11/28/2003

Bestu plötur allra tíma

Rolling Stone birti um daginn lista yfir 500 bestu plötur allra tíma. Ólíkt þessari stelpu hér ætla ég ekki að birta listann í heild sinni, en ég fann á honum 6 plötur sem ég á:

312. The Miseducation of Lauryn Hill, Lauryn Hill
327. Jagged Little Pill, Alanis Morissette
328. Exile in Guyville, Liz Phair
373. Post, Bjork
441. Tragic Kingdom, No Doubt
477. The Score, Fugees

Allir frekar neðarlegir, diskarnir mínir. Hins vegar finnst mér það æðislegt að Liz Phair, sú stórkostlega söngkona, hafi komist inn á listann. Rolling Stone kalla plötuna hennar, Exile in Guyville, líka eina af bestu plötum ársins þegar hún kom út! Platan sem inspæaraði Liz, Exile on Main Street með Rolling Stones, er í 7. sæti listans, en ég leyfi mér að efast um það að Mick Jagger hafi jafnfallega söngrödd og Liz.

Sýnir þetta bara og sannar að Liz Phair er mesta æði í heiminum - enginn nennir bara að hlusta á hana (ég efast t.d. um að Dagga hafi hlustað á diskinn sem ég gaf henni í afmælisgjöf oftar en hálfu sinni ...) Ég var einmitt að hlusta á þennan disk í morgun og persónulega finnst mér að hann ætti að vera ofar á listanum. Allir að hlusta á Liz!

Það var þó fleira merkilegra á þessum lista. Persónulega fannst mér vanta Sheryl Crow og Fionu Apple (!!!!), en þarna voru nokkrar góðvinkonur mínar á borð við Elton John, PJ Harvey og Tracy Chapman, sem og hljómsveitir á borð við Fleetwood Mac (Rumours í 25. sæti), Pretenders og Abba. Maður tekur svona lista samt sem áður ekkert svakalega alvarlega ...

En ég meina, komm on – fyrst að MUSIC platan hennar Madonnu komst inn, þá skil ég ekki hvar Tidal eða önnur plata Sheryl eru …

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home