Litlu jól
Í dag var síðasti skóladagur þessarar annar - og síðasti dagur nokkurra vina minna í MH, blessuð sé minning þeirra. Til að halda daginn hátíðlegan voru haldin Litlu jól, samanber Grunnskóla. Ég ábyrgist það að hvergi annarsstaðar en í Rauða herberginu í MH hafi verið jafnmikil jólastemning í hádeginu í dag. Allir gáfu gjafir og komu með smákökur og var jafnvel boðið upp á jólaöl, þó svo ég hafi ekki drukkið þann ógeðisdrykk.
Gjöfin mín var merkileg: hún kom frá Andra og var "American Heroes" Slökkviliðsmaður! Sótsvartur og massaður og alles! Skemmtilegastar fundust mér þó hinar amerísku hetjurnar sem mátti sjá aftan á pakkanum, þar voru meðal annars illvígur læknir sem mundaði hlustunarpípuna sína sem vopn væri, og maður í einangruðum sýklavarnarbúning og nefni ég hann Anthrax-man. Amerísku hetjurnar eru allar í takt við nútímann: slökkviliðsmaður sbr. 9-11, anthraxmaður sbr. anthrax-faraldinn, hermenn sbr. "Frelsun Íraks" o.s.frv. Gaman að því að ameríkanar stunda ekki heilaþvott á ungdóminum!
Og svo er það Mystic River í kvöld. Ég á reyndar erfitt með að gera upp á milli þeirra mynda sem eru í bíó núna - allt of mikið af efni! Duplex, Cold Creek Manor, City of God, Intolerable Cruelty, Finding Nemo ... endalaust!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home