9/30/2004

Aksjónmenn

Fór í gær á tvær langar myndir í bíó - Collateral og Man on Fire - sem báðar eiga það sameiginlegt að vera svona töff-gæ myndir. Collateral var svosem fín - sérstaklega undir lokin - en Man on Fire var bara rusl í alla staði. Það eina sem var gott við hana voru þrjú D-in: Denzel, Dakota og Debussy. Þeir sem séð hafa myndina vita hvað ég á við.

En ég fékk frítt inn, svo þetta skipti ekki svo miklu máli! :)

9/21/2004

Jahá

Það er mikið að maður kemst inn á blogger. Í gær þá var ég búinn að skrifa heilmikla færslu um Survivor (skrifuð á meðan ég horfði á!) en svo gleymdi ég að pósta hana og henti henni út af tölvunni.

Svo áðan ætlaði ég líka að blogga eitthvað um MTV og VH1 (sem eru nú í opinni dagskrá hérna) en þá hleypti blogger mér ekki inn.

Og núna nenni ég ekki að skrifa um neitt.

Nema kannski ... hvernig væri það að fá Stevie Nicks til að koma til Íslands á næsta ári? Ég meina Marianne Faithfull er að koma!!

9/19/2004

Sunnudagskvöld

Síðustu klukkutímana hef ég verið að reyna að lesa fyrir sálfræðiprófið sem ég er að fara í á morgun, en það hefur gengið upp og ofan. Annað hvort er textinn svona leiðinlegur eða ég svona fattlaus, en ég er a.m.k. ekki að meika það að lesa þetta. Þetta er bara því miður ekki að ganga upp. Ég kvíði þó engu. Mér hefur aldrei gengið illa í sálfræðiprófi og ég kann þetta meira og minna utanað. Það er bara alltaf leiðinlegt að læra fyrir próf. Það er boðskapur þessarar færslu.

Og svo á Alexander Scheuner, svissneski bróðir minn, afmæli í dag! Til hamingju með það! :D

9/18/2004

I don't know why I always trusted
Sometimes I think that I must have
I must have been crazy ...


Ég er ekki traustsins verður. Ég segist ætla að gera eitt en geri annað. Segist ætla að fara eitt en fer annað. Ég er mjög óútreiknanlegur, in a bad way.

Og já, fyrirsögnin er úr lagi eftir Stevie Nicks ...

9/17/2004

How much blood would you shed to stay alive?

Smá bíóupdate! Saw, myndin sem ég var að ausa lofi yfir hér fyrir nokkru (án þess þó að hafa séð, því miður ...), verður frumsýnd í the UK 1. október. HVENÆR KEMUR HÚN HINGAÐ?!?!

Vonandi kemur þessi hérna líka bráðum. Raiders of the Lost Ark okkar tíma? 4-stjörnu gagnrýni vekur alltaf áhuga hjá mér ...


Letihelgi

Þá er komið að helginni. Að þessu sinni verður lítið um gloríur hjá mér, enda er þetta vinnuhelgi. Það er líka fínt að slappa af aðra hverja helgi (sérstaklega þegar næsta helgi er tvöfalt tvítugsafmæli Siggu og Fríðu!!!) og svo er ég líka að fara í próf á mánudaginn og svona ...

En mikið ofsalega langar mig að panta mér geisladiska af netinu ...

9/15/2004

Something is rotten in the state of Garðabær ...

Tölvan mín heldur áfram eilífum fjandskap sínum við mig. Ekki veit ég hvað ég hef gert henni. Núna vill hún ekki opna Outlook svo engan get ég emailinn skoðað í gegnum það forrit. Sem betur fer get ég skoðað þetta hjá símanum.is ...

Þessi hérna sem er önnur frá vinstri verður sífellt meira spennandi ...

Typisch

Það er eitthvað svo týpískt við það að reyna að vera í hollustunni en fá svo sveitta hamborgara í kvöldmat. Tvö kvöld í röð.

Og enn aftur um bækurnar! Ég komst að því rétt áðan að ég þarf að klára Beloved fyrir föstudaginn, svo ég er að lesa á fullu núna, hence the short blog. Sem betur fer er þetta frábær bók!

9/14/2004

Fjölbreytni

Bara svo þið haldið ekki að ég geti bara talað um Stevie Nicks og Fleetwood Mac, þá ætla ég aðeins að segja frá bókunum sem ég var að taka á bókasafninu (ég lifi svo spennandi lífi að það er ekki fyndið ...)

Anyways, ég er mjög spenntur fyrir þessum bókum, en þær eru: Beloved eftir Toni Morrison (byrjaði á henni í dag - hún lofar mjööööög góðu), Alias Grace eftir Margaret Atwood, A Passage to India eftir E.M. Forster og svo The Shipping News eftir Annie Proulx. Og ég á ennþá eftir að klára Dark Tower bækur nr. 5 og 6 OG Coraline eftir Neil Gaiman sem ég gaf mér í jólagjöf!

Og ég held í alvörunni að mér takist þetta!

Svo langar mig líka að segja frá því að í ensku í dag var surprise-próf úr Julius Caesar (suprise að því leyti að ég hafði ekki fyrir því að muna eftir því úr síðasta tíma) sem innihélt ritgerðarspurningu úr völdum kafla leikritsins. Góðir lesendur, ég fór á svo þvílíkt flug í þessari ritgerð að ég hef aldrei vitað annað eins. Þó svo ég hafi ekki endilega fylgt öllum leiðbeiningum ritgerðarinnar (eins og t.d. staðsetja kaflann í Act og/eða samhengi í heildarleikritinu) þá er hér um dýrindis ritsmíði að ræða. Ég efast ekki um það að enskukennarinn minn eigi eftir að skemmta sér konunglega við lesninguna. Ég vona bara að hann dragi mig ekki niður fyrir að segja ekki að textinn sé úr Act I eða eitthvað svoleiðis kjaftæði því ég veit það alveg. Það er bara hryllilega ljótt að byrja ritgerð á því að segja: This is from Act 1, right after this or that ... blablabla.

Og nú ætla ég að horfa á vídjó.

Dansandi af gleði!

Ég stóðst ekki mátið.

Að eyða mörgum klukkutímum í það eitt að hlusta á Stevie Nicks hefur bara eitt í för með sér. Ég varð að kaupa The Dance DVD diskinn með Fleetwood Mac. Ég varð hreinlega að sjá þau á tónleikum! Og nú er það búið og gert og er gripurinn hinn eigulegasti, þó svo hann geri eiginlega bara illt verra - núna langar mig helst að hafa séð þessa tónleika live! Eða frekar sjá þau spila ca. 1977-1982. Djöfull hefði það verið æðislegt! En það er víst ómögulegt ...

Ég held þess vegna áfram leit minni að sjaldgæfum lögum með henni Stevie og - viti menn! - var að finna Designs of Love sem ég var einmitt að leita að um daginn! Hlakka mikið til að hlusta á það! :D

9/13/2004

Breytingar

Jæja, fyrst ég er byrjaður að blogga aftur þá er alveg eins gott að breyta aðeins til. So that is what I have done. Eitthvað er haloscan samt að stríða mér ... eins og alltaf ...

Og í framhaldi af því þá langar mig að taka það fram að ég hata stundum blogger.com. Þetta er alveg verulega leiðinlegt dæmi stundum. En stundum ekki.

Ég geri eitthvað í linkamálum á næstunni ... nenni því ekki núna ... must sleep ...

Dugnaður!

Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur í dag! Fór á bókasafnið og tók mér tonn af áhugaverðum bókum til að lesa fyrir yndislestur (Beloved og Alias Grace hljóma skemmtilegastar), fór svo heim og lærði allt fyrir þýsku OG sálfræði (sem ég á ekki einu sinni að vera búinn með fyrr en á FÖSTUDAGINN!) og byrjaði meira að segja á leiðinlegu söguverkefni en neyddist til að hætta vegna þess að það var mun leiðinlegra en ég hélt.

Í gær var ég líka duglegur. Duglegur við að veiða uppi sjaldgæf Stevie Nicks lög! Í því questi fann ég t.d. "Whenever I Call You "Friend"" dúettinn með henni og Kenny Loggins, en það er eitt af þessum lögum sem ég hef verið með á heilanum lengi en hef aldrei vitað hvað heitir o.s.frv. Það er svo flott lag ... "Sweet love showing us a heavenly light - I've never seen such a beautiful sight!"

Mér tókst þó ekki að finna Designs of Love, demo-útgáfuna af That's Alright sem er í augnablikinu uppáhalds Stevie Nicks lagið mitt ásamt Fireflies. Ótrúlegt að Fireflies hafi aldrei verið gefið út nema á live-disk ... að hugsa sér!

9/10/2004

Tileinkað Halldóru

Og tími kominn til. Það er orðið, eins og glöggir aðdáendur hafa máski tekið eftir, dulítið langur tími síðan hér var síðast bloggað. Ég kenni öllum öðrum en sjálfum mér um það - they've kept me from it, I say! Hear me speak out the truth!

En þökk sé hinni gullfallegu Halldóru og nýju gullfallegu iBook tölvunni hennar, þá sit ég hér í húsakynnum hennar og Sveinbjarnar Arinbjarnar og blogga sem aldrei fyrr! Hallelújah!

Ég hef reyndar verið að hugsa um að blogga í smá tíma og er það sökum nýliðinna "Indie-daga" í Háskólabíói, en ég fór á nokkrar myndir þar, þó ekki Coffee and Cigarettes sem mig langaði mjög að sjá. Ég ætla aðeins að tala um hinar ...

Super-Size Me
Skemmtileg mynd. Ekkert meira en það. Ég er ekki hættur að borða McDonald's. Nuff said. Mér fannst hún draga athyglina óþarflega mikið að McDonalds í stað mun áhugaverðari þátta sem komu fram í myndinni. En, eins og ég segi, mjög skemmtileg. Fór á frumsýninguna með leikstjóranum. Varð bara að koma því að ... mont mont mont.

Saved
Soldið fyndin og soldið skemmtileg, en frekar misheppnuð og ómerkileg mynd. Macauley Culkin fer óstjórnlega í mínar fínustu, því miður.

Spellbound
Mjög skemmtileg mynd. Atli nokkur Freyr nokkur Steinþórsson eyðilagði þó mikið með gjörsamlega tilgangslausum og sjálfselskum athugasemdum í gegnum myndina. Ég þurfti t.d. ekki að vita hvaða orð Atli gat stafsett sjálfur.

Ken Park
Vinsælasta mynd sýningarinnar og jafnframt sú grófasta. Ætli þar séu tengsl þar á milli? Neiiiiiii, Íslendingar eru ekki svo mikið á þörfinni, er það nokkuð ...? Anyways, controversy aside, þá er Ken Park frekar góð mynd og ég hafði mikið gaman af henni. Ekki næstum því jafn gróf og talað er um (eða frekar ekki jafn in-your-face) og hefur tilgang og alles. Ég var hæstánægður.

Capturing the Friedmans
Úff marr! Alveg stórmerkileg mynd sem ég mæli með að allir sjái. Vil ekki segja meir ... algjör snilld.

The Shape of Things
The one that got away ... ég bjóst ekki við neinu af þessari mynd og það er kannski þess vegna sem hún kom mér mest á óvart. Ég hef ekki verið ötull aðdáandi Neil Labute hér áður fyrr, en þessi mynd fannst mér alveg frábær. Mjög óvenjulegur tökustíll og skemmtilega öðruvísi klippingar og svo handrit sem kýlir mann beinlínis í magann þegar fer að líða á myndina. Mögnuð mynd, vægast sagt! Og glæsilega leikin - Paul Rudd og Rachel Weisz sýna á sér hliðar sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til! Mæli með þessari fyrir alla.

Þá er ég búinn í bili en vil enda þetta á því að minnast á Baldvin. Og á hann hefur nú verið minnst.