12/28/2003

Gleðileg jól!

Ok, þetta er kannski soldið sein jólakveðja, en samt ...

Tölvan mín er ennþá dauð - en kannski ekki aldauð. Ég ætla að reyna að láta laga þetta eftir helgi. Það er alveg með ólíkindum hvað það er erfitt að lifa án tölvunnar; ég er t.d. gjörsamlega dottinn út úr öllu sem er að gerast á netinu. Hvílíkt böl! Ætli maður geti ekki notið jólagjafanna bara á meðan?

Jólagjafirnar í ár voru með besta móti. Af því sem var á óskalistanum fékk ég eftirfarandi: Tasty með Kelis, Wild at Heart (ekki beint á listanum, en DVD-mynd og eftir meistara Lynch svo það þurfti náttúrulega ekki að taka hana fram) og Dark Tower serían. Svo fékk ég ýmislegt sem ég gleymdi að setja á óskalistann eins og t.d. Elephant með The White Stripes og Two Towers löngu útgáfuna og margt, margt fleira. Já og geðveikan jakka! Og svo gaf ég sjálfum mér Írafársdiskinn þar sem enginn vildi gefa mér hann ...

Í gær sá ég svo loksins The Return of the King. Ég veit varla hvað ég á að segja ... Ok, ég get byrjað á því að segja að ég ELSKA hinar myndirnar tvær og finnst þær æðislegar, sérstaklega lengri útgáfurnar (sem bæta alveg heilmiklu við persónusköpun og overall atmospherið). En hversu góðar sem þær tvær eru þá eru þær einfaldlega eins og skugginn af The Return of the King sem er í alvöru ein stórkostlegasta og stórfenglegasta mynd sem ég hef séð lengi. Ég sat lamaður fyrir framan tjaldið og kveið því í alvörunni að myndinni myndi ljúka. Reyndar var endirinn eini gallinn við myndina (að mínu mati), en hún var soldið lengi að ljúka sér af. En kannski var það bara þreyta í mér. Skiptir engu - ég ætla aftur og get ekki beðið!

Og talandi um svo æðislega mynd, þá verður birtur von bráðar svipaður kvikmyndaannáll hér eins og í fyrra. The best and worst of everything! Ég á samt örugglega ekki eftir að nenna að leggja í þetta fyrr en tölvan kemst í lag og ég vona innilega að það gerist á næstu dögum.

12/19/2003

Stúdentar

Í dag var haldin stúdentaútskrift í MH og var þar á ferð fríður hópur fólks. Ég var þarna sem kórmeðlimur. Dúx ársins var Líney Halla og var hún með 9,82 í meðaleinkunn! NÍUKOMMAÁTTATÍUOGTVO! Pælið í því! Þar af tók hún einhverja grilljón stærðfræðiáfanga og fékk 10 í þeim öllum! Ég rétt komst í gegnum einn ... Líney, my hat goes off for you. Óska henni innilega til hamingu, sem og öllum hinum stúdentunum (þar á meðal Jóni Steinari, Sigríði Ásu, Ingrid, Önnu T, Áu, Lilý og þeim sem ég er að gleyma ...)

Nú langar mig samt líka að útskrifast. Svei, það verður ekki fyrr en eftir ár.

Svo átti ég stefnumót með Siggu í dag og við versluðum einhverjar jólagjafir. Þetta er að verða með ólíkindum erfitt fyrir mig þar sem ég sé tilvaldar jólagjafir fyrir sjálfan mig á hverju strái. Það hlýtur því að vera soldið leiðinlegt að versla með mér fyrir jólin þar sem ég næ alltaf að troða inn "mig langar ógeðslega í þennan disk" eða "vá, er þessi mynd komin út!" við öll möguleg tækifæri. Ég get ekkert gert að þessari efnishyggju.

Ég þori ekki að tékka á því hvort tölvan sé ennþá dauð ...

12/18/2003

Lát grátkóra hljóða

Tölvan mín er dauð. Lætur a.m.k. eins og hún sé það. Hún hefur reyndað dáið nokkrum sinnum áður, en yfirleitt virkar það ráð sem mér finnst hvað best; að sofa aðeins á málinu. Ég svaf á því í gær en hún er ennþá dauð í dag. Kannski þarf málið meiri svefn.

Mér finnst alveg skelfilega leiðinlegt að blogga á aðrar tölvur en mína eigin og jafnvel að vera á netinu í öðrum tölvum en minni eigin. Ég og tölvan mín eigum það gott samband að það er auðvelt fyrir okkur að vinna saman. Í öðrum tölvum finnst mér eins og ég sé illa gerður hlutur. Ég ætla því ekki að blogga mikið þangað til málið hefur verið útsofið.

Get samt sagt ykkur það að ég fékk 8,75 í meðaleinkunn! Þar af var ein 10 (fyrir leikfimi! First time for everything, gäuä?), fjórar 9 og þrjár 8 (ein fyrir skólasókn ...) Ef skólasókninni er sleppt þá er ég með 8,85 í meðaleinkunn! Bara helvíti gott finnst mér :)

12/15/2003

Hósaddam heysaddam!

Jamz, nú hefur Saddam verið handsamaður, fúlskeggjaður og vel tenntur eins og við sáum í fjölmiðlum. Er það bara ég eða er það ekki aðeins of mikil tilviljun að þetta eigi sér stað einmitt núna? Ég meina, þetta gæti ekki gerst á betri tíma fyrir George Bush og á þetta eflaust eftir að ráða miklu í næstkomandi forsetakosningum. Ameríkanar eru vísir til að gleyma öllum saklausu borgurunum sem létust við "Frelsun Íraks" og fókusera eingöngu á þá staðreynd að Bush er maðurinn sem fann djöfulinn Saddam.

Ekki það að ég sé á móti því að kalla Saddam djöful eða því að hann hafi verið fundinn. Ég bara treysti ekki honum W og ímynda mér að hann hafi vitað hvar Saddam leyndi sig löngu áður en hann "fannst". It's all politics, folks. En kannski er ég bara vænisjúkur.

Quote dagsins:
- "Hippy, you think everything's a conspiracy."
- "Everything is!"

12/14/2003

Science Fiction Double Feature

Fór á tvær myndir í bíó í gær. Aftur. Að þessu sinni urðu tvær hryllingsmyndir fyrir valinu (hvað annað?!), þær Gothika og Cabin Fever, og voru þær báðar ágætis myndir. Gothika var reyndar betri vegna þess að Mathieu Kassovitz, leikstjórinn, skilur það ótrúleg kvikmyndataka getur gert mestu draslhandrit ágæt. Svo get ég ekki annað en klappað fyrir því þegar Halle Berry útskýrir plottið í myndinni á einfaldan hátt: "Fuck logic!"

Cabin Fever, þrátt fyrir að vera tailor-made fyrir minn smekk, gekk ekki alveg jafnvel upp. Síðustu 20 mínúturnar voru bara einhvern veginn all-over the place. Get ímyndað mér að það hafi tekið Eli Roth, þennan líka skemmtilega Íslandsvin, langan tíma að skrifa lokin. Og þetta var líka bara aaaaaðeins of Evil Dead-legt fyrir mig ... en það var örugglega tilgangurinn, held ég ...

En hvað um það. Núna verður birtur í heild sinni óskalistinn minn fyrir Jól 2003. Ég ákvað, eftir mikið pæl, að birta þennan lista vegna þess að svo virðist sem að allir eigi óskalista nema ég. Og þar sem ég bið aldrei um neitt í jólagjöf þá fæ ég aldrei neitt sem mig langar í. Ok, kannski ekki alveg - ég fæ oft hluti sem mig langar alveg í, en ekki það sem mig langar mest í, því ég hef svo furðulegan smekk að það er ekki hægt að giska á langanir mínar.

TÓNLIST

Tasty - Kelis: Ég held að Kelis sé nýja goðið mitt. Hún er bara svoooo kúl! Og Milkshake lagið hennar er flottast í heimi! "My milkshake brings all the boys to the yard and they're like iz better than your's damn right iz better than yours I could teach you but I'd have to charge!"

The Globe Sessions - Sheryl Crow: Bara af því ég á hina diskana og þetta myndi fullkomna safnið.

Whip Smart - Liz Phair: Same here. Svo eru Supernova og Nashville geðveikt flott lög. Held bara að þessi diskur sé ófáanlegur hér á landi ... :(

Eitthvað með Tori Amos: Nema fyrsta diskinn, sem ég á.

Best of Fleetwood Mac: Þennan nýjasta, sem er í Best-of rekkanum hjá Skífunni :)

Nýtt upphaf - Írafár: Guilty Pleasure ...

DVD-MYNDIR

Halloween 25th Anniversary Digimax Edition (Anchor Bay): Ok, soldið flókið þar sem það eru til 29320 útgáfur af þessari mynd. Mig langar í glænýjustu útgáfuna! Fæst hjá 2001 á Hverfisgötunni :)

The Haunting (1961): Ekkert betra en gamlar, góðar draugahússmyndir.

The Ring (USA endurgerðin): Ein af flottari myndum ársins. Önnur gæði umdeilanleg.

CutThroat Island Special Edition (Momentum): Guilty Pleasure.

Pulp Fiction Special Edition: Ekkert safn er complete án þessarar!

Svo eru ótal aðrar myndir sem mig langar í - í raun bara allt sem er ekki á þessum lista!

BÆKUR

The Dark Tower serían eftir Stephen King - Fæst öll saman í pakka hjá Eymundsson fyrir aðeins 2995 kr! ;)

Cujo - Stephen King: Já, ég er Stephen King nörd.

Dude, Where's My Country - Michael Moore: Stupid White Men var ógeðslega fyndin og skemmtileg. Þessi örugglega ekki síðri.

Miðnæturbörn - Salman Rushdie: Æi ég veit ekki af hverju, en mig langar mikið að lesa þessa bók :)

The Lovely Bones - Alice Sebold: Hljómar mjög vel. Er kannski meira bókasafnsbók samt ...

Já, þetta er jólagjafalistinn minn. Hann er reyndar ekki tæmandi, en ég yrði mjög glaður með að fá eitthvað af þessum lista :) En nú þarf ég að skella mér í vinnuna og skrópa á kóræfingu ...

12/08/2003

Bleugh

Hér verður ekkert bloggað fyrr en eftir ÍSL503 prófið á miðvikudaginn. Og varla þá, þar sem samdægurs mun Alien-safnið verða mitt. 50 klt. af aukaefni, remember!

Þá verður einnig tekið til í linkasafninu - leiðinleg blogg og blogglausblogg verða fjarlægð. Ef þið eruð áfram á þessum lista eftir breytingarnar, þá er það mikið hrós. Ef ekki ... ahemm ...

(tekið er við mútum hvar sem er, hvenær sem er ...)

12/06/2003

Drasl í bíó

Í gær fórum ég og Baldvin í bíó á Wonderland, eina ömurlegustu mynd ársins. Helsti galli myndarinnar er sá að Val Kilmer leikur aðalhlutverkið, þó hann sé vita ófær um leik og gjörsamlega snauður hæfileikum. Annar helsti galli myndarinnar var sá að aðalpersóna myndarinnar, klámkóngurinn John Holmes, var lítið annað en sorglegur vælukjói og ótrúlega leiðinlegur. Allar hinar persónur myndarinnar voru líka leiðinlegar, en í samanburði við Holmes túlkaðan af Kilmer, voru þær eins og Sandra Bernhard á sterum.

Þessi mynd er leiðinleg, ljót, heimskuleg, heimskulega skrifuð, illa skrifuð, illa gerð, vond, ljót, leiðinleg, heimsk, ömurleg og fáránleg. Sem betur fer vann ég miðana.

Á PikkTíví.

En lesið endilega greinina sem ég linkaði við Söndru Bernhard. Mjög fyndið. Sérstaklega ef þið vitið hver konan er. Eða bara skoðið þessa mynd - þið viljið örugglega vita meira um konuna eftirá ...

Og svo var ég að lesa þetta ... fannst það bara fyndið, þó svo það sé gamalt, og sem Mariuh-aðdáandi get ég ekki staðist það að birta þetta :) (skrifað skömmu eftir 9/11):

" Has what was once heartfelt and meaningful in the immediate aftermath become schlockily sentimentalized and commodified to the point of self-parody? As in the manic, shameless exploitation of heroism and patriotism that was Fox’s three-and-a-half- hour Super Bowl pregame "Tribute to Heroes"–a tribute that climaxed in that amazing moment when Mariah Carey was introduced to sing "The Star-Spangled Banner" by an announcer who felt compelled (by Mariah) to remind us that she was "the biggest-selling female recording artist in history." Thus putting all of it–9/11, heroic rescue workers, brave soldiers in Afghanistan, the war against the "axis of evil"–in the larger perspective of Mariah Carey’s recording career. That’s history."

12/04/2003

Bara 6 dagar ...

Það eru bara 6 dagar þangað til ... nei, ég er ekki að tala um síðasta prófið mitt (þó svo að það séu líka bara 6 dagar þangað til kemur að því), heldur um Alien Quadrilogy (er þetta orð?) settið sem kemur út 8. des og mun verða mitt tíunda. Níu diskar. Um 50 klukkutímar af aukaefni. Himnaríki á jörð!

Eftir að ég horfði á "Fashion Rocks" tískutónleikana sem voru sýndir um síðustu helgi í sjónvarpinu hef ég verið að hlusta mikið aftur á Kelis, en hún kom einmitt fram á tónleikunum og flutti sitt nýjasta nýtt: Milkshake. Kelis er drotting draslsins, svona trash-queen dauðans og minnir mig mikið á Beautiful Garbage plötuna, þ.e. virðist á yfirborðinu vera létt draslpopp en hefur aðeins meiri substanz undir niðri. Plöturnar hennar Kelis, Kaleidoscope og Wanderland, eru t.d. fullkomin dæmi um innihaldsrýrt gáfupopp ... þetta hljómar ekki rétt ... Allaveganna, lagið Perfect Day (sem Gwen Stefani co-samdi) er geeeeeðveikt lag! Kelis rúlar big tæm!

"Give a little love!"

Og talandi um love - ég vakti í gær langt frameftir og horfði á "Paradise Hotel" á PoppTíví. Sá þáttur er án efa mesta drasl sem hægt er að sjá á íslenskum sjónvarpsmiðlum (and that includes CSI: Miami). Samt sem áður gat ég ekki slitið augun af þessum þætti. Það var eitthvað svo ólýsanlega áhugavert við það að fylgjast með öllu þessu fallega fólki, sem augljóslega var andlega þroskaheft, gera sig að fífli fyrir framan alheim. Sérstaklega voru gaurarnir sorglegir. Uppáhaldspersónan mín var án efa Charla, sem er bitchin í seríunni. Það gæti þó breyst, því í dag sagði Fríða mér að Toni væri svona reality-show hóra, en hún var líka í Love Boat. Pælið í metnaðinum!

Minnir mig svoldið á Séð og Heyrt stelpuna fyrir svona 3 vikum. Það var 19 ára Reykjavíkurmær sem stefndi á bjarta framtíð sem módel og vonaðist til að komast í Bleikt og blátt á næstunni ...

12/03/2003

Bíóferð dauðans

Í gær fór ég á Finding Nemo í bíó og er það frábær mynd. Ellen Degeneres er kómískur snillingur, ef ekki bara kosmískur snillingur.

Það er hins vegar öllu alvarlegra það sem gerðist eftir myndina. Ég, Baldvin og Heiðdís gengum í hægindum okkar út úr bíósalnum, hlógum góðlátlega að eftirminnilegum bröndurum myndarinnar og vorum yfir höfuð í gleðivímu. Mér verður þá litið á stærðarinnar poll, ca. 5 cm í burtu frá mér. Ég hugsa með mér "Djöfull er ég glaður að hafa ekki stigið í pollinn, marr!" og við það renn ég í hálkunni og beint í pollinn.

Þetta væri nú ekki frásögum færandi ef ekki hefði verið fyrir aðra bíógesti sem urðu vitni að þessu fáránlega atviki. Ég hef aldrei skammast mín jafnmikið á ævinni. Ekki einu sinni þegar ég var að labba upp stigann í MH og datt þar, á sama tíma og bókstaflega allur skólinn var á leiðinni upp sama stiga. Það er eitthvað við að detta og blotna sem er virkilega ömurlegt ...

En það er allt í lagi því að áðan las ég betur bloggið hennar Gústu og sá þá að hún ætlar að tileinka mér smásögu sem hún er að vinna að! Vá! Smásaga um lesbíska húsmóður tileinkuð mér! En æðislegt. Fyrir þá sem vilja smá smjörþef af því hvernig hinar æðisgengnu smásögur Gústu eru, þá mæli ég með því að þið lesið söguna Erjur sem hún skrifaði fyrir nokkru - hún er stutt og ég lofa því að þið verðið pottþétt ekki svikin!

12/02/2003

Leti leti leti

Eini gallinn við það að vera ekki í mörgum prófum, er sá að maður hefur nákvæmlega ekkert að gera á milli prófa. Jú, maður gæti náttúrulega byrjað að lesa fyrir næsta próf, en - hey - við erum að tala um mig ...

Dagurinn í dag fór t.d. í það að gera ekki neitt. Ég vaknaði um hádegi. Gerði ekki neitt. Fór meira að segja í hið alræmda videosafn mitt og byrjaði að horfa á ekki bara eina heldur tvær ítalskar hryllingsmyndir, La Chiesa og Trauma, en nennti ekki að klára hvoruga. Þess á milli gerði ég ekki neitt.

Og núna er ég bara að bíða eftir því að verða þreyttur aftur svo ég geti farið að sofa. Vissulega gæti ég hringt í einhvern og fengið út á kaffihús eða í bíó, en ég hef ákveðið það í hausnum á mér að allir séu að læra undir próf og þess vegna ekki á leið út úr húsi.

Ef einhver les þetta á milli 9 og 11 í kvöld, þá má hinn sami endilega hringja. Símanúmerið er 691-9719. Ég ábyrgist þó ekki að ég fari sjálfur út úr húsi. Það er aldrei að vita nema maður byrji að horfa á næstu ítölsku hryllingsmynd ...

Jólastuð

Nú hef ég eytt síðustu klukkutímum í að skrifa jólakort á þýsku og ensku, sem svo verða send út um allan heim, og hlustað á misgóða jólatónlist á meðan. Ég held bara svei mér þá að ég sé að komast í alvöru gúddý jólastuð! Til að kóróna kvöldið fékk ég sendan pakka frá Gerber/Scheuner familíunni. Hann var troðinn af súkkulaði og öðru eins góðgæti! Æðislegur endir á mánudagskvöldi, ik?

Eina vandamál kvöldsins er það að ég fann ekki heimilsföngin hjá sumum viðtakendum jólakortanna. T.d. hef ég ekki hugmynd um hvar í Finnlandi Mira Remes býr. Ég veit að Kevin Justiniano býr í Chicago, en það hjálpar mér lítið. Og einu upplýsingarnar sem Netið gaf mér í sambandi við hina norsku Tete Corinne Blakstad voru þær að hún skrifaði undir mótmæli gegn Íraksstríðinu (gerði það meira að segja í Sviss og ég var með! - Ingen krig mot Irak!)

Ég varð því að senda þessum manneskjum aumkunarverðan email þar sem ég spurði þau út í heimilsföng sín, og eyðilagði þar af leiðandi the element of surprise hjá jólakortunum. Djöfull.

Núna er ég að hlusta á Silver Springs með Fleetwood Mac. Æðislegt lag. Ég held að ég verði barasta að setja nýja Best-of diskinn með Fleetwood Mac á jólagjafaóskalistann minn sem mun birtast hér á næstunni. "You could be my silver spring ..."

Quote dagsins er úr ítalskri hryllingsmynd sem enginn kannast við, en allir ættu að geta notið heimskulegleika þess engu að síður. Setningin er sögð þegar Liza, nýr eigandi hótels, gefur arkítektinum sínum góð ráð: "You have carte blanche but not a blank cheque!"

12/01/2003

Karl Marx og ég

Karl Marx og ég höfum sjaldan verið sammála, en skoðanir hans á trúarbrögðum eru nokkuð skemmtilegar.

Samkvæmt félagsfræðibókinni minni sagði Marx að trúarbröðg væru hæstu stig mannlegrar firringar og að þau hefðu hliðstæð áhrif og eiturlyf. Ætli maður eigi að fara að endurskoða Marx? Neiiiii, held ekki.

Og btw, þá var félagsfræðiprófið skelfilega létt. Ég kláraði það svona tuttugu mínútum fyrir próflok og leiðrétti meira að segja eina spurningu! Ætli maður sé með 10? Neiiiiii, held ekki. Það virðist vera bölvun mín í fögum eins og félagsfræði og sálfræði að fá aldrei meira en 9 þó svo ég kunni námsefnið alveg 100%. Af hverju ætli það sé? Hugmyndum ykkar verður fagnað.