10/26/2003

Update

Heimska enetations-commentakerfið mitt var ekki alveg að gera sig ... ég vissi t.d. ekki að heilar 2 manneskjur voru búnar að kommenta hjá mér! Ein meira að segja tvisvar! (takk Sandra! :D)

Ég hef því komið upp haloscan kerfi aftur. Æði sæði!

Vika dauðans

... tekur nú við ... því miður. Skólinn er bókstaflega að drepa mig! Ég afsaka litla bloggun (ahemm ... veit ekki hvort ég þarf nokkuð að afsaka ... er einhver að lesa þetta?!) en samt sem áður er ég búinn að sjá fullt af myndum. Gaman gaman. Þar ber hæst að nefna KILL BILL Vol. 1 sem er náttúrulega bara æðisleg mynd í sjöunda veldi. Ég elska sérstaklega Daryl Hannah ... hún er übercool. Og Quentin Tarantion fær plús frá mér fyrir að koma inn smá tribute til Dario Argento með því að fá lánað flottasta skotið úr OPERU (sem er btw. uppáhalds Argento myndin hans Tarantinos :P) Ég elska Dario Argento.

Og ég er búinn að vera með TWISTED NERVE themeið hans Bernard Herrmanns á heilanum síðan ég sá myndina. Ógisslega flott. Önnur flott Herrmannísk tónlist er í myndinni ARMY OF DARKNESS, eða The Medival Dead, sem er þriðja og jafnframt skemmtilegasta Evil Dead myndin. Þar berjast Joe LoDuca og Danny Elfman um tónlistina og hafa báðir vinninginn. March of the Dead eftir Elfman er flott stef, en það sem LoDuca samdi er í trailernum fyrir CUTTHROAT ISLAND og ég varð ástfanginn af þeirri tónlist the moment I heard it ... Bruce Campbell er líka bara guðlegur leikari og óeðlilega fyndinn.

Svo ákvað ég að festa kaup á INDIANA JONES safnið í dag, áður en það hækkar í verði. Get samt ekki horft á myndirnar fyrr en eftir Viku Dauðans ... ohhhh ... djöfull. Hlusta bara á Fleetwood Mac og Tracy Chapman á meðan ég skrifa sálfræðiritgerðina og bíð þess að geta lifað aftur!

10/18/2003

Whoa ...

Já, ég get bara ekki annað sagt en "whoa ..."

Ég var að enda við að lesa núll-stjörnu gagnrýni Roger Ebert á endurgerðinni af The Texas Chain Saw Massacre (sem heitir reyndar The Texas Chainsaw Massacre ...) og maðurinn tók myndina virkilega illa í gegn. Mér leið bara illa fyrir hönd þeirra sem gerðu myndina. Og þetta kom sérstaklega á óvart þar sem þetta er fyrsta neikvæða gagnrýnin um þessa mynd sem ég hef lesið! Flestir virðast vera vel sáttir við endurgerðina (eitthvað sem gerist ekki oft) svo það kemur ekki á óvart þótt maður sjokkerist þegar maður les: "The new version of "The Texas Chainsaw Massacre" is a contemptible film: Vile, ugly and brutal. There is not a shred of a reason to see it. " ... sem þýðir náttúrulega á mannamáli að ég hreinlega VERÐ að sjá hana núna!

Áðan fór ég á Spy Kids 3D í bíó með systur minni og litla frænda. Ég verð bara að viðurkenna að þessi mynd kom mér soldið á óvart - hún var bara rosalega skemmtileg. Ég var alveg að fíla það þegar krakkarnir surfuðu á bráðnu hrauni í þrívídd - leið eins og litlum krakka, voða voða gaman. Veit samt ekki hvort þrívíddin sé framtíðin ... var samt flott á köflum.

Svo keypti ég mér The Evil Dead Trilogy í gær - þrjár æðislegar myndir í einum pakka! Sérstaklega er Army of Darkness mergjuð, enda endlaust hægt að quota úr henni: "Yo! She-bitch!"

Quote dagsins: "Shop smart. Shop S-Mart!"

ps. er svo búinn að bæta Söndru inn á linkalistann :)

10/14/2003

Skammdegisþunglyndi?

Oj hvað ég er eitthvað óendanlega latur. Ætli þetta sé ekki bara skammdegið? Veitiggi ...

Ég hef ekki farið í bíó í grilljón ár og ekki að undra - það er nákvæmlega EKKERT skemmtilegt í bíó. Næsta helgi verður reyndar athyglisverð. Ekki bara kemur Kill Bill í bíó, heldur fer ég líka með frænda mínum og systur minni á Spy Kids 3D. Ég er lúmskt mjög spenntur að sjá Spy Kids 3D bara vegna þess að mig langar svo að sjá þrívíddarmynd í bíó og hefur langað til síðan ég var svona 4 ára. Heppið fólkið sem gat farið á Jaws 3D eða Freddy's Dead The Final Nightmare í bíó!

Hef samt horft á einhverjar myndir ...

* Matrix Reloaded: Sko, ég ætla bara að fara out on a limb hérna og lýsa því yfir að mér finnst þetta æðisleg mynd. Hún er ekki eins æðisleg og fyrri myndin, en æðisleg samt. Persónulega finnst mér skemmtilegra að hlusta á allt bullið í karakterunum heldur en að horfa á þá kung-fuast eitthvað. Og bardagaatriðin í þessari mynd voru frekar þreytt ... hasaratriðin hinsvegar ... úff marr ... er ennþá að jafna mig eftir bílaeltingarleikinn!

* The Hills Have Eyes: Mynd nr. 2 eftir Wes Craven á eftir hinni über-umdeildu Last House on the Left. Hills er ekki næstum því jafnhrottaleg og sú mynd, en er samt frekar nasty á sinn hátt. Týpísk amerísk fjölskylda lendir í klónum á mannætum í amerískri eyðimörk. "The lucky ones died first" segir slagorðið okkur (elska 70s explotation mynda slagorð: Last House var með "To avoid fainting keep repeating: It's only a movie ... it's only a movie ..." og Texas Chain Saw Massacre: "Who will survive and what will be left of them?!") og segir ykkur nákvæmlega hvort þið eigið eftir að fíla þessa mynd eða ekki. Svarti húmorinn hans Cravens og skemmtilegu þjóðfélagspælingarnar hans eru heldur ekki langt undan fyrir þá sem vilja meira substance :)

* Panic Room: Og fyrir þá sem vilja nákvæmlega ekkert substance, þá er Panic Room rétta myndin. Eða kannski ekki. Gerð af leikstjóra sem augljóslega telur sig yfir myndina hafinn er Panic Room svaka flott og jafnvel svaka spennandi en lifnar aldrei við. Fincher ofgerir "ósýnilegu" tæknibrellunum og ég einfaldlega fatta ekki hvað hann var að gera með að leikstýra þessari mynd þar sem það er svo greinilegt að honum finnst hún ekki nógu góð fyrir egóið sitt. En fyrir þá sem nenna ekki að spá í svoleiðis og vilja bara spennandi mynd, þá er Panic Room góð til síns brúks.

* Börn náttúrunnar: Þá er maður loksins búinn að sjá hana þessa og tími kominn til! Þó svo ég geti ekki ausað yfir myndina lofsyrðum og dregið til baka allt sem ég hef sagt um íslenskan kvikmyndaiðnað, þá verð ég að viðurkenna að a.m.k. er ég ennþá að hugsa um þessa mynd í dag sem er meira en ég get sagt um Hafið ... Flott, sæt og dularfull mynd sem gerir aðeins of mikið í því að þykjast hafa svakalega djúpan boðskap.

Quote dagsins: "If one good deed in all my life I did, I do repent it from my very soul."

10/07/2003

Veikindi

Sem betur fer eru þau búin! Síðustu rúmu vikuna hef ég ekki getað talað né borðað vegna "sýkingar í hálskirtlum". Var vægast sagt ógeðslegt. Er núna önnum kafinn við að koma lífinu aftur á rétt ról - hef t.d. misst af ÖLLU í skólanum. Var að lesa yndislega ljóðabók eftir Kristínu Ómarsdóttur - Lokaðu augunum og hugsaðu um mig - og reyni nú að finna eitthvað um þessa mögnuðu konu til að setja í heimildarskrá ... tough luck ... Æi, samt, þegar maður er að hlusta á White Flag með Dido og veit að Christine eftir Stephen King bíður manns eftir bara smá meiri lærdóm, þá líður manni betur :)

Annað sem veikindi gera manni er að þau neyða mann til að horfa á ógrynni af videoi. Ég er búinn að horfa á tonn af myndum um helgina. Nenni ekki að fara í þær í e-um smáatriðum, svo þið fáið bara smá mini-reviews:

* The Texas Chain Saw Massacre: Úlalla! Ég er orðinn ástfanginn af 70s horror-explotation-myndunum! Æðisleg mynd fyrir þá sem geta haldið hana út. Næst verður The Hills Have Eyes ...

* Death to Smoochy: Ekki eins fullkomin og War of the Roses, sem Danny DeVito leikstýrði líka, en hvernig er ekki hægt að fíla mynd um geðbilaðan trúð sem reynir að drepa staðgengil sinn?

* Copycat: Allsvakalega "elegant" spennutryllir með goðinu mínu, henni Sigourney Weaver, í aðalhlutverki. Holly Hunter er líka kúl. Frekar vel heppnuð og skemmtileg mynd if u ask me.

* House of 1000 Corpses: Drasl á heimsmælikvarða. Og þessi mynd var umtöluð?! Ég get ekki neitað því að sem aðdáandi blóðs og ógeðs þá fílaði ég HO1C á köflum, en horfið frekar á Texas Chain Saw aftur ...

* Joy Ride: Virkilega góð, skemmtileg og spennandi mynd. Hljómar í fyrstu eins og hún gæti verið mesta drasl, en John Dahl er snillingur og leikararnir hans allir góðir. Með betri spennumyndum síðari ára.

* Titus: Ef hún væri ekkert annað, þá væri Titus merkileg fyrir það að vera flottasta Shakespeare-mynd sem gerð hefur verið. Fact. Fólk er reyndar ósammála um gæðin sjálf. Að mínu mati er hún líka besta Shakespeare-mynd sem gerð hefur verið. Kenneth Branagh má drepa fólk úr 4-tíma leiðindum og Baz Luhrmann má eiga sinn útúrpoppaða-kinetíska stíl. Julie Taymor, hinsvegar, hitti naglann á höfuðið.

* The Devil's Backbone: Frá leikstjóra "Blade 2" gargar coverið á DVD-disknum mínum. Ekki það að það sjáist ef maður ber myndirnar saman. Á meðan Blade 2 var ljót og leiðinileg þá er The Devil's Backbone virkilega flott og vel heppnuð draugamynd.

* Brotherhood of the Wolf: Oh hvað ég hata þessa mynd. Hún er alveg ógeðslega flott og lofar svo góðu í byrjun að maður verður bara helmingi pirraðri þegar maður kemst að því að ekki aðeins er myndin heimskulega og illa skrifuð, heldur er hún líka endalaus.

10/01/2003

So sorry

Já, ég vil afsaka lélega bloggun. Annríki og veikindi hafa ollið því að ég hef ekki birt neitt nýtt hér í háa herrans tíð! Ég ætlaði að bæta þetta með hvorki meira né minna en þremur gagnrýnum, en get því miður bara birt eina að sinni. Þið megið þess vegna búast við umfjöllunum um The Texas Chain Saw Massacre, Death to Smoochy og jafnvel Copycat hérna á næstunni.

In the meantime, here's The Life of David Gale:

Hvað skal segja ... ég hreinlega bara veit það ekki. The Life of David Galer búin til af miklu hæfileikafólki - Alan Parker hefur gert fleiri en eitt meistaraverk og leikarar á borð við Kevin Spacey, Kate Winslet og Laura Linney stíga sjaldan feilspor. Samt sem áður virðist eins og flestir séu að líta á "Gale" sem stórt feilspor. Virkilega, virkilega stórt feilspor.

Ég heyrði fyrst um þessa mynd þegar ég las núll-stjörnu gagnrýni Roger Eberts á henni. Já, núll stjörnur. Það er einkunnin sem hann tekur yfirleitt frá fyrir myndir á borð við Freddy Got Fingered ... Áhugi minn var semsagt vakinn ... og svo get ég ómögulega sleppt því að sjá eitthvað með uppáhaldsleikkonunni minni, henni Lauru Linney!

Myndin fjallar um David Gale (Kevin Spacey), háskólakennara og overall næs gæ sem verður fyrir því óláni að nánustu samstarfskonu hans, Constance Harroway (Laura Linney) er nauðgað og hún svo myrt í kjölfarið. Allt bendir til þess að Gale hafi staðið að morðinu og þrátt fyrir mótmæli hans er hann dæmdur til dauða. Og kaldhæðnin í málinu? Gale og Harroway, ásamt því að vera kennarar, voru helstu og háværustu andstæðingar dauðarefsingar í Texas!

Þremur dögum fyrir aftökuna er súperblaðakonan Bitsey Bloom (Kate Winslet) fengin til að taka viðtal við Gale og - surprise! - ekki líður á löngu þar til hún er farin að trúa á sakleysi Gale og reynir að hjálpa honum að sanna það ...

Ég held að auðveldast sé að fjalla um The Life of David Gale með því að telja upp kostina og gallana, því það er margt að telja upp ...

Kostirnir ...

* Hún er vel leikin. Ofsalega, ofsalega vel leikin. Ef ekki væri fyrir gallana, sem ég fer í hér á eftir, þá væri leikurinn í þessari mynd á óskarskvarða. Best er náttúrulega Linney, en Spacey og Winslet eru líka mjög góð.

* Hún er skemmtileg. Alan Parker er mikill fagmaður og kann bæði að taka upp og klippa myndirnar sínar. Þrátt fyrir nokkur frekar pirrandi "montage" sem splæsuð eru inn í myndina á einstaka stöðum, þá er vel haldið um myndina tæknilega séð.

* Hún vekur mann til umhugsunar. Eiginlega eru bæði stærsti kosturinn og gallinn við myndina sá sami. Greinilegt er að þeir sem gerðu "Gale" eru á móti dauðarefsingunni og ganga þeir alla leið til að koma því á framfæri. Umræður eftir myndina eru óumflýjanlegar og það er meira en flestar aðrar myndir geta sagt.

Og gallarnir ...

* The Life of David Gale er, þrátt fyrir fagmennskuna, ein vitlausasta og heimskulegast gerða mynd sem ég hef séð lengi. Þegar ég sagði að einn stærsti galli (og kostur) myndarinnar væri hversu mikið hún er á móti dauðarefsingunni, þá meinti ég það. Sko, ég er mjög fylgjandi því að kvikmyndagerðarmenn viðri skoðanir sínar í myndum sínum og hrósa ég þeim fyrir það ef þeir fara ekki í felur, en fyrr má nú vera! Boðskapnum í þessari mynd er hamrað svo hrikalega mikið inn í okkur að það vaðrar við móðgun og leiðin sem farin er til að koma skilaboðunum áleiðis er ekki bara afskaplega smekklaus, heldur alveg ótrúlega yfirgengileg. Þessi mynd skýtur svo langt yfir markið að það er ekki nokkur leið að hægt sé að taka hana eins alvarlega og hún vill.

* Ég þoldi ekki að myndin breyttist skyndilega úr vönduðu drama (já, eða svona þar um bil) yfir í háspennumynd á völdum stöðum. Og það sem verra var, var að gírskiptingin var virkilega augljós. Stundum fannst mér ég vera að horfa á aðra mynd!

* The Life of David Gale þjáist af Tónlist Dauðans sem lýsir sér í því að á völdum stöðum í myndinni (oftast þegar myndin breytist í spennumynd) verður tónlistin mjög áberandi og ekki á góðan hátt.

* Tilgangslausu aukasögurnar, eins og nemandanauðgunin og viðbrögð eiginkonunnar við því, gegndu engu hlutverki öðru en því að kreysta einhver viðbrögð úr áhorfendum. Það sem kaninn myndi kalla shameless audience manipulation!

* Kúrekinn sem hlustar á óperur ... ughhh ...

* Og það næstversta, strax á eftir því hversu heimskulega myndin var gerð, er það að allar lausnir í þessari mynd voru óþolandi auðveldar. Allar persónurnar fengu allar sínar upplýsingar færðar á silfurfati og komust að öllum niðurstöðum fljótt og áfallalaust. T.d. er kaldlynd og harðneskjuleg persóna Kate Winslet farin að trúa David Gale löngu áður en áhorfendur eru búnir að fá nægar upplýsingar til að dæma sjálfir!

Ég dáist að Paker fyrir að hafa gert myndina eftir sínu höfði og ekki dregið úr ádeilunni, en hefði handritið verið aðeins betra og aðeins minna over-the-top þá væri David Gale frábær mynd. Kannski ekki alveg Dead-Man-Walking-kalíber, en svona næstum því. Ég meina, það var engin Laura Linney í Dead Man Walking ...

Er betri en ...
* The Last Dance. Epíska stórmyndin með Sharon Stone og Rob Morrow var heimsfrumsýnd á Íslandi og komumst við því fyrst að því hversu virkilega léleg myndin var. Gleði gleði gleði.
* Murder in the First með Kevin Bacon. Ok, þessi mynd á sína fylgjendur en ég hef bara aldrei fílað hana. Leiðinleg mynd.

Er miklu, miklu, miklu verri en ...
* Dead Man Walking. Háværustu líberalarnir í Hollywood, þau Susan Sarandon og Sean Penn, fara hreinlega á kostum í þessari mögnuðu og dramatísku mynd. Kemur boðskapnum sem David Gale reyndi að berja inn í okkur á framfæri auðveldlega.
* The Shawshank Redemption. Ok, kannski ekki death-row mynd per se, en gerist í fangelsi. Og er góð. Og er með öðrum Hollywood líberalista, honum herra Sarandon, Tim Robbins.