4/14/2005

... butterflies are free to fly!

Er það bara ég eða er ekki þörf á einhverjum í Bókmenntafræði í HÍ sem les ekki Haruki Murakami, finnst Stephen King vanmetinn og hatar ekki svokallaðar "afþreyingarbókmenntir?"

Ég er sú manneskja! Og ég er mættur til að bjarga bókmenntafræðinemum frá of mikilli sjálfumgleði og snobbi með smá poppkúltúrdósi. Svo mun ég náttúrulega bjóða öllum heim í Lost-maraþon eina helgina. Þ.e. ef ég kemst ekki inn í þýska skólann.

Og til þess að móðga fleiri intellektúal hugsuði, að þessu sinni kvikmyndaspekúlanta (sem er hópur sem ég tel mig tilheyra, heimta a.m.k. að ég tilheyri!), þá ætla ég að lýsa því hér með yfir að Vera Drake sé ein ofmetnasta mynd fyrr og síðar. Er það bara ég eða eru myndir án söguþráðar allt í einu "the thing?" Ég er alveg sáttur við það svo lengi sem það sé eitthvað annað merkilegt í gangi, t.d. flott myndataka eða bara eitthvað, en myndir eins og Vera Drake og, að minna leyti, Motorcycle Diaries, sem báðar hverjar eru stór númer á kvikmyndahátíðinni í ár, eru nauðaómerkilegar myndir.

Sérstaklega Vera Drake sem hefur eiginlega enga kosti aðra en þá að hún er gífurlega vel leikin. Ef þið haldið að mynd sem gengur út á það að byggja upp yndislega konu í klukkutíma og eyðileggja líf hennar svo í klukkutíma sé skemmtileg, án þess að nokkurskonar dramatísk spenna eða sjáanlegur söguþráður sé til staðar, þá gætuð þið vel fílað þessa mynd. Ekki ég. Og svo er hún full af tilgangslausum aukasögum, sérstaklega einni stórri sem er mjög áberandi til að byrja með en hverfur svo sporlaust úr allri myndinni án nokkurra útskýringa.

Nákvæmlega sami hluturinn var gerður í Irréversible, nema hvað þar var sagan sögð afturábak, en aldrei dytti bíósnobbinu í hug að viðurkenna það að þessar tvær myndir ættu neitt sameiginlegt. Well, fuck that. Irréversible var a.m.k. með augljósan tilgang og kom skilaboðum sínum, hversu merkileg eða ómerkileg sem þau voru, á framfæri. Og hún var líka vel leikin. Vera Drake er tilgerðarleg og andlaus og kraftlaus og eiginlega bara eitt stórt spurningamerki. Hvað var Mike Leigh að reyna að gera? Og finnst fólki honum hafa tekist það? Hvað tókst honum að gera? Segja okkur að ólöglegar fóstureyðingar voru algengar um miðbik aldarinnar? Nei í alvöru? Og lentu margar góðar konur illa í því fyrir að reyna að hjálpa ungum stelpum? Þú segir ekki! Það vantar sögu í kringum þessar staðreyndir. Vera Drake er full af endurtekningum og er oft óþolandi í naiívisma sínum.

Og nei, ég er ekki orðinn über-ameríkaniseraður hálfviti sem vill bara linear-strúktúr og happy-ending. Ég meina, Dancer in the Dark gerði svipaða hluti og Vera Drake en á mun áhrifaríkari hátt. Vera Drake er bara tilgangslaus mynd sem segir okkur ekki neinn skapaðan hlut sem vert er að vita eða við vitum ekki fyrir.

Svo ætla ég ekki, ALDREI, að sjá House of Flying Daggers. Gagnrýni Ómars í Quarashi í DV (sem er reyndar gagnrýnandi sem ég hef lítið álit á) fékk mig til að taka þessa ákvörðun, enda var hann á sömu skoðun og ég á hinni gríðarlega ofmetnu og ömurlegu Hero.

Ég er búinn að vera að hlusta stanslaust á The Very Best of Elton John undanfarna daga og Someone Saved My Life Tonight er nýja uppáhaldslagið mitt. Thought I'd share ...

4/08/2005

Seríur

Kannski jólaseríur? Neiiiii!

Ég er nýbúinn að klára Dark Tower seríuna eftir Stephen King og líður svona eins og mér líður alltaf þegar ég er búinn að lesa lengri bækurnar hans (eins og The Stand eða IT) ... ég er strax farinn að sakna persónanna! Ég meina, ég er búinn að lesa ég veit ekki hvað mörg-þúsund-blaðsíður um þessar persónur og núna er sagan búin ... þetta er svolítið skrítið. Og endirinn á seríunni? Hmmm ... það er spurning.

Ég meina, King sjálfur hættir sögunni sjálfri í nokkrum blaðsíðum fyrir lokin og segir lesendum að hætta að lesa því endirinn geti ekki annað en valdið þeim vonbrigðum. Sem er satt. Endirinn er alveg svakalega ... nasty. Ekki fyrir okkur lesendur, heldur fyrir karakterana, þá sérstaklega einn karakter. En hins vegar segir King líka í eftirmálanum að þetta hafi verið eini mögulegi endirinn. Og það er líka satt, þegar maður fer að hugsa út í það ...

Ég er amk sáttur við allt nema hvernig King losaði sig við Randall Flagg og Mordred. Flagg, sérstaklega, er svo gömul persóna að mér finnst að hann hefði mátt fara ... seinna. Eða bara ekkert yfir höfuð ... Well, whatever.

Svo er það hin serían. Sjónvarpssería er þessi sería og ein sem ég hef ómögulega getað slitið mig frá síðan ég byrjaði að horfa á hana á sunnudaginn síðasta. Á þremur dögum horfði ég á 19 þætti. NÍTJÁN! Ég eyddi 8 klukkutímum einn daginn í að horfa á þessa þætti vegna þess að ég gat einfaldlega ekki hætt. Ég VARÐ að horfa áfram. Þetta hefur aldrei gerst áður ...

Þættirnir?

LOST.

Já, Lost. Þeir voru að byrja á RUV núna á mánudaginn og ef þið misstuð af fyrsta þættinum, þá VERÐIÐ ÞIÐ AÐ FINNA HANN EINHVERSSTAÐAR!¨

Þessir þættir eru ólýsanlegir. Þeir eru svo spennandi, svo vel skrifaðir, svo margslungnir og svo ótrúlega óeðlilega scary og creepy og magnaðir! Allar persónurnar eru áhugaverðar, öll plottin eru ekki bara þess virði að fylgjast með, heldur VERÐUR maður að fylgjast með þeim og svo endar hver einasti þáttur þannig að maður hreinlega verður að sjá næsta. Og meina ekki bara að þeir enda spennandi, maður einfaldlega verður að sjá næsta þátt. Ég er kominn að 19. þætti (sem heitir Deus ex Machina ... þið sem skiljið titilinn getið rétt svo ímyndað ykkur hversu margar beygjur og snúninga þátturinn tók í þessum eina kafla) og get varla comprehendað það að það er einn og hálfur mánuður þangað til síðasti þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum. EINN OG HÁLFUR MÁNUÐUR! Þetta er pynting. En svo yndisleg pynting!

Ég ætla nú ekki að fara að tala um söguna í þáttunum, ég held að það sé best að allir komi eins hreinir inn í þetta fyrirbæri og hægt er ... en ég GET sagt að þetta er mesta mind-fuck og skemmtilegasta (og flóknasta) ráðgáta sem ég hef séð í sjónvarpi síðan Twin Peaks.

Twin Peaks meets Survivor? You betcha! Nema bara ekki jafnmikið drasl og Survivor (þó mér finnist það nú skemmtilegt).

Og fyrir ykkur sem eruð komin í 19. þátt: hvað var sagt í talstöðinni? Og hver var það sem sagði það? Ég er búinn að lesa svo margar kenningar að ég veit ekki hvað ég á að halda ... en þetta er svo gaaaaaman!