguverkefnin mín, ergo búinn að leysa af hendi ÖLL verkefni menntaskólagöngu minnar utan munnlegs prófs í ensku og lokaprófsins í sálfræði. Ég er svo glaður!

11/24/2004

Ýmsar vangaveltur

Vá hvað það er eitthvað erfitt að búa til CV. Mér finnst það vera svo falskt að skrifa vel um sjálfan mig. Eins og ég sé að selja mig. En maður þarf víst að gera þetta. Ekki það að ég búist við því að fyrirtæki á borð við SagaFilm eða Pegasus eigi eftir að ráða mig byggt á svona CV-i ... en maður má reyna. Ég sé eitthvað svo fram á atvinnuleysi eftir áramót. Vill einhver ráða mig í vinnu? Ég er mjög skemmtilegur, góður og duglegur starfskraftur!

Mig langar náttúrulega mest að vinna við e-ð kvikmyndatengt, þar sem það er nú aðaláhugamálið - og svo ætla ég að sækja um kvikmyndaskóla fyrir næsta haust, svo það liggur beinast við að vinna í geiranum þangað til. En það væri gott að vera partur af einhverri klíku, bara til að fá smá aðstoð. Maður veit ekkert hvar maður á að byrja að leita ... Svo ég endurtek: vill einhver ráða mig?! :)

Annars eru sjálfsköpuðu kvikmyndaverkefnin ekki fá í augnablikinu. Á laugardaginn hefjast tökur á myndbandinu "Scorpions" fyrir hljómsveitina Isidor. Að öllum líkindum verður það meeeeeega flott myndband. Hugmyndin er það a.m.k. Og svo eftir að tökum á því líkur þá verður fljótlega lagt í að gera stuttmyndina "Heimsókn", sem er svona innihaldsrýr stílsæfing. Verður örugglega svakalega flott. Svo er það náttúrulega "Klara" sem er ennþá í tónlistarlegu limbói. E-r hér sem býður sig fram til að semja tónlist? Einu skilyrðin eru hæfileikar! :)

Ég vil svo ljúka þessu með því að mæla með því að fólk fari á myndirnar Mindhunters og The Saddest Music in the World í bíó sem fyrst. Þetta eru svakalega ólíkar myndir, en báðar stórkostlegar á sinn hátt. Mindhunters er svona high-concept whodunnit mynd eins og Hollywood er einu lagið að framleiða, nema hún er gerð af svo miklu, ja, panache og flare af átrúnaðagoði allra þenkjandi manna, Renny Harlin, að það er erfitt að hrífast ekki með. Svo er hún alveg furðulega vel leikin og samtölin eru mjög skemmtileg. Og ég hafði ekki HUGMYND um hver morðinginn var fyrr en í blálokin! Alveg með skemmtilegri myndum sem ég hef séð í ár ... ég er svo veikur fyrir svona serial-killer whodunnit myndum. Og öllu sem Renny gerir.

The Saddest Music in the World er hins vegar mikilfenglegt grínlistaverk. Ótrúlega sérstakt útlit og húmor gera þessa mynd að einni þeirri frumlegustu sem ég hef séð lengi. Mér hefur ekki verið svona brugðið í bíó síðan ég sá The Shape of Things eftir Neil LaBute á indie-dögunum hérna í den. Þessi mynd var svo fyndin að það er ekki fyndið. Sjáið hana. Sjáið þær báðar!

11/18/2004

Hvað ég er duglegur

Ég er svo mikil sleikja. Á morgun á ég að tala lítillega um Sviss í þýskutíma. Ég er búinn að kaupa fullt af svissnesku súkkulaði fyrir bekkinn OG er í þessum töluðu orðum að baka Züpfe; svissneskt sunnudagsbrauð. Ég ætla að fá 10 í þessum áfanga.

Svo er ég líka búinn með eftirfarandi:

* Ritgerð + powerpointshow í Ensku um Joseph Conrad
* Ritgerð + powerpointshow í Sálfræði
* Verkefni í Þýsku
* Lokaritgerð um Galdrafárið í Sögu
* Klára hugmyndavinnu vegna myndbands
* Hitta Isidor vegna myndbands

Og þar með lýkur upptalningunni. Mig langar til að verðlauna mig. Annað hvort með því að fara frítt í bíó á eftir kl. 10 eða með því að borða súkkulaðið sem ég keypti fyrir bekkinn. Kannski bara að fara í bíó og kaupa súkkulaði þar? Pæling ...

11/17/2004

I saw Saw ...





Í gær þegar ég kom út úr bíói sá ég það sem ég hef verið að bíða eftir að sjá í háa herrans tíð: plakatið fyrir SAW. Fyrir neðan það stóð "væntanleg". Það er þess vegna satt. Hún er að koma! Nú get ég andað léttar.

Annars var það Sky Captain and the World of Tomorrow sem farið var að sjá í gær. Mér fannst hún bara mjög skemmtileg, en kannski ekkert fjögurra stjörnu meistaraverk eins og sumir vilja halda fram.

Og nú hef ég bara ekkert meira að segja.

11/15/2004

Það sem sagt er

Að segja að það sé allt á fullu hjá mér þessa dagana er understatement DAUÐANS! Það er bókstaflega ALLT að gerast. Tvær vikur í skólalok, allur SAG303 eftir, skila sálfræðiskýrslu, skila enskuritgerð & fyrirlestri + munnlegt próf sem er EINHVERN TÍMANN?!?!?!, dimmissjón, myndband fyrir Isidor, og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á eftir að gera í þýsku ... já og svo klára að lesa eina og hálfa bók í enskum yndislestri. Og ég var að jafna mig af streptókokkum.

Ég er að skemmta mér konunglega. Ekki.

Best að drífa sig á auglýsingakynningu hjá Eymundsson þar sem boðið er upp á veitingar ... ekki það að það sé ástæðan fyrir því að ég fari!

Og áður en ég gleymi því ... (eða, "Aukinheldur ...")

EDDAN 2004!

Guð minn góður, en sú hátíð. Að sjá allt þetta íslenska kvikmyndagerðarþotulið koma saman og klappa sjálfu sér á bakið var ansi sorglegt. Ég er samt alveg til í að vera partur af henni :D Það var eiginlega allt sorglegt við þessa athöfn, nema ræða nafnlausu konunnar í byrjun. Nafnlaus er hún því ég náði ekki að leggja nafn hennar á minnið. En ræðan var góð. Sigurvegari kvöldsins var, bíðið ... bíðið ... Kaldaljós! Surprise! Hilmar Oddsson þakkaði Vigdísi Grímsdóttur sérstaklega fyrir í þakkarræðu sinni þegar hann hlaut verðlaunin sem besti leikstjórinn. Þakkaði henni fyrir hvað? Að skrifa frábæra bók sem hann svo tilgangsleysti með kvikmyndun sinni? Myndin var eins og tóm, útþynnt útgáfa af bókinni - eins og beinagrindin af bókinni reyndar.

Samt verður nú að segjast að mér fannst Kaldaljós ansi góð mynd, tæknilega séð. Sagan var bara svo tilgangslaus án ýmissa hluta úr bókinni. Hún var miklu betri en Næsland. Dís sá ég aldrei, þó svo mig langaði til þess (Inner monologue: "Hún er ennþá í bíó ... farðu? ... uhhhh ... Nei.") Æi ég held að það sé eitthvað ofsalega tilgerðarlegt við Dís. Ég get ekki sagt af hverju eða staðfest þessa tilfinningu, en ég hef það svo á tilfinningunni að það sé mikið vísað í franskar kvikmyndir eftir Godard og heimsbókmenntir, og að það sé ekki gert á duldan og fagran hátt, heldur in-your-face til að sýna okkur hvað Silja Hauks og co. eru í raun og veru cosmopolitan, fáguð og miklir menningarvitar. En eins og ég segi þá hef ég ekki hugmynd um það. Langar samt að sjá myndina.

Öðrum verðlaunum hafði ég lítinn áhuga á, nema kannski stuttmyndunum, en þar kannaðist ég við heilar tvær myndir af fimm. Þarf ekki að gera eitthvað í þessu?

11/13/2004

Auðvitað ...

... geri ég mér grein fyrir því að Edgar Allan Poe var bara barn þegar Jane Austen dó ... En samt ...

Heimtur úr helju

Ég vaknaði aðfaranótt þriðjudags kl. tæplega 3 skjálfandi, með hita og hálsbólgu sem síðar greindist sem e-r skringileg streptókokkategund. Síðan þá hef ég ekki getað borðað, varla getað talað og eiginlega ekkert sofið. Reyndar var síðasta nótt fyrsta nóttin síðan aðfaranótt þriðjud. sem ég svaf alla nóttina! Go svefn!

Ég verð nú bara að spyrja hver tilgangurinn með því að vera að skapa sjúkdóma eins og streptókokka er? Ég meina, but why?! Þetta er algjört helvíti! Ég var með svo mikinn hita á tímabili að ég gat varla staðið upp! Og svo þetta með að geta hvorki kyngt né borðað ... ughhhh ... og svo kom þetta allt upp á besta tíma, einmitt í vikunni sem ég ætlaði að vera extra-duglegur að læra o.s.frv. Ég gat náttúrulega EKKERT lært í þessum hryllilegu, hryllilegu veikindum, og eyddi mestöllum tíma mínum í að horfa á sjónvarp og vídjó. Aldrei kom myndbandið góða með Gwen Stefani á PoppTvíví allan þennan tíma. ALDREI! Óskiljanlegt.is

Núna er ég samt byrjaður að geta borðað aftur, sem er æðislegt. Ég er búinn að þamba appelsínudjús í allan dag. Reyndi líka að klára sálfræðiritgerðina mína, en nenni ekki að skrifa inngang. Allt hitt er búið. Og svo veit ég ekki hvað ég á að skrifa um í enskuritgerðinni minni ... Joseph Conrad? Gubb. Shakespeare? Gubb. Hamlet? Gubb gubb gubb! Og þetta eru þrír áhugaverðustu valmöguleikarnir af 8. Mig langar helst að fá að biðja um að skrifa um útkomuna ef andi Edgar Allan Poe hefði komið yfir Jane Austen. The Fall of the House of Darcy eða eitthvað svoleiðis ...

11/07/2004

Update

Þetta var nú skemmtileg helgi. Ég hélt að ég myndi missa mig þegar Gwen Stefani var spiluð á Jóni Forseta á föstudaginn. Tvisvar. Heavenly.

Ég er ennþá að gera sálfræðiskýrslufyrirlestur sem flytjast á í fyrsta tíma á morgun, og gengur það furðulega vel þó svo ég hafi ekki byrjað af alvöru fyrr en í dag. Ég held barasta að þetta verði fyrirmyndar fyrirlestur!

Og meira um hvað ég er industrious. Ég kláraði að lesa Alias Grace á mettíma og byrjaði svo umsvifalaust á "Murder is Announced" eftir snillinginn Agöthu Christie. Það er æðisleg bók og ég tók fyrstu 270 blaðsíðurnar af henni á einu bretti og gerði það auðveldlega. Það er svo erfitt að hætta að lesa bækurnar hennar. Miss Marple er líka svo yndislegur karakter! Svo er það bara A Passage to India næst ... gaman gaman.

Bíóferð síðustu viku var svei mér menningarleg. Ég fór með Atla Frey og Hjalta Snæ á Alexander Nevsky eftir Eisenstein. Ég er búinn að vera aðdáandi tónlistarinnar úr sagðri mynd í langan tíma, enda var ég með Prokofiev-æði á tímabili, og var því ekki svikinn af myndinni sem inniheldur nokkuð magnaða blöndu af sterkum myndum og sterkri tónlist. Hljóðið í Bæjarbíóinu var þó ekki alveg on par miðað við Deutsche Grammophon diskinn minn ...

Þar á eftir var umsvifalaust farið á hitt rómaða listaverkið sem er í sýningu í kvikmyndahúsum borgarinnar, Alien vs. Predator. Þá var Hjalta skilað heim og Baldvin sóttur í staðinn. Með fullri virðingu fyrir Ridley Scott og James Cameron þá verð ég bara að segja að mér fannst AvP hin ágætasta skemmtun. Algjört meistaraverk miðað við Alien Resurrection og aðeins tónlistin eftir Elliot Goldenthal og leikurinn í Alien 3 gera hana merkilegri en AvP. Predator-myndirnar báðar falla algjörlega í skuggann af AvP, þó svo fyrsta Predator-myndin eigi sér smá nostalgíusess hjá mér. Var ekki svikinn þetta kvöldið.

Fleiri props fá Hjördís og Birna fyrir föstudagskvöldið. Og auðvitað Atli Freyr sem óvænt mætti gallvaskur í þriggjamannapartýið og gerði það ennþá eftirminnilegra! Ég og Hjördís tókum svo laugardagskvöldið með stæl, bara við tvö, ELO, Chicago og GRACE JONES! Tomorrow, tomorrow, I love you tomorrow! Go við!

11/01/2004

Take a chance you stupid ho!

Djöfull er ég að fíla nýja lagið með henni Gwen Stefani. Alveg brilliant lag! Búinn að vera að hlusta á það non-stop síðan í gær. Og myndbandið er líka svaka töff, þrátt fyrir nokkurra mínútna langt intró sem er soldið mikið tilgerðarlegt.

Heiðurinn af þessu lagi eiga snillingarnir í The Neptunes, en þeir hafa veitt mér og mörgum öðrum ómælda ánægju í gegnum árin, þá ekki síst með því að uppgötva Kelis. Wanderland platan með Kelis er alveg steiktasta Neptunes-verk í heimi, og gjörsamleg snilld. Svo eru þeir líka ábyrgir fyrir öllum góðu lögunum hennar Britney og Rock Your Body með Justin og möööööörgum öðrum snilldarlögum. Gwen Stefani lagið nýja, What U Waitin 4?, er samt ekkert eins og fyrri Neptunes-lög ... og ekkert endilega betra, bara ógeðslega töff. Ég er alveg að missa mig hérna!