Gull til Pabba
Stór og mikill dagur í fjölskyldunni minni í dag! Ekki nóg með það að tríóið hans Pabba, Guitar Islancio, sé fimm ára í dag, heldur eru þeir félagar einnig orðnir fyrsta íslenska jazzhljómsveitin til að hljóta gullplötu!
Gullið var afhent nú rétt í þessu á Garðatorgi þar sem þeir spiluðu smá afmælistónleika fyrir Garðbæinga og fleiri gesti.
Það er ekki orðum ofaukið að maður fyllist smá stolti af gamla manninum! :)
Já, og ef þið viljið hjálpa þeim að komast upp í Platínu, þá er bara málið að hafa samband við mig! ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home