11/03/2003

Merkilegir dagar

Tökur á stórmyndinni KLÖRU standa nú yfir og erum við komin langt á leið og ef allt gengur eins vel og um helgina, þá verðum við búnir innan skamms, enda fagfólk í hverju hlutverki ... já, eða svona nokkurn veginn.

Stórmyndin Klara getur hins vegar ekki breytt því að Vika Dauðans er gengin í garð með öllu sínu viðurstyggilega hafurtaski. Reyndar var einu prófi í þessari viku frestað fram á næsta mánudag, en það bætir voða lítið þar sem rétt í þessu fékk ég email frá Olgu félagsfræðikennara sem segir mér að á mánudaginn þurfi ég að mæta í próf og skila félagsfræðiritgerð sem ég vissi ekkert um. Get reyndar sjálfum mér um kennt, því ég týndi félagsfræðiáætluninni í ágúst og hef ekki nennt að fá mér nýja.

En hvernig er hægt að hafa svona áhyggjur þegar jólin eru á hraðleið? Jólaskraut komið út um allt - Kringal full af jólatrjám og alles! Og í þetta skiptið er ég ekki móðgaður út í efnishyggju og peningagræðgi Íslendinga (hohoho), enda eru þetta fyrstu íslensku jólin mín í nær tvö ár. Reyndar langar mig óheyrilega til að fara að hlusta á jóladiskinn sem ég skrifaði mér um síðustu jól og inniheldur m.a. lög eftir ekki ómerkari flytjendur en Dolly Parton, The Pretenders og Mariuh Carey og virkar á mann eins og maður sé kýldur í magann af jólunum sjálfum. Algjör stuðdiskur. Ætti kannski að skíra hann "Í Betlehem er partýstuð" ...?"

Staðreynd dagsins: Lagalega séð er Hannibal Lecter ekki geðveikur og hefði aldrei verið dæmdur á geðveikrahæli af dómara, sérstaklega ekki í Bandaríkjunum ...

Quote dagsins:
Evil-Sheila: "You found me beautiful once."
Ash: "Babe, you got real ugly ..."

Fimm aurar fyrir þá sem fatta úr hvaða mynd þetta er :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home