9/30/2006

My divazzzz!



Ég var að horfa á síðasta þáttinn af Veronicu Mars - Season 1. Ég á alveg heila seríu eftir. Og þriðja serían er að byrja í næstu viku í útlandinu! Omg! Þetta er svo spennandi og skemmtilegt! Veronica Mars er orðinn einn af uppáhaldssjónvarpskarakterunum mínum ... u know, all time! Hún er þarna uppi með Mulder og Scully, The Log Lady, Newman, Patsy og Eddie og Titi-Kaka, Bunifu Latifuh Halifuh Sharifu Jackson, Silvíu o.fl. o.fl.!!! (Ég myndi bæta Horatio Cane á þennan lista en sannleikurinn er sá að ég hef bara séð einn þátt af CSI Miami ... en það var nóg). Veronica er svölust og kúluðust og bestust!

But that's in the TV-world. Sú sem er án efa svölust og kúluðust og bestust í alvöru-heiminum er Kelis Jones (a.m.k. í augnablikinu). Ég er að hlusta á alla diskana hennar shufflaða í tilefni þess að hafa keypt mér nýjustu afurð hennar, Kelis Was Here. Ég hef þessa kenningu að Kelis sé hvorki að taka sjálfa sig né tónlist sína alvarlega. Að þetta sé allt stór, mikill brandari sem fólk annað hvort skilur eða ekki. Hún er tongue-in-cheek en samt ekki of mikið, þetta má ekki fattast. En ef við lítum yfir feril hennar, útlit hennar, lög hennar (sérstaklega næstsíðasta lagið á nýja disknum), textana hennar ... þá finnst mér þetta ansi augljóst.

Ég meina, she's the bitch y'all love to hate!

Svo er Scissor Sisters diskurinn líka mjög skemmtilegur! Jei!

9/24/2006

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin

Ég verð nú bara að segja, eftir að hafa skoðað bæklinginn um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina, að hún lítur út fyrir að vera öll hin glæsilegasta í ár. Bæklingurinn er a.m.k. þannig upp byggður að maður fær á tilfinninguna að þetta sé "alvöru" og "merkileg" kvikmyndahátíð - eitthvað sem við Íslendingar þekkjum kannski ekkert allt of vel. Hins vegar get ég ekki neitað því að ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir flestum myndanna sem verða sýndar þarna, en það er bara mitt vandamál.

Ég ætla samt að sjá Shortbus eftir John Cameron Mitchell, manninn sem ER Hedwig, og svo er ég ofsalega spenntur fyrir miðnæturbíóinu þar sem Jodorowsky myndirnar El Topo og The Holy Mountain verða sýndar. Holy Mountain meira að segja á 35mm filmu! Ég er því miður bara búinn að sjá Santa Sangre eftir þennan mann en mér fannst hún alveg mögnuð svo ég bíð spenntur eftir þessum. Og svo er líka eitthvað svo kúl við það að fara að sjá miðnætur-double-feature. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með miðnætur prógrammið hans Páls Óskars í ár. Í fyrra sýndi hann tvær klassískar hryllingsmyndir, Night of the Living Dead og The Texas Chain Saw Massacre, en núna ætlar hann að sýna styttar súper 8mm myndir og svo Barbarellu sem, þrátt fyrir marga kosti, er afskaplega lélegt dæmi um flottar myndasögumyndir þessa tíma. Hann ætti frekar að taka sig til og sýna Danger: Diabolik eftir Mario Bava, sem er miklu flottari, betri og skemmtilegri en Barbarella.

Það hlýtur þó að koma að því að fólkið sem stendur fyrir miðnætursýningunum sýni almennilegar miðnæturmyndir. Páll Óskar veit a.m.k. hvað hann er að gera með því að sýna cult b-myndir, en mér finnst svolítið hæpið að Jodorowsky sé settur í svoleiðis flokk. Ég legg til að miðnætur-double-feature næsta árs verði The Beyond + Murder Rock eftir Lucio Fulci (hvað betra til að koma sér í stuð seint á laugardagskvöldi en Murder Rock, a.k.a. Slashdance, með ótrúlegustu diskótónlist sem heyrst hefur!) eða bara Grease + Xanadu?