7/22/2004

Jerry Goldsmith er dáinn

Eitt besta kvikmyndatónskáld allra tíma er látið. Jerry Goldsmith hefur verið einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum í nokkur ár og þess vegna eru þessar fréttir vægast sagt leiðinlegar. Hann var einn af frumkvöðlum óhefðbundnar, módernískrar tónlistar í kvikmyndum og samdi mikið af betri kvikmyndatónlist allra tíma.

Ég ætla því að telja upp uppáhaldsverkin mín eftir manninn góða:

The Haunting
The Mummy
Mulan
L.A. Confidential
Congo
Basic Instinct
Total Recall
Legend
Poltergeist
Alien
The Omen

Það væri auðvitað hægt að nefna óteljandi fleiri myndir (eins og t.d. Chinatown eða Planet of the Apes) en þessi verk voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Basic Instinct, Legend og Alien eru að mínu mati fullkomnar hvað varðar tónlist. Goldsmith RIP.

7/12/2004

Haarid

Ekki trúa því sem gagnrýnendur eru að segja um Hárið (eða Haarid eins og Cecilie ber það fram.) Þessi sýning er snilld. Frábær. Vel leikin (gogo Selma), vel sungin (gogo allir) og ótrúlega skemmtileg! Gagnrýnendurnir eru eitthvað að gera í buxurnar með þessu ...

7/07/2004

PJ Harvey

Er einhver kvenrokkari flottari en PJ Harvey? Ég held ekki. Ég viðurkenni það fúslega að ég er kannski aðeins meiri aðdáandi Liz Phair þegar kemur að kvenrokkinu (Tori Amos, Sheryl Crow og Fiona Apple eru kannski ekki beint partur af sömu bylgju), en Polly Jean Harvey er svölust, það verður nú bara að segjast. Rid of Me er alveg fáránlega töff lag.

Cecilie Dyngeland er komin í heimsókn frá Noregi. Kom tveimur dögum eftir að gestafjölskyldan mín frá Sviss kom til landsins. Þessir dagar eru þess vegna svolítið nostalgíukast. Við erum t.d. búin að horfa á eitthvað af því mikla myndefni sem ég tók upp í Sviss og hlæja að því hvað við orum hallærisleg, þá sérstaklega ég. Gaman að því.

7/01/2004

VOICE/OVER

Að lesa texta inn á myndefni er alls ekki jafn auðvelt og það virðist. Reyndar er það helvíti erfitt. Þótt mér finnist mér hafa tekist vel upp þá finnst mér lokaútkoman venjulega hryllileg - svona eins og Sigurður Richter á deyfilyfjum. Galdurinn er víst að maður á að brosa þegar maður talar, en það er erfitt að finna eitthvað til að brosa yfir þegar maður er lokaður inni í litlum, hljóðeinangruðum klefa sem gæti allt eins verið riggaður með gaskútum eða þaðanaf verra. Cue "Ach, nein!"-comment með rödd Rabbi Rosenbaum.

Reyndar get ég brosað yfir því að ég fékk útborgað í dag! Það er alltaf gaman að fá útborgað! Ég fór út í Kringlu áðan gallharður í ákvörðun minni um að kaupa mér eitthvað á megamixinu hjá Skífunni, en kom sjálfum mér á óvart þegar ég, með vasana fulla af peningum, fann fyrir engri löngun til að festa kaup á nokkurn skapaðan hlut. Svei mér þá. Ætli ég sé að verða duglegri með peningameðhöndlun? Hef ég lært mína lexíu í spardómi? Það er barasta aldrei að vita!

Og þó ... ég pantaði sjö hluti af Amazon.com á netinu í gær ... og 2001 ehf. er alveg svakalega spennandi kostur nú þegar ég þarf lítið að vinna á morgun ... hmmmmmmm ...

Look! It's Spider-Man!!!

Ef þið hafið gaman af ofurhetjumyndum þar sem konur hlaupa inn í nærmynd og öskra hástöfum, þá eigið þið eftir að elska Spider-Man 2. I know I did.

Þessi mynd er svona soldið Evil Dead 2 á Sam Raimi skalanum. Sem er gott. Highly recommended!