10/30/2004

Tilgangsminnsta færsla ever

Nemendur athugið! Atli Freyr er með lausnina!

Annars er ég að fara í vinnupartý með Eymundssonkrúinu í kvöld. Verður eflaust mikið stuð, get ekki beðið! :D

10/28/2004

Scaaaaary

Pabbi var að koma heim frá Kína og þar fór hann á algjört flug í innkaupum - og ég get sagt ykkur það að faðir minn er ekki mikill innkaupamaður, svona dagsdaglega. Á meðal nokkurra skópara og jakkafata leyndust einhverjar DVD-myndir svo nú á fjölskyldan m.a. Lost in Translation og Fahrenheit 9/11! Gaman gaman! :)

Áður en hann kom heim ákvað ég samt að gerast svo djarfur að kaupa mér Exorcist III, þar sem ég gat ekki fundið hana á neinni leigu. Reyndar var hún til sem söludiskur hjá Vídjóhöllinni, á bara 1200 kr., svo ég sló til og keypti gripinn - ég meina ég hef nokkrum sinnum keypt myndir áður án þess að hafa séð þær og hef (venjulega) ekki orðið fyrir vonbrigðum.

Ég held að ég geti með sönnu sagt að Exorcist III séu bestu "blindu kaup" mín til þessa. Váháhá hvað þessi mynd var æðisleg. Ég get ímyndað mér að fólk sé að gretta sig núna - "Exorcist III ... ég meina, vá, how low can you go (hóstExorcist2hóst) ... framhaldsmyndir eru glataðar ... blablabla." En þið hafið rangt fyrir ykkur. RANGT FYRIR YKKUR! Hananú. Þessi mynd er ein brjálaðasta hryllingsmynd sem ég hef séð. Það eru a.m.k. þrjár senur í henni sem myndu fá hörðustu horrorfrík til að fríka út. T.d. eitt atriði þar sem myndavélin er alveg kjurr í nokkrar mínútur ... og maður VEIT að eitthvað er að fara gerast ... en það gerist aldrei ... og svo þegar það gerist er það svo yfirgengilega creepy að ég get ekki tjáð það í orðum!



Scary dauðans! Ohhhh hvað mig langar til að vera ekki að vinna á sunnudaginn og halda Halloweenmaraþon og sýna nokkrar vel valdar myndir ... hvaða myndir? Please allow me to indulge myself!

Ef við gerum ráð fyrir því að maraþonið byrji í hádeginu og að síðasta myndin sé sýnd á miðnætti, þá eru þetta um 6 myndir:

Hádegið myndi byrja á
Black Sabbath eftir Mario Bava. Tilvalin mynd til að hefja leikinn, því hún er í raun þrjár stuttmyndir og inniheldur brot af öllu því besta úr hryllingsheiminum: ein dularfull morðgáta, ein vampírusaga frá miðöldum og svo ein virkilega spúkí draugasaga. Og allar líta þær náttúrulega gullfallega út!



Þvínæst myndi ég sína Poltergeist, því eins og allir vita þá er Hrekkjavaka hönnuð til að hræða á skemmtilegan hátt, og Poltergeist er hrollvekja fyrir alla fjölskylduna. Já, eða allt að því.



Þar á eftir kæmi svo náttúrulega The Nightmare Before Christmas. Skemmtilega hlið hrekkjavökunnar aftur tekin í gegn með þessari óaðfinnanlegu fullkomnun. En þar með ljúkum við barnamyndunum ...



The Fog myndi hræða athyglina aftur í fólk. Draugasaga í mjög gamaldags búning. Mjög skemmtileg og spennandi mynd. John Carpenter er náttúrulega snillingur. Og til að halda gamaldagsfílíngum í gangi þá myndi ég skella næst upprunalegu The Haunting í tækið, en hún er ennþá með betri draugahúsmyndum sem ég hef séð - og hún er frá 1963! Ótrúlega flott, svarthvít og spúkí.




Næstsíðasta mynd kvöldsins yrði auðvitað The Exorcist III. William Peter Blatty skrifaði og leikstýrði henni, en hann vann einmitt óskarinn fyrir handritið að upprunalegu myndinni og báðar myndirnar eru byggðar á bókum hans. Þó svo upprunalega Exorcist sé náttúrulega sögulega séð mikilvægari mynd, þá er ég alveg á þeirri skoðun að mynd nr. 3 sé alveg jafngóð - ef ekki betri sem hryllingsmynd. Ég var aldrei neitt sérstaklega hræddur þegar ég sá Exorcist (og nútímaáhorfendum finnst hún frekar fyndin en eitthvað annað). En Exorcist III er guðdómlega óhugnaleg. Mynd sem fólk þorir ekki að sofa eftir ... og svo er hún líka svo ólík upprunalegu myndinni að það ætti varla að kalla hana "Exorcist" ... kalla hana bara Legion, eins og bókina!



Lokamynd kvöldsins þarf varla að nefna, enda ekki hægt annað en að ljúka Halloweenmaraþoni á neinni annarri mynd en Halloween. Spennumynd af langbestu gerð og bara svo einföld í alla staði. Algjör snilld!



Jæja, ég veit að þetta voru 7 myndir, en ég gat ekki sleppt neinni úr (þurfti reyndar að sleppa allt of mörgum öðrum gæðamyndum, en það er önnur saga ...) Þó svo ég geti ekki haldið þetta maraþon þá vona ég að einhverjir eigi eftir að verða inflúensaðir af þessum lista! ;)

10/26/2004

Ouch ...

Þetta er annað hvort það fyndnasta eða vandræðalegasta sem ég hef nokkurn tímann séð.

Ashlee Simpson sýnir, ahemm, ótvíræða hæfileika sína ...

Aumingja stelpan :(

10/23/2004

Vídjóraunir

Ég var búin að ákveða að í kvöld yrði legið yfir vídjói í mestu makindum. Fyrst þurfti ég reyndar að kíkja í afmæli í smástund (til hamingju Ragga!) en ætlaði svo að fara á leigu í bakaleiðinni. Myndirnar Exorcist III og American Gigolo voru efstar á óskalista (vegna þess að ég var á Exorcist The Beginning á fimmtudaginn (léleg mynd) og varð að sjá nr. 3 til að hafa séð þær allar - og svo Gigolo vegna þess að Paul Schrader gerði náttúrulega líka Exorcist The Beginning, þó svo Renny Harlin útgáfan sé í bíó ... og ég fíla líka Cat People í botn. Og Call Me með Blondie. Og Giorgio Moroder. Ef þið botnið eitthvað í því sem stendur innan þessa sviga þá eruð þið mjööööög svöl!).

Anyways, ég var alveg búinn að gíra mig upp í Exorcist III með því að horfa á originallinn í dag (algjört meistarverk!) og var orðinn frekar spenntur, því þó svo gagnrýnendur séu margir á því að EIII sé léleg mynd þá hefur hún öðlast smá cult-status í gegnum árin og þykir víst mjög vanmetin. Fyrir utan það er þetta ein af þessum myndum sem ég hef séð oft og mörgum sinnum á vídjóleigum. Hef örugglega aldrei ekki séð hana innan um gömlu hryllingsmyndirnar. Kvöldið var semsagt pottþétt.

En þá hófust vandræðin. Fyrst hringdi ég upp í Bónusvídjó en þá var eintakið þeirra skemmt. Ok. Ég ákvað því að fara á Vídjóhöllina í Lágmúla, þar sem ég var nálægt henni. Þeir eiga allar myndir. En nei. Hún var týnd. Hún hlýtur samt að vera til í Sælgætis-og Vídjóhöllinni í Garðabæ, svo ég keyrði þangað. Ég mætti á slaginu 23.30, nákvæmlega þegar verið var að loka. Djöfull. Best að fara á Skalla í Hafnarfirði, þeir eru með svo mikið úrval. Eða þannig. Skalli er víst ekki lengur Skalli heldur Snælandsvídjó og er þ.a.l. einungis með generic úrval af allra nýjustu myndunum, sem er sama og ekkert úrval í mínum augum. Ég ákveð því að kíkja á "Myndir og meira" sem er ný leiga þar sem Músík og myndir og fleiri leigur hafa verið á Reykjavíkurveginum. Þar er örlítið meira úrval, en allt í kaosi svo ég spyr afgreiðslumanninn hvort hann eigi Exorcist III og þá byrjar hann að skamma mig fyrir að vilja sjá "verstu myndina í seríunni". Hann hefur greinilega ekki séð Exorcist II: The Heretic, því það getur fátt verið verra en hún. Ég er ekki í neinum vafa um að sú mynd sé versta myndin í seríunni. En skiptir engu, Exorcist III var ekki til. Ég nennti því ekki að halda vídjóleit minni áfram og fór því heim með enga mynd og frekar fúll. Nú get ég ekki horft á neitt ...

... ég á reyndar eitthvað um 200 myndir hérna heima ... hmmmm ...

Tengsl milli kvikmyndagerðarmanna og bíógesta rofin?

Í lesbók Morgunblaðsins í dag var grein eftir Skarphéðinn Guðmundsson sem kastaði fram þeirri spurningu af hverju íslenskir bíógestir færu frekar að sjá amerískar draslmyndir á borð við Harold and Kumar go to White Castle í stað "draumkenndra" dramatískra mynda á borð við Næsland. Af hverju vilja Íslendingar ekki lengur sjá íslenskar kvikmyndir? Skarphéðinn segir m.a. að ástæðan gæti legið í þeirri staðreynd að kvikmyndagerðarmennirnir reyna engan veginn að höfða til áhorfenda sinna, og finnst mér hann hafa hitt naglann beint á höfuðið þar.

Hvað ætli mörg prósent af íslenskum kvikmyndum séu "draumkennd" drama? Svona 85%? Meira? Hvenær hefur Friðrik Þór ekki gert draumkennt drama? Er það ekki hugsanlegt að íslenskir áhorfendur séu búnir að fá meira en nóg af þessari einhliða kvikmyndagerðarstefnu? Meira að segja þegar reynt er að gera "öðruvísi" myndir, þá eru þær samt alltaf eins. Í raun eru bara til tvær tegundir af íslenskum kvikmyndum: hádrama og gamansamt drama. Ég spái því að hver sá sem þorir að gera einhverja afgerandi "tegunda"mynd (þ.e. genre-mynd) eigi eftir að meika það big tæm hér á landi! En það þarf einhver að taka af skarið ...

10/19/2004

Um stúdentafíaskóið

Mér finnst ég bara verða að koma því á framfæri hversu yfirnáttúrulega hallærislegt það er að útskrifast þriðjudaginn 21. desember. Hver útskrifast á þriðjudegi?! Jú, haustútskriftarárgangur MH. Að það hafi ekki verið hægt að færa prófin nokkrum dögum fyrr og þar með hafa útskriftina um helgi, þegar fólk er ekki á fullu að vinna nokkrum dögum fyrir jól (þremur dögum, nánar tiltekið), er mér óskiljanlegt.

Þetta er mjög eyðileggjandi fyrir allt stúdentabatteríið. Það er búið að hálfeyðileggja veisluna - núna verður hún að byrja eftir vinnu og fólk getur ekki einu sinni fengið sér í glas því allir þurfa að vinna daginn eftir - og stúdentarnir geta ekki einu sinni farið út í bæ um kvöldið með flottu húfurnar sínar eins og gengur og gerist, nema þeir vilji vera aleinir úti í bæ. Og fara svo heim kl. 01 þegar allir staðirnir loka. Og jú, svo þurfa þeir líka án efa að vinna daginn eftir. Hið klassíska lag Jóns Gnarr á reyndar skelfilega vel við þessar aðstæður: "hversu lengi má ég bíða ... fram á þriðjudagskvöld óóó fram á þriðjudagskvöld!" Ughhhhh ...

Svo er Halloween á næstu grösum! Maður þarf að búa til lista yfir hryllingsmyndir til að horfa til að komast í réttan fíling ... nánar um það síðar!

10/18/2004

Tvær stjörnur!

Var að koma heim af Cellular með BKS. Það voru skiptar skoðanir á þeirri mynd. Mér fannst hún skítsæmileg (með áherslu á skít) tveggja stjörnu mynd. Baldvin sagði BOMB, alá Martin (borið fram á franskan máta) og fannst þetta lélegasta mynd sem hann hafði séð lengi. Ég get ekki verið sammála - ég sá bæði Næsland og Resident Evil 2 í vikunni. Þó svo það hafi ekki verið neitt sérstaklega gott við þessa mynd þá hafði ég gaman af Kim (as in Basinger) og fannst meira og minna allt sem viðkom henni uppi á háalofti skemmtilegt. Allt annað var frekar mediocre. En ekki leiðinlegt. Tónlistin var reyndar ÖMURLEG! Vægast sagt.

Ég var reyndar svolítið spenntur fyrir þessari mynd. Ekki bara vegna þess að hún fékk góða dóma, heldur vegna þess að ég er soldið veikur fyrir svona símamyndum - Black Christmas ... When a Stranger Calls ... jafnvel Scream myndirnar. Black Christmas er náttúrulega guðmóðir allra þessara mynda (og langbest hvað varðar misnotun á síma). When a Stranger Calls á bestu byrjunar-og lokasenurnar, en allt sem er þar á milli er frekar mikið bleugh. Scream er náttúrulega bara Scream. Nuff said.

Cellular er ekki mjög góð símamynd en er með alveg frábæra símahugmynd; þ.e. konu er rænt og hún hringir í e-a ókunnuga manneskju sem þarf svo að hjálpa henni. Einföld en áhrifarík hugmynd. Eitthvað Hitchcockískt við hana. En, alas, nei. Í staðinn fáum við ótrúlega óáhugaverða söguframvindu. Nú langar mig að gera góða símamynd.

10/15/2004

Bíóblogg

Jahérna, hvað ég er búinn að vera duglegur við að fara í bíó síðustu daga ... Í gær, þegar ég hafði einmitt ekkert að gera sbr. síðustu færslu, ákvað ég að fara í bíó. Einn. Á Næsland. Ég entist ekki nema fyrri helming myndarinnar, enda sjaldan sem ég hef séð jafnóáhugaverða byrjun á kvikmynd. Ekki það að myndin hafi verið leiðinleg per se, heldur bara afskaplega uninteressant. Mér gat ekki staðið meira á sama um hvað myndi gerast næst. Svo ég gekk út. Maður getur leyft sér svona þegar maður fær frítt í bíó ...

Þar með lauk samt sem áður ekki bíóævintýri miðvikudagsins. Nehei. Ég ákvað að fara á allt öðruvísi mynd í staðinn: Resident Evil: Apocalypse. Sú mynd var vægast sagt "stunningly awful". En samt ekki jafn óáhugaverð og Næsland, hence ég entist þessa til endaloka. Mér fannst reyndar fyrri Resident Evil myndin nokkuð skemmtileg, en þetta var nú frekar mikið rusl. Gaman að sjá smá Tomb-Raider-takta í Millu og konunni sem lék Jill Valentine (brilliant karakternafn, btw), en hríðskotara-klippinging var frekar pirrandi. Og endirinn. Guð, endirinn ...

Svo fór ég áðan á myndina Shark's Tale! Það var bara nokkuð skemmtileg mynd. Langt síðan ég hef farið á tölvuteiknimynd. Og Sveinbjörn bauð mér! Dankeschön, Sveinbjörn! Gaman að sjá barnamynd þar sem óspart er vísað í Jaws, The Godfather og The Ring ... hvað ætli margir krakkar fatti þá brandara? Ég held t.d. að fullt af fólki hafi hlegið án þess að vita af hverju þegar einn hákarlinn fór að tala um theme-song hákarlanna (þ.e. Jaws-stefið ...)

Djöfull langar mig samt að sjá Saw. Og Sky Captain and the World of Tomorrow. Og svo bara Cellular á morgun? Eða Anacondas, jafnvel! Hahahahaha. Nei. Cellular.

10/13/2004

I'm restless. I can't help it!

Djöfull er maður eitthvað eirðarlaus þegar kemur að vetrarfríi. Ég veit ekkert hvað ég á að gera og nenni ekki að gera neitt. Mig langar samt í bíó. Hver kemur í bíó? Ég ætti samt að lesa í e-i bók. Nenni því ekki. Gæti gert söguverkefni. Nenni því ekki. Gæti lesið fyrir þýsku. Glætan. Ég held að bíó sé málið.

ps. þið ykkar sem eruð álíka eirðarlaus og ég - úr hvaða mynd er fyrirsögnin? :P

10/11/2004

Hlustaðu á hljóðið ...

Djöfull ætlaði ég að vinna þennan 166.000 kall! DJÖFULL DJÖFULL DJÖFULL!

Annars er ég kominn með iPod. Það er snillllllldartæki og mjöööööög skemmtilegt. Ég er á fullu að hlaða inn lögum - búinn með allt sem er á tölvunni og er byrjaður á geisladiskunum. Scisser Sisters eru að hlaðast inn as we speak!

Og vitiði hvaða mynd er 99,9% hljóðsett og EIGINLEGA alveg tilbúin?! ... ;)

10/07/2004

Klara

Believe it or not, en stuttmyndin Klara er ALVEG AÐ VERÐA BÚIN!

Þið munið kannski (eða kannski ekki) eftir þessari færslu hér sem er mjööööög gömul og tala ég einmitt um hvar verkið verður sýnt ... hmmmm ... hugmyndin sem kom fram þarna í den er ekki beint líkleg í dag ...

Það eina sem á eftir að gera er að klára hljóðsetninguna, sem er btw eiginlega alveg búin, og svo að láta semja tónlist! Ekki var það flóknara! Jólamyndin í ár? Það er aldrei að vita ...

Og svo þegar ég er búinn að kaupa mér Powerbook tölvuna sem mig langar svo í (hún er 100.000 kr. ódýrari í USA - pælið í ÞVÍ!) þá getið þið öll fengið meistaraverkið á DVD. Eigulegri mynd get ég ekki ímyndað mér. Forpöntun er hafin í síma 6919719 og í gegnum kommentakerfið. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

10/04/2004

Og rétt í þessu ...

... var ég að lesa að Janet Leigh var að deyja! Æi ...

Geðveik helgi

Það er ekki annað hægt að segja en að síðastliðin helgi hafi verið neitt annað en geðveik, og þá á alla mögulega vegu.

Föstudagskvöldið byrjaði rólega í mjög kósý afmælismatarboði hjá Lindu og Bjössa (Linda varð 20 í gær - til hamingju með það! :*) þar sem boðið var upp á mjög ljúffenga pizzu og æðislega eplaköku. Við horfðum m.a. á Idolið sem, þrátt fyrir að hafa verið frekar sorglegt, var nokkuð fyndið.

Svo var stefnan tekin í partý til Jóa Kalla í Skipholtinu. Þar var stuðið byrjað áður en ég kom, en ég var fljótur að koma mér í gír með ódýru hvítvíni og captain í kók (mæli reyndar með hvorugum drykknum ...) og svo var stefnan tekin á Jón Forseta í eitthvað smá djamm, því morguninn eftir þurftum við að vakna snemma og hjálpa Rauða krossinum að safna pening! Djammið á Jóni entist frekar stutt því upp komu vandamál með skilríki og löggan mætti á staðinn og svoleiðis skemmtilegheit, svo ég nældi mér far í Garðabæinn með Valda sem er búinn að vera nágranni minn í 6 ár en ég fatta fyrst hver var fyrir rúmum mánuði. Það eru svo sterk nágrannatengsl hér í Garðabænum :P

Anyways, við vöknuðum öll mishress á laugardeginum og gengum til góðs fyrir Rauða krossinn. Göngutúrinn sá var einstaklega fínn, enda veðrið frábært. Svo kom hápunktur helgarinnar, Sumarbústaðaferð Dauðans Part 2! (Sumarbústaðaferð Dauðans Part 1 var fyrir ca. mánuði). Að þessu sinni hélt hópurinn, þ.e. krakkar úr Ungliðahreyfingu Samtakanna '78, upp í Biskupstungur í rafmagns-og vatnslausan sumarbústað, sem var samt sem áður svakalega kósý (courtesy of Magnömmu hennar Birnu. She fights crime). Gjörsamlega brilliant ferð í alla staði. Skál fyrir því! :P

Ferðin endaði á mjög týpískan máta. Ég var á bíl, þ.e. litlu Mözdudruslunni, og eins og þeir sem í hana hafa farið vita, þá eru ýmsir vankantar á henni. M.a. dekkin, sem eru alltaf nokkuð (mikið) lin. Alllllllaveganna, þá erum við Valdi, Jói Kalli og Atli búnir að keyra í nokkurn tíma þegar bíllinn byrjar að vagga mjög skringilega - svona eins og dekkin séu ekki almennilega föst undir honum. Soldið eins og að keyra á skautasvelli. Ég með mína yfirnáttúrulegu bílaþekkingu og kommon sens ákveð að þetta sé allt útaf vindinum (sem var reyndar mjööööög sterkur). Þegar við erum búnir að keyra svona alveg til Hveragerðis er okkur mjög vinsamlega bent á það af öðrum bílum með okkur í umferðinni að það er eitthvað meira að en bara vindurinn. Við stoppum bílinn og sjáum að eitt afturdekkið er gjörsamlega tómt!

Til þess að gera langa sögu stutta þá pumpuðum við lofti í dekkið í von um að það myndi virka a.m.k. til Reykjavíkur, en ekki varð okkur að ósk okkar því það gjörsamlega tæmdist í því sem við vorum að keyra í bæinn, svo við þurftum að sýna snilldartakta og skipta um dekk. Ólíkt því sem margir myndu halda, þá tókst okkur fjórum strákunum úr Ungliðahreyfingunni að skipta um dekkið á auðveldan og fljótan hátt! Og á varadekkinu komumst við á leiðarenda.

Og þar með lýkur þessari helgarsögu. Hananú. Vonandi er hún skemmtilegri en ég held að hún sé ...