You see your gypsy
Ég móðgaði hana Ingrid um daginn með því að viðurkenna það að ég fíla meira Fleetwood Mac eftir að Stevie Nicks, Lindsey Buckingham (sem er karlmannsnafn, believe it or not) og Christine McVie fóru að hafa meiri áhrif á lagasmíðar en gömlu kallarnir. Ég efast ekki um ágæti hljómsveitarinnar fyrir þann tíma, en það eru fáar flottari söngkonur en Stevie Nicks - og lög eins og Dreams, Gypsy og Seven Wonders eru bara to die for!
Helgin nálgast og hápunktarnir verða amk tveir: á föstudagskvöldið fer ég í Laugardalshöllina að sjá Todmobile spila með sinfóníuhljómsveitinni og svo fer ég eitthvað í sumarbústað að skemmta mér með Siggu og Fríðu og fleiri einstaklingum sem vilja koma með.
Persónulega get ég ekki beðið eftir Todmobile tónleikunum. Þetta er bara flottasta íslenska popphljómsveit fyrr og síðar - og spilar líka GOTT popp (eða klassískt popp eins og þau segja sjálf). Og að sjá þau með sinfóníunni ... gavöð ... getiði ímyndað ykkur Eldlagið eða Brúðkaupslagið með allri sinfóníunni bakvið?! Ég fæ bara hroll við tilhugsunina!
Svo má líka taka það fram að búið er að klippa svolítið af stórmyndinni Klöru og er útkoman ekkert annað en snilldarleg. Þessi mynd verður meistaraverk aldarinnar!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home