5/28/2004

Overload ...

Ég er að nýta mér þessa stuttu pásu á milli stúdentaveisla til að blogga smá og láta ykkur vita hvað ég hef verið að bardúsa síðastliðna daga. Ég vil þó byrja á því að segja að stúdentaveislur eru ekkert grín. Fyrir utan það að maður neyðist til að fara í a.m.k. þrjár á tveggja klukkutíma tímabili, þá þarf maður líka að koma með gjöf til að gefa þessum nýstúdentum. Og það, skal ég segja ykkur, er ekkert glens. Ég tel mig þó hafa fundið góða lausn á þessu máli að sinni og fengu öll stúdentsefnin mjög menningarlegar gjafir sem eiga að koma þeim að góðum notum í menningarlegri framtíð þeirra.

Svo fór ég að sjá Harry Potter í gær. Á sér-forsýningu. Í VIP salnum. FRÍTT! Já, maður má monta sig smá ... Potterinn var bara nokkuð góður. Miklu betri en í mynd nr. 2 sem ég fílaði ekki neitt. Myrk og flott fantasía. Dawn French átti óumdeilanlega besta atriðið. Mæli eindregið með þessari :)

Ég á núna í heljarinnar vandræðum með að dánlóda tónlist af netinu ... lögin eru alltaf ónýt. Fyrstu 10-20 sek. eru í lagi en svo heyrist eitthvað hræðilegt, ógeðslegt garg sem gefur mér alltaf gæsahúð. Óþolandi.

Mér fannst samt eins og ég hefði meira að segja ... en svo er ekki. Búið í bili!

EDIT: Jú, ég man núna hvað ég ætlaði að segja. Fyrir þáttinn í næstu viku fengum við "Búðabandið" til að spila fyrir okkur í dag á Austurvelli. Þið kannist kannski ekki við hljómsveitina núna, en ég lofa ykkur því að hér er á ferðinni band sem vert er að kannast við. Þau tóku fyrir okkur "We Don't Need Another Hero" með Tinu Turner og tóku það svo vel að það var ekki fyndið. Þau munu svo spila á Prikinu á hverju föstudagskvöldi frá 8-11 í sumar. GO THERE! Ég er að reyna að ná í Turner-útgáfuna núna því þetta er bara meeeeega-flott lag (þó svo ég verði að segja að Búðabands-útgáfan hafi verið betri og flottari en Tinu Turner-útgáfan!!!)

5/23/2004

Long time, no sense

Jahérna, það er orðið nokkuð langt síðan ég sagði eitthvað af viti á þessari síðu. Best að kaflaskipta þessari færslu aðeins ...

Köfunin

Í þágu vísindanna og almannaheillar tók ég þátt í neðansjávarköfun nú á dögunum. Ég var ekki æfður í sundlaug eins og venjan er og var þar með ekki kastað beint í djúpu laugina (hohoho), heldur djúpa hyldýpið í Nauthólsvík. Þetta var merkileg lífsreynsla - svolítið scary á tímabili, en annars mjög skemmtileg á heildina litið. Mikið ofsalega eru kafaragræjurnar samt þungar! Svei mér þá.

Útskriftin

Ég útskrifaðist reyndar ekki, en margir vina minna gerðu það. Ég vil óska þeim öllum hjartanlega til hamingju með árangurinn. Við fórum einmitt í gær á smá útskriftardjamm og ég var, í annað skiptið á ævi minni, the designated driver og það var bara allt í lagi. Við enduðum kvöldið á Nellýs, sem er virkilega sveittur staður, komplett með lazershowi og reykeffektum.

A Farewell to Eymundsson ...

... en samt ekki alveg. Í dag var síðasti fasti vinnudagurinn minn hjá Eymundsson í bili. Dagurinn var þó algjörlega án allrar væmni eða þessháttar. Bara mjög mellow og venjulegur sunnudagur. Og talandi um bækur, þá man ég eftir því núna að ég á ennþá eftir að skila tiltekinni bók á tiltekið bókasafn á höfuðborgarsvæðinu, en hef komið mér upp döfullegri og útsmoginni áætlun í þeim efnum sem felur í sér að engin sekt verði borguð. Múhahahahaha!

Alicia Keyes

Eina lagið sem mig langar að eiga í augnablikinu (fyrir utan "Ef ég mætti mála yfir heiminn" með Siggu Beinteins) er nýja lagið með Aliciu Keyes. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu gott það lag er, miðað við það að fyrsti singúllinn hennar af nýju plötunni var ömurlega leiðinlegt og ógeðslegt lag sem olli því að fossbleyddi úr viðkvæmum eyrum mínum í hvert skipti sem það heyrðist, sem og viðkvæmum augum mínum ef ég lenti í þeim ógöngum að þurfa að horfa á myndbandið. Ég var alveg viss um að Alicia væri búin að missa það eftir góðu fyrstu plötuna. En svo kom nýja lagið og allt er fyrirgefið! :)

Svo langar mig líka ógeðslega í nýja diskinn hennar Alanis Morissette, en eins og flestir ættu að vita þá eru ég, Dagga og Vala mestu Alanis-aðdáendur Íslands!

Og þá hef ég ekki meira að segja að þessu sinni.

5/20/2004

Einkunnir

Í gær fékk ég einkunninar mínar og meðal þeirra var 10 fyrir sálfræði! Það er ekki oft sem ég hef fengið hreina tíu fyrir "alvöru" bóklegt fag - reyndar held ég að það hafi bara gerst einu sinni áður á menntaskólagöngu minni, og var það fyrir bókmenntir og ljóð í ensku. Ég er þess vegna mjöööög glaður.

Í gær fór ég svo í starfsmannapartý með Eymundssonliðinu. Ég var búinn að ákveða að vera á bíl og sóber og svona, en snemma kvölds ákvað ég (með hjálp Katrínar, samstarfskonu minnar) að ég skyldi fara heim og sækja mér eina hvítvínsflösku. Ekki sé ég eftir því enda var kvöldið meiriháttar skemmtilegt. Við enduðum á Sólon, þar sem var frekar sveitt stemning, en samt gaman.

Núna bíð ég bara eftir símhringingu sem segir mér hvort, hvenær og hvar ég á að kafa í köldum hafsjó. Ég veit ekki hvort ég á að vera spenntur eða hræddur ...

5/17/2004

Þá er það búið og gert ...

Ég er búinn að panta L'Uccello dalle piume di cristallo og La Sindrome di Stendhal á DVD. Þetta þýðir það að ekki verða fleiri DVD-myndir keyptar á þessu heimili í a.m.k. tvær vikur, ef ekki meira! Og hananú!

5/12/2004

Kannski eru þetta old news ...

... en þetta nýja blogger-dæmi er alveg skelfilegt. Ég þoli ekki þegar stílnum á hlutum er breytt þegar maður er orðinn vanur þessu gamla. Ég man t.d. þegar kvikmyndatímaritið Empire (sem ég var áskrifandi að í dágóðan tíma) tók sig til og breytti um stíl. Þá skrifaði ég ansi harðyrt bréf til ritstjórnarinnar en ekki var tekið mikið mark á því.

Annars ætlaði ég bara að blogga til þess að segja ykkur að í dag tek ég mitt síðasta próf þessa önnina (nei, ég er ekki alveg búinn með skólann ... því miður ...) og eftir það verður (kannski) bloggað með jafnari höndum, svona eins og áður fyrr. Hér í den. Í gamla daga. The days of yore.

Svo langar mig líka að segja ykkur aðeins frá DVD-ævintýrum mínum! Í gær tók ég mér smá pásu frá lærdómnum til að tékka á nokkrum ítölskum myndum sem mig langar ógeðslega að panta mér (þ.e. L'Uccello dalle piume di cristallo og La Sindrome di Stendhal). Þessi eina ferð vatt þó svolítið upp á sig og á endanum var ég búinn að finna mér fjórar ítalskar myndir í viðbót sem ég ætla að kaupa einhvern tímann, þar af ein sem ég á nú þegar (en mig langar í "Integral version" með ítalska dubbinu ...) Var þetta ekki spennandi saga?

Lag dagsins (eða frekar gærdagsins): Friend of mine með Liz Phair.

5/06/2004

The Ususal Suspects?

Eitthvað kannast ég við þessi andlit ...

5/05/2004

Myndir!

Guð hvað félagsfræðin er leiðinleg. Ég á 10 blaðsíður eftir af námsefninu og ég get ómögulega haldið áfram að lesa ... þetta er alveg skelfilegt.

Þess vegna ákvað ég að taka mér smá hlé og setja inn myndir úr afmælinu mínu! Endilega skoðið og sjáið gleðina :)

5/04/2004

Próflestrarfrí

Ég er ekki búinn að vera mjög duglegur að nota próflestrarfríið í próflestur, en það mun breytast strax eftir þessa færslu. Ég lofa því. Í alvöru. Það er bara svo erfitt að fá sig til að byrja að lesa um félagsfræði ... ughhh ...

Svo er maður náttúrulega ennþá soldið high eftir afmælisveislu dauðans sem var haldin hérna á föstudaginn. Það eru, skal ég segja ykkur, ekki margar afmælisveislur sem eru afmælisveislur dauðans, en þessi var svo sannarlega ein af þeim. Hljómsveitin The Plutons hreinlega tryllti lýðinn með magnaðri dagskrá en hápunktur kvöldsins var án efa gjöfin frá Siggu og Fríðu - eða öllu heldur umbúðirnar. Þið fáið kannski að sjá myndir af því á næstunni ef Siggu tekst að senda mér þær.

Svo fórum við Dagga og Baldvin upp á SkjáEinn í gær að hitta "nýju fjölskylduna". Þetta var allt svaka næs lið. Ég held að veruleikinn hafi steypst yfir mig þegar Sirrý birtist og fór að spjalla við okkur á kammó-nótum. Þetta verður spennandi!