Teiknimyndir og annað sjónvarpsefni
Mikki Mús er 75 ára í dag og er alveg merkilegt hvað þessi fígúra hefur lifað löngu og góðu lífi. Ég fór því að pæla aðeins ... hvað ætli teiknimyndafígúrurnar sem eru vinsælar í dag eigi eftir að endast lengi? Ætli fólk eigi eftir að muna eftir 75 ára afmæli Pokémon?
Ég meina, man einhver t.d. eftir þessum hérna? En þessum? Þessi hérna var lengi í uppáhaldi hjá mér. En man einhver eftir þeim í dag? Eða frekar - kannast nýjar kynslóðir við þessa aðila? Ég held ekki. (Mæli reyndar með því að þeir sem vilja fá smá nostalgíukast skrolli aðeins niður á þessari síðu hér - og skoði myndirnar. Ég var búinn að gleyma meirihlutanum af þessum karakterum, m.a. þessum)
Það er reyndar mikið um það að ég sé að muna eftir gömlum barnaþáttum (sérstaklega þeim sem voru á Stöð 2 hérna í den) sem enginn annar kannast við. Ég leita því hér með að öðrum aðdáendum þáttanna Punky Brewster, sem hétu víst Tinna tápmikla eða e-ð þvíumlíkt í íslenskri þýðingu. (Ég meira að segja leyft öðrum aðdáendum Tinnu að hlusta á main-themeið úr þáttunum, sem ég á :D)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home