1/31/2004

Er eitthvað að?!

Hvað er að fyrirtækjum sem senda ekki vörur til annarra landa en sjálfs síns og Liechtenstein?! City Disc, verslun sem ég fríkventaði (og hélt örugglega uppi) úti í Sviss, neitar að senda mér hluti til Íslands. Hórufyrirtæki. Ég er dybt, dybt sjokkeret!

En ég get ekki verið reiður lengi því eftir rúman klukkutíma fer ég að sjá Big Fish, nýjustu mynd Tim Burtons. Sko ... Tim Burton myndir eru ekki venjulegar myndir fyrir mér. Einhverjir muna kannski eftir því að ég var með sjúklegt Burton-æði fyrir nokkrum árum og þó svo sjúklegt Dario Argento-æði hafi tekið við af því, þá er Burton ennþá einn af uppáhaldsleikstjórunum mínum. Og sama má segja um Danny Elfman, músíkant, þó svo Elliot Goldenthal eigi kannski frekar hug minn og hjarta í dag.

Ég get þess vegna ekki beðið. Tim Burton og Danny Elfman að gera fantasíu sem er bara búin að fá æðislega dóma og lítur ógeðslega vel út miðað við trailerinn ... ég fæ bara hroll!

Ég verð þó að segja ykkur frá opnuninni á listasýningu sem ég fór á í gær. Fluxus hét hún og innihélt meðal annars verk, sem hét Án titils, og var það risastór strigi með nokkrum doppum á sér. Við nánari athugun (og eftir að lesin hafði verið lýsing á verkinu) kom það í ljós að doppurnar voru kríuskítur á striga. Listin er merkilegt fyrirbæri. Samt skemmtileg sýning þannig séð og margt merkilegt fólk á henni, m.a. Friðrik Þór Friðriksson og Ágúst Guðmundsson.

Já og svo Aldís Guðmundsdóttir sem er pottþétt eini kennarinn í MH sem mér finnst fínt að hitta utan skóla, enda er hún frábær í alla staði. Ég vil svo þakka Bubbu og Sigurbirni fyrir að leyfa mér að koma með :)

1/29/2004

Getraun

Hann Hjalti Snær er með alveg ótrúlega skemmtilega getraun á blogginu sínu og mæli ég með því að allir taki þátt í henni þó svo ég sé búinn að klára meirihlutann af henni :P Svo skemmtileg var hún að ég ætla að stela hugmyndinni og gera sambærilega könnun, sem er samt aðeins öðruvísi.

Keppnin hans Hjalta snerist um það að tengja tónlistarmenn við íslenskuþýddar breiðskífur þeirra en ég ætla að láta ykkur tengja rithöfunda við íslenskuþýdda bókatitla. (ath. að ekki verður tekið mark á íslenskum titlum á bókum sem hafa verið þýddar ... ég vil ekki gera þetta of auðvelt ;D) Svarið í kommentakerfið eða via email - lingur@simnet.is. Verðlaun verða engin ... eða hvað?

1. Aldreiburtistan
2. Minna en ekki neitt
3. Elskuð
4. Gegnum áhorfsglerið
5. Reiðinnar aldin
6. Rósum reiðari
7. Uppljóstrun
8. Beygja skrúfunnar
9. Álitasnúningur
10. Sögu-segjandi hjartað

a. Michael Crichton
b. Jane Austen
c. Neil Gaiman
d. Edgar Allan Poe
e. Lewis Carroll
f. Henry James
g. John Steinbeck
h. Stephen King
i. Bret Easton Ellis
j. Toni Morrison

Já og ...

tortured conceptual artist
You are a Tortured Conceptual Artist. Your fellow
postmodernists call you an anachronism, but
you've never cared much about the opinions of
others. After all, most of them are far too
simple-minded to appreciate the nuances of your
work. They talk, while you are part of a lived
tradition.


What kind of postmodernist are you!?
brought to you by Quizilla

1/28/2004

Nýjasta nýtt!

Beyoncé Knowles er Lois Lane. Johnny Depp er Lex Luthor. Heimurinn er að farast.

Ég er EKKI að grínast. Sá sem getur komið með skemmtilegustu hugmyndina að leikara til að leika Supermanninn sjálfan fær einhver heiðursverðlaun sem ég hef ekki ennþá ákveðið hver eru.

1/27/2004

The Golden Globes
OG Óskarsverðlaunatilnefningarnar!!!


Ég segi alltaf við sjálfan mig að sniðganga verðlaunaafhendingar á borð við Óskarinn og The Golden Globes - a.m.k. ekki að láta þær fara í taugarnar á mér - en Séð-og-heyrt-elskandi partur persónuleika míns er smekkspartinum sterkari og ég læt mig hafa það að hneykslast á heimsku kanans í nokkra klukkutíma og skemmta mér við hæfilega "racy"-brandara sem eru kaldhæðnir án þess að ganga of langt. Má ekki móðga neinn í USA.

Í gær horfði ég á editeraða versjón af Golden Globes-verðlaununum, sem eru að mínu mati frekar ómerkileg verðlaun. En komu mér skemmtilega á óvart. Lost in Translation vann þrenn verðlaun og Return of the King vann bestu verðlaunin - besti leikstjóri og besta mynd. Týpískt fannst mér þó að það var búið að klippa út Besta kvikmyndatónlist, sem Howard Shore vann. Í fyrra vann einmitt Elliot Goldenthal fyrir Fridu og þá varð ég ólýsanlega glaður.

Hápunktar kvöldsins voru þó án efa Charlize Theron sem vann bestu dramatísku kvenverðlaunin fyrir Monster, mynd sem mig langar óstjórnlega að sjá, og dökkgrænu flauelsjakkafötin hans Elijah Wood sem voru bara ógeðslega flott!

Næst á dagskrá eru svo hin margrómuðu Óskarsverðlaun sem eru ekki marktæk fyrir fimmaur. Forrest Gump vann Pulp Fiction. Silence of the Lambs vann JFK. Gladiator vann yfir höfuð. Gvuð ...

Smá update: The Academy var að gefa út tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna. Er að fara lauslega í gegnum þetta. Kemur ekkert svakalega á óvart ... ROTK fær ekki tilnefningu fyrir kvikmyndatöku. Hálfvitar. Nói Albínói fær heldur ekki tilnefningu, því miður :( Danny Elfman er tilnefndur fyrir bestu tónlist! Jess!! Big Fish soundtrackið verður hér með keypt. City of God fær líka alveg fullt, fullt af tilnefningum. Verð að sjá hana núna. ROTK á eftir að vinna bestu mynd. Hlýtur að vera ... Hægt að lesa meira um þetta hérna complete með áliti Harry Knowles.

Svo set ég link á Andra Ólafs :)

1/25/2004

Framtíðarplön

Af hverju þurfa kvikmyndaskólar að vera svona erfiðir?!

Skólinn sem mig langar mest í heitir AFI-Conservatory en þeir taka bara við manni hafi maður BA-próf eða 3-5 ára reynslu af kvikmyndagerð (sem ég hef svosem í sjálfu sér, bara voða, voða amateur ...) Svo er annar danskur skóli sem hljómar mjög vel, en er bara í 8 mánuði og ... æi, málið er að ég er svo viss um ágæti sjálfs míns að ég held að ég þurfi ekki að læra voða mikið þannig séð, ég er miklu frekar að leita eftir connections og svoleiðis (David Lynch, Darren Aronofsky og grilljón önnur uppáhöld fóru í AFI), og ég veit ekki hversu mörg contökt maður fær í danmörku ... jú, Alan Parker er einn af Honorary meðlimum ... en samt ...

Það lítur því allt út fyrir það að ég hunskist bara í Bókmenntafræði í Háskólanum þegar ég klára MH. Fékk skyndilega áhuga á því þegar ég frétti af stelpu sem var að skrifa BA-ritgerð um freudisma í Lísu í Undralandi! Joygasm segi ég nú bara! Og fer maður svo þaðan í AFI? Er ekki bara málið að meika það feitt hér á landi, fara með verki(ð/n) á Sundance og rúla pleisinu? Annaðhvort það eða AFI ...

1/24/2004

Wes Craven vs. Ingmar Bergman?

Myndirnar tvær sem ég pantaði af netinu komu í vikunni og ég er búinn að kíkja eitthvað á þær.

Black Christmas er alveg mögnuð spennumynd. Ég var reyndar svolítið óviss um hana í byrjun, því hún virtist í fyrstu vera svona run-of-the-mill unglingahryllingsmynd, en svo kemst hún í gír og verður bara helvíti creepy og síðustu 20 mínúturnar eru virkilega, virkilega spennandi. Huärä geil!

Last House on the Left, ein umdeildasta hryllingsmynd fyrr og síðar, var ... ahemm ... soldið annað. Ég held að ef það væri ekki fyrir hina frönsku Irréversible sem kom út í fyrra, þá væri Last House ennþá áhrifaríkasta hrollvekja sem gerð hefur verið. Þ.e. hún sýnir ofbeldi í svo köldu og raunverulegu ljósi að það er ekki annað hægt en að kúgast. Mjög góð mynd en mjög erfitt að komast í gegnum hana, meira að segja þótt hún sé klippt af hálfvitunum í BBFC. Þeir sem hafa ekki taugar í ultra-violenceið hans Wes Cravens geta líka horft á The Virgin Spring eftir Ingmar Bergman, en Last House er byggð á henni (ekki lauslega, eins og Leonard Maltin heldur heimskulega fram). Bergman tekur fyrir efniviðinn á mun ljóðrænni og dramatískari hátt á meðan tilgangur Cravens var augljóslega að fá viðbrögð frá áhorfendum og fá þá til að líta í eigin barm. Soldið gaman að bera myndirnar tvær saman ... þ.e. ef maður hefur á annað borð áhuga á slíku :)

Mæli eindregið með Last House, Virgin Spring og Irréversible fyrir þá sem vilja sjá aðeins áhrifaríkari myndir en við erum vön. Black Christmas er svo fyrir þá fáu sem fengu ekki ógeð á unglingahryllingsmyndum eftir Scream-eftirhermurnar.

1/23/2004

Líf á Mars

Eitt skil ég ekki alveg. Hverjum er ekki sama þótt það hafi verið líf á Mars. Ég get ekki séð í fljótu bragði að líf á Mars muni breyta nokkrum sköpuðum hlut hér á jörðu niðri. Nema þá kannski fært rök fyrir því að Biblían hafi verið uppspuni, en er ekki búið að færa nokkuð góð rök fyrir því nú þegar? Ég get t.d. ekki ímyndað mér að trúað fólk fari að afneita trú sinni í hrönnum bara vegna þess að líf var uppi á Mars fyrir e-um billjónum ára. Það eina merkilega sem gæti komið út úr þessu öllu saman eru einhver merkileg lífsýni sem finnast og hjálpa mönnum við að búa til veru, sambland af manni og Marsbúa, sem svo tekur sig til og flýr búr sitt og lifir villtu kynlífi með sem flestum áður en hún drepur bólfélaga sína með skot-tungu og oddhvössum fálmurum, sem þó eru huldir bakvið mannlega húð. Æ nei, þetta er plottið í Species ... úps.

Ég held allaveganna að það yrði miklu merkilega ef líf fyndist á einhverri plánetu sem er ekki alveg jafnplebbaleg og 5-minutes-ago eins og Mars. T.d. Plútó.

Svo hefur Hjalti hennar Döggu hafið blogg, sem mun vísað í hér til hliðar.

1/21/2004

Köld umræða

Ég fór í bíó um daginn með Atla á Kaldaljós og fannst það frekar yfirborðsleg kvikmyndun á frekar góðri bók. Hilmar Oddsson má þó eiga það að myndin lítur ansi vel út og er á köflum mjög áhrifarík, en allt kemur fyrir ekki og er aðalgalli myndarinnar sá að hún á sér eiginlega engan tilgang. Ólíkt bókinni sem hefur mörg þemu í gangi, þá lætur myndin sér það nægja að taka valda kafla upp úr bókinni án þess að það sé einhver augljós merkingarlegur þráður sem tengir þá saman. Þetta er ekki jafnslæmt og í Englum alheimsins þar sem hoppað var frá einu yfir í annað með engum tengslum, því hér er a.m.k. samræmi í söguþræðinum, en við vitum bara einfaldlega ekki af hverju við erum að sjá það sem við sjáum. Nema ef við höfum lesið bókina. Persóna Kristbjargar Keld, Álfrún, er svo niðurlægð með því að láta hana segja okkur tilgang bókarinnar í einni setningu. Þetta er því miður ekki nóg fyrir myndina. En mér fannst tónlistin samt fín.

Ég hefði svo gaman af því að heyra hvað fólki fannst um myndina sem hefur ekki lesið bókina. Meikaði myndin eitthvað sens, symbólískt séð? Var einhver tilgangur eða boðskapur í myndinni? Mig langar virkilega að vita það, því mér fannst þetta allt saman vanta.

Annað sem mér finnst vanta almennt í íslenskri kvikmyndagerð er tilkoma stílista. Við Íslendingar eigum okkur engan Tim Burton, Brian De Palma, Dario Argento, Stanley Kubrick o.s.frv. Svíar áttu Ingmar Bergman og meira að segja Danir eiga Lars von Trier, en hér á landi fyrirfinnst enginn alvöru stílisti. A.m.k. ekki enn sem komið er ...

En úr þessu og yfir í allt annað. Nú fyrir stuttu var ég viðstaddur umræðu í MH um styttingu stúdentsprófs í þrjú ár. Persónulega er ég á móti því að menntaskólinn sé styttur því langhagkvæmast yrði að stytta grunnskólann. Ég meina, hvað erum við að gera svona merkilegt í 8, 9 og 10 ára bekk sem má ekki slengja saman eða sleppa algjörlega?

En allaveganna, "umræðan" var frekar athyglisverð vegna þess að það var eiginlega engin umræða (vegna tímaskorts), en Sigurður Kári, Kolbrún Halldórsdóttir og svo samfylkingar-talsmaðurinn sem ég man ómögulega hvað hét fengu svo sannarlega að segja hvað þeim fannst. Sérstaklega Kolbrún og Sigurður, sem voru bara bæði býsna sannfærandi og vel að máli komin. Hins vegar fann maður greinilega fyrir andúð MH-inga á aumingja Sigurði Kára, sem mér fannst reyndar rökstyðja mál sitt mjög vel (ekki það að ég sé sammála honum), en Kolbrún hefði allt eins getað mætt í MH-jakka keyptan af Atla Viðari, því hún var svo mikið að passa sig á því segja réttu hlutina við okkur. Hr. Samfylking varð svolítið útundan í þessum samræðum, enda frekar mikið miðjumoð í gangi hjá honum: ekki með nærri því eins sterkar skoðanir (eða rödd) og kollegar hans. Ég verð bara að viðurkenna það að ég man ekki nokkurn skapaðan hlut af því sem hann sagði.

1/19/2004

Salman Rushdie og ég

Samband mitt við Salman Rushdie byrjaði fyrir ófáum árum síðan þegar faðir minn fékk bókina Söngvar Satans í jólagjöf og ég heyrði í fyrsta skipti söguna af því að Rushdie væri réttdræpur vegna guðlasts. Svoleiðis upplýsingar lifa lengi í áhrifagjörnu barni eins og mér. Það var samt ekki fyrr en nú í dag sem ég las í fyrsta skiptið eitthvað eftir manninn, einmitt kafla úr bókinni Söngvar Satans (sem varð völd að réttdræpi hans) fyrir tjáningaráfangann í íslensku. Mér fannst það bara svalt að velja bók sem heitir svona flottu nafni og er svona umdeild. Töff, ekki satt?

Hitt er svo málið að þegar ég var að velja kafla úr bókinni til að lesa þá uppgötvaði ég það að þetta er ansi áhugaverð bók svo ég ætla að lesa hana alla. Fyrst ætla ég þó að lesa Miðnæturbörn eftir hann, því hún er á bókalistanum í Yndislestursáfanganum mínum. Ég tók hana þess vegna á Bókasafninu í Garðabæ nú fyrir skemmstu og skilaði í leiðinni Blackwood Farm eftir Anne Rice og The Talisman eftir Stephen King og Peter Straub, sem ég las þó reyndar aldrei. Áhugavert, ekki satt?

En Salman Rushdie þarf þó að bíða þolinmóður eftir að ég klári The Drawing of the Three eftir Stephen King, sem er alveg æðisleg bók og miklu, miklu betri en fyrsta Dark Tower bókin, The Gunslinger. Merkilegt, ekki satt?

1/14/2004

Feimnismál

Sem ég stóð á Hlemmi í dag og beið eftir strætó þá gefur sig á tal við mig Þórgnýr Thoroddsen upp úr þurru og fórum við aðeins að tala saman. Þá fór ég að hugsa hversu óendanlega óöruggir og/eða feimnir og/eða skrýtnir Íslendingar eru. Sjáið til, Þórgnýr er ekki bara frændi minn, heldur líka með sama brennandi áhuga á kvikmyndagerð og ég, nemandi í MH (er m.a. með mér í einum tíma) og virkilega hress náungi. En ég minnist þess ekki að hafa talað við hann áður. Af hverju? Af því ég er, líkt og flestir aðrir Íslendingar, óöruggur, feiminn og skrýtinn. Ég vil þess vegna þakka Þórgný fyrir að hafa átt frumkvæðið að samræðunum, því þær gerðu annars kaldan, vindasaman dag að einhverju skemmtilegra.

Vegna þess að samræðurnar voru svo kvikmyndafræðilegar, verður bloggið í dag það einnig, eins og svo ósjaldan áður. Ástæðan fyrir bæjarferðinni var til þess að skipta út einhverjum nokkrum DVD-myndum (sem ég á önnur og betri eintök af) og fá mér einhverjar aðrar. Það var alveg ótrúlega lítið úrval af myndum sem ég vildi skipta mínum myndum út fyrir en endaði að lokum á að taka mér The Weight of Water, eftir Kathryn Bigelow, og svo Signs eftir M. Night Shyamalan. Signs er nefnilega eina myndin eftir Shyamalan sem ég fíla, þrátt fyrir ógrynni af stórum og augljósum sögugöllum. Hún er bara svo meistaralega vel gerð. M. Night kann svo sannarlega að leikstýra þó svo hann sé vita hæfileikalaus handritshöfundur. Weight of Water, hins vegar, er mynd sem mig hefur lengi langað til að sjá vegna áhugaverðs söguþráðs og svo vegna þess að ég fíla Hasarkonuna hana Bigelow í tætlur. Myndin segir semsagt frá ljósmyndara sem fær aldargamalt morðmál og heilann og vefjast saman morðmálið og saga hennar á nokkuð áhugaverðan hátt. Ansi flott mynd og kom mér skemmtilega á óvart.

Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu? Af hverju ekki? Kannski bara til þess að, dulvitað, koma út frá mér þeirri staðreynd að ég er orðinn forfallinn DVD-fíkill. Var t.d. að panta Last House on the Left og Black Christmas af netinu á spottprís. Ég þurfti reyndar að velja klipptu, bresku útgáfuna af LHOTHL því ég tími ekki að kaupa myndir frá Ameríku. Skemmtilegt samt með bretana að þeir banna ógeðslegu atriðin úr myndinni sjálfri en leyfa þeim svo að fylgja með sem útklipptu aukaefni á sama disk. Snillingar, þessir bretar. Og svo fékk ég mér líka 28 Days Later í gær. Það er frááááábær mynd. Elska hana.

Jæja, nú er að horfa á Íslensku Tónlistarverðlaunin. Pabbi tilnefndur til tveggja verðlauna. Kannski maður sjái familíuna í sjónvarpinu?

Og núna, af því maður er að horfa á'etta, þá verð ég bara að óska honum föður mínum til hamingju með verðlaunin! Jazzflytjandi ársins 2003! Það er ekki verra. Alveg svakalega skrýtið samt hvað svona afhendingar eru taugatrekkjandi!

Vil líka óska Tryggva til hamingju fyrir besta sígilda verkið. Maður þekkir bara alla vinningshafana!

1/11/2004

Rhiaaaaaaaaaaaaannon!

Fleetwood Mac er uppáhaldshljómsveitin mín í augnablikinu. "The Very Best of ..." diskurinn er snilldin eina en hefur samt sem áður bara virkað á mig sem hvatning til að kaupa alla hina diskana með þessari einstaklega æðislegu hljómsveit. Stevie Nicks er bara með flottustu rödd í heimi og Lindsey Buckingham er með hallærislegasta (eða flottasta) karlmannsnafn í heimi. Það eru mörg heimsmet sett í þessari hljómsveit, sjáið til. Vissuð þið t.d. að Rumours platan þeirra var einu sinni vinsælasta plata allra tíma, þangað til Thriller með Michael Jackson kom út? Þið vitið það allaveganna núna.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Fleetwood Mac er þá hafa þau gefið út nokkur klassísk lög á borð við "Don't Stop" sem var notað í forsetaherferðinni hans Bill Clintons hér í den og svo "Dreams" sem The Corrs nauðguðu um árið. Jú og fágæta poppslagara á borð við "Little Lies" og "Everywhere" og svo mætti lengi telja.

Ég biðst afsökunar á þessu bloggi. Ég get einfaldlega ekki hugsað um neitt annað en Fleetwood Mac.

Lag dagsins: Af öllum þeim fjölmörgu lögum sem ég get valið þá ætla ég að velja The Chain. Eða Gypsy. Eða You Make Loving Fun. Kaupið bara diskinn ...

1/08/2004

Kvikmyndaannáll 2003

Jahá. Hér er hann í allri sinni átta-blaðsíðna dýrð. Ég vil bara taka það fram strax að þessi listi er engan veginn tæmandi vegna þess að ég sá einfaldlega ekki allar þær myndir sem komu út í fyrra. Þannig að ef ykkur finnst eitthvað vanta þá sá ég það örugglega ekki. Eða fannst það bara lélegt. Who knows.

Anyways, listinn segir sig eiginlega sjálfur, svo ég hef litlu að bæta við þennan inngang.

Bestu myndir ársins

Ég ákvað að skipta bestu myndum ársins í tvo hluta, þ.e. 9 allra bestu myndir ársins - myndir sem eiga eftir að lifa góðu lífi löngu eftir þetta ár - og svo 10 aðrar myndir sem mér fannst persónulega mjög góðar, en eru kannski ekki svo ýkja merkilegar til lengri tíma litið. Þær bestu eru …

9. Mystic River (Clint Eastwood)

Mega-mikið fjölskyldudrama. Frábærlega vel leikin og vel gerð mynd og er, fyrir utan ROTK, eina myndin á þessum lista sem á möguleika á því að vinna einhver verðlaun á óskarnum í ár.

8. Irréversible (Gaspar Noé)

Kýldur-í-magann-mynd ársins. Ekki beint eitthvað sem maður vill horfa á oft en er einfaldlega svo kraftmikil að það er ekki hægt að líta framhjá henni. Virkilega gróf og ofbeldisfull og alls, alls ekki fyrir viðkvæma. Virkar mjög líkt og kjaftshögg og þó svo það sé óþægilegt þá er það eftirtektarvert og merkilegt.

7. Femme Fatale (Brian DePalma)

Stílísk fullkomnun. Það eiga eflaust margir eftir að verða pirraðir á þessari mynd því hún svindlar svo sannarlega á manni og gerir það eftirminnilega, en líkt og í Profondo Rosso eftir Dario Argento, þá er svindlið gefið upp strax í byrjun og er á ábyrgð áhorfandans að fatta það. Hann getur sjálfum sér um kennt ef hann pirrast á endanum, eða bara notið þess að láta meistara á borð við Brian DePalma rugla sig aðeins í ríminu.

6. Far From Heaven (Todd Haynes)

Vá, þessi mynd var bara FULLKOMIN og er algjört æði fyrir bíónörda. 50s mynd með söguþræði sem engin 50s mynd hefði þorað að hafa. Óaðfinnanlega leikin, tekin upp og bara allt.

5. Frida (Julie Taymor)

Julie Taymor heldur áfram að skemmta mér konunglega. Þó svo þessi mynd um Fridu Kahlo sé ekki endilega besta eða dýpsta frásögn af lífi konunnar þá er hún án efa sú skemmtilegasta og flottasta. Kvikmynd og málaralist blandast saman og útkoman er með fallegustu myndum ársins. Tónlistin eftir Elliot Goldenthal er líka mögnuð.

4. 28 Days Later (Danny Boyle)

Pjúra-hryllingsmynd ársins. Virkilega gróf og harðsoðin en á sama tíma stílísk, flott og full af húmor. Á pottþétt eftir að verða klassísk í framtíðinni.

3. Kill Bill vol. 1 (Quentin Tarantino)

Ætli ég sé ekki bara ennþá fúll út í þá Miramax-kumpána að klippa þessa mynd í tvennt? Sem ein og sér er Kill Bill vol. 1 ein besta mynd ársins, en í heild sinni gæti hún verið á toppnum.

2. May (Lucky McKee)

Ef ROTK hefði ekki komið út þá hefði ég sett May á efasta á listann, því hún er svona í persónulegu uppáhaldi. Ímyndið ykkur að Sally úr The Nightmare Before Christmas væri til í alvörunni ... þetta er myndin um það hvernig líf hennar gæti verið. Besta svarta kómedía sem ég hef séð lengi (og algjört must fyrir hryllingsmyndafíkla).

1. The Return of the King (Peter Jackson)

Hvað get ég sagt? Hreinasta kvikmyndasnilld síðari ára. Ég get engan veginn lýst þessari mynd í fáum orðum, mæli bara með því að þið lesið það sem annað fólk er að skrifa því I'm at a loss for words ... sjáið hana bara, helst oftar en einu sinni.

Næstum því, en ekki alveg … (í stafrófsröð):

Þessar myndir eru meira í persónulegu uppáhaldi hjá mér og tengist það ekki endilega gæðum þeirra.

Finding Nemo
Ellen DeGeneres er nýja goðið mitt.

Freddy vs. Jason
Ekki góð mynd á neinn mælikvarða ... en samt!

Gothika
Ótrúlega töff og skemmtilegur spennutryllir sem meikar álíka mikið sense og textarnir hennar Leoncie, en hverjum er ekki sama um það?!

Identity
Fyrstu 2/3: Fullkomið. Næsti 1/4: Tilgerðarlegt. Síðasti 1/4: Kúúúúúúl ...

Matrix Reloaded / Matrix Revolutions
Ok, mér er drullusama hvað öðrum finnst - ég fíla þessar myndir í botn. Reloaded er ultra-flott og einfaldlega mjög skemmtileg og Revolutions var skemmtilegasta stríðsmynd ársins fyrir utan ROTK!

The Ring
Sama hér. Af öllum myndum í ár var líklegast vinsælast að hata þessa, þó svo að japanski forverinn hafi verið meðalmynd í mesta lagi. The Ring er ógeðslega, ógeðslega flott mynd og ég fílaði hana í botn.

Wrong Turn & Final Destination 2
Fyrstu virkilega blóðugu amerísku unglingahryllingsmyndirnar í langan tíma. Ekki mikil gæði hér á ferð, bara blóð, blóð og blóð.

X2
Svona hundrað sinnum betri en forverinn. Besta myndasögumyndin í ár. Get ekki beðið eftir númer þrjú! :D

Verstu myndir ársins

Ég reyni að forðast það að sjá lélegar myndir í bíó (a.m.k. myndir sem ég er viss um að ég hafi ekki lúmskt gaman af), svo eftirfarandi átta myndir voru þær einu sem ég get kallað “lélegar” með góðri samvisku.

8. The Banger Sisters

Goldie Hawn og Susan Sarandon uppgötva æskuna á ný. Geoffrey Rush leikur drykkfelldan rithöfund í sjálfsvígshugleiðingum. Sjáið þið samasemmerki þarna á milli? Og þetta á að vera grínmynd ...

7. Star Trek: Nemesis

Sko, mér finnst ekki gaman að sparka í dauðan hund, en þetta Star Trek dæmi má nú alveg fara að hætta.

6. Tomb Raider 2

Æi vá. Hvað get ég sagt? Bara virkilega, virkilega ómerkileg mynd.

5. Hulk

Ef X2 var besta myndasögumyndin í ár, þá er Hulk án efa sú versta. Hrikalega leiðinleg og misheppnuð kvikmynd í alla staði. Margir vilja meina að þetta hafi verið tilraun Ang Lee til að blanda saman lítilli, persónulegri indie-mynd og risavaxinni Hollywood mynd. Ef svo var þá komst það engan veginn til skila. Ég held bara að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað hann var að gera.

4. Dreamcatcher

Oh, how the mighty have fallen ... Morgan Freeman í mynd eftir Lawrence Kasdan, skrifuð af William Goldman? Varla.

3. Hero

Tilgerðarlegasta mynd allra tíma. Að vísu mjög flott í útliti og tæknilega ágætlega gerð, en það er bara rangt að gera mynd þar sem sama sagan er sögð þrisvar sinnum. Með mismunandi litum. Ein ömurlegasta kvikmyndaupplifun ævi minnar.

2. The Italian Job

Lélega útgáfan af Ocean's Eleven, með verri leikurum og verri leikstjóra. Öllum myndum sem tekst það erfiða verkefni að láta Feneyjar líta út fyrir að vera ljótar ætti að úthúða opinberlega. Svo var þetta bara leiðinlegasta samansafn af leiðinlegustu caper-mynda-klisjum sem ég hef séð lengi. Ein allra versta mynd sem ég sá síðasta ár, en ekki alveg jafnvond og ...

1. Wonderland

Sko, það er stundum sem maður starir bara á tjaldið og gapir af undrun yfir því hvernig svona augljóslega lélegt efni nær að vera framleitt. Wonderland er ekki eins stjarnfræðilega léleg og Battlefield: Earth eða Batman & Robin, en hún virkar heldur ekki á sama djók-leveli og þær. Wonderland er ein af þessum myndum sem halda að þær séu góðar á meðan þær eru það alls ekki. Val Kilmer sannar hæfileikaleysi sitt enn og aftur og jafnvel Lisa Kudrow bjargar engu. Ömurleg, ömurleg mynd.

Mestu vonbrigðin

Þó svo ég hafi reynt að forðast lélegar myndir þá þýðir það ekki að ég hafi ekki orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með eina og eina mynd. Eftirfarandi eru myndir sem ég hélt að yrðu betri en þær urðu á endanum.

The Texas Chainsaw Massacre (Marcus Nispel)

Þegar trailerar með The Texas Chainsaw Massacre fóru að sjást þá kom bersýnilega í ljós að Marcus Nispel var ekki að gera nákvæma endurgerð á meistaraverki Tobe Hoopers, heldur mjög svo glossy, Hollywoodlega mynd. Sem var ekkert endilega snjallt. Útlitið er eitt, innihaldið allt annað. Nýja TCM myndin er með flottari myndum ársins - oft óaðfinnanlega tekin upp og á köflum jafnvel listræn, enda tekin upp af Daniel Pearl sem tók líka upprunalegu myndina upp. Það sem gerir nýju TCM myndina að svona miklum vonbrigðum er einfaldlega það að Nispel heldur að ógeð jafngildi sjokki og óþægindum, þ.e. hann reynir að endurskapa grófa tilfinningu upprunalegu myndarinnar með miklu blóði og innyflum. Hann hefði kannski bara átt að horfa á safngripinn, enda mjög lítið af blóði þar á ferð. Þar sem TCM frá '74 var sjokkerandi, óþægileg og skringilega góð, þá er TCM frá '03 klisjukennd, auðveld og furðulega léleg unglingahrollvekja. Ég sá hana meira að segja fyrr í ár og þá hét hún Wrong Turn og var miklu betri.

Catch Me if You Can (Steven Spielberg)

Það er alls ekkert slæmt við Catch Me if You Can. Reyndar er hún alveg svakalega góð mynd í flesta staði. En sem næsta mynd Steven Spielbergs á eftir Minority Report þá er hún alveg virkilega ómerkileg. Eiginlega nafnlausasta mynd Spielbergs síðan ég man ekki hvað og í raun ekkert Spielberglegt við hana. Bjartasta mynd Spielbergs síðan Jurassic Park en um leið sú kraftminnsta - ofsalega mikið fluff-piece eitthvað. Það að Catch og Minority Report hafi komið út á svipuðum tíma minnir óneitanlega á '93 double-featurið hans Spielbergs þegar Jurassic Park og Schindler's List komu báðar út, og tekur Catch sér stað Jurassic í þeim samanburði sem ómerkilegri myndin. Eini munurinn er bara sá að eftir 10 ár á fólk ennþá eftir að muna eftir Jurassic Park en enginn eftir Catch Me if You Can ...

Once Upon a Time in Mexico (Robert Rodriguez)

Þessi mynd hefði í raun getað verið svalasta mynd ársins, fyrir utan kannski Kill Bill. Robert Rodriguez leikstýrir Antonio Banderas í framhaldi af hinum übersvölu El Mariachi og Desperado og bætir við Johnny Depp. Salma Hayek er meira að segja þriðja nafnið á kreditlistanum. Trailerinn var geðveikt flottur. En ... Gallinn við Mexico er einfaldlega sá að hún er illa soðin kássa af persónum og söguþráðum sem hefðu getað sómað sér vel í 3 klukkutíma langri epík. En þá hefði Rodriguez líka þurft að fága hlutina aðeins meir. Eins og hún stendur þá er Once Upon a Time in Mexico leiðinleg og ómerkileg mynd sem fer í taugarnar á manni. Og Salma Hayek er bara í einu atriði sem er svo endurtekið nokkrum sinnum í flashbacki. What a waste!

Frammistöður ársins

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki listi yfir bestu leikara ársins, heldur frekar uppáhaldsframmistöðurnar mínar – leikararnir og hlutverkin sem maður tók eftir inn á milli allra hinna.

Angela Bettis - May
Það er algjör glæpur að þessi mynd skuli ekki vera þekktari en hún er, sérstaklega vegna þess að Angela Bettis leikur algjöran leiksigur sem titilpersónan og á að mínu mati kvenframmistöðu ársins, no contest.

Monica Bellucci - Irréversible/Matrix-myndirnar
Ég efast um að það séu margar fyrrverandi ofurfyrirsætur sem myndu ganga í gegnum það sem Bellucci þurfti að gera fyrir Irréversible og svo er hún bara æðislega skemmtilegur karakter í Matrix-myndunum.

Ellen DeGeneres - Finding Nemo
Goðið mitt. Nuff said.

Johnny Depp - Pirates of the Caribbean/Once Upon a Time in Mexico
Ætli þetta hafi ekki verið árið hans Johnny Depp? Gjörsamlega fullkominn í Pirates og það langbesta við Mexico.

Anna Farris - May
Ég hafði bara séð þessa leikkonu í hinum vægast sagt sorglegu Scary Movie myndum og þess vegna kom það mér gífurlega á óvart hversu góð hún var í May. Mjög eftirminnileg.

Naomie Harris - 28 Days Later
Nýliði ársins. Mig langar að sjá meira af henni.

Salma Hayek - Frida
Ég hefði persónulega gefið Sölmu Hayek óskarinn í fyrra fyrir Fridu. En heimurinn er sífellt á móti mér.

Keira Knighley - Pirates of the Caribbean/Bend it Like Beckham
If looks could kill ...

Laura Linney - Mystic River/The Life of David Gale
Það er glæpur að nefna ekki bestu leikkonu í heimi á þessum lista. Laura Linney er langbest: tekur Macbeth takta í Mystic River og er virkilega góð í David Gale.

Kristiana Lokken - T3
Þó svo að mér hafi ekki þótt myndin neitt sérstök þá verð ég að hrósa hinni norsku Kristönu fyrir að hafa verið góður vondur kall á móti Arnold.

Julianne Moore - Far From Heaven
Líkt og Laura Linney er Julianne Moore ein af þessum leikkonum sem eiga alltaf heima á svona listum. Hún er alveg sérstaklega góð í þessari æðislegu mynd.

Cillian Murphy - 28 Days Later
Aftur leikari sem ég þekki nákvæmlega ekki neitt en hann var æði í þessari mynd.

Sean Penn - Mystic River
And the Oscar goes to ...

Uma Thurman - Kill Bill
Besta kvenkyns hasarhetjan síðan Ellen Ripley var og hét og það er ekkert smá hrós.

Elijah Wood - ROTK
Úff marr ... þó svo það líti kannski ekki út fyrir það fljótt á litið, þá er það eiginlega á herðum Elijah að halda uppi Lord of the Rings myndunum, því hversu mikil hetja sem Aragorn er eða hversu frábær sem Gandalfur er, þá snúast myndirnar á endanum um Frodo sem þýðir að feilspor frá Elijah gæti tekið allar myndirnar niður með sér. Í fyrstu myndinni var ég ekki viss um að honum tækist þetta en ég var mjög ánægður með hann í Two Towers. Hann er samt sem áður alveg magnaður í Return of the King - hans besta frammistaða til þessa! ;)

Bestu leikhópar (ensemble cast)

The Hours - Ef ég ætti að fara að tala eitthvað spes um alla leikarana í þessari mynd þá tæki það heila eilífð. Sufficeth to say að það eru allir frábærir hérna.

Irréversible - Erfiðasta mynd ársins til að leika í? Ég efast ekki um það. Allir eru virkilega raunverulegir hérna, sem eykur bara á napurleika myndarinnar.

X2 - Ég elskaði allt og alla í þessari mynd.

Verstu frammistöður

Já, það var fullt af ömurlegum leikurum að menga hvíta tjaldið í fyrra. Eftirfarandi leikarar voru ekki bara slæmir í hlutverkum sínum heldur gerðu sig að fífli fyrir framan alheim.

Eric Bana - Hulk
Það er auðvitað erfitt að stíga í fótspor manna eins og Christopher Reeve, Michael Keaton og nú síðast Tobey Maguire sem eftirminnileg ofurhetja á hvíta tjaldinu og Eric Bana virðist hafa ákveðið að reyna það ekki einu sinni. Aumasta og leiðinlegasta ofurhetja sem ég hef séð.

Seth Green - The Italian Job
Guð hvað þessi maður getur farið í taugarnar á mér. Hér í hlutverki "fynda gaursins", komplett með lélegum one-linerum og augljósum bröndurum. Voðalega sorglegt.

Goldie Hawn - The Banger Sisters
Frk. Hawn, viltu smá andlit með vörunum?

Enrique Iglesias - Once Upon a Time in Mexico
Sko, það er ekki eins og hann geti sungið, hvað þá leikið! Hæfileikalausasta manneskja sem komið hefur fram lengi lengi.

Angelina Jolie - Tomb Raider 2
Ég var einu sinni á annarri skoðun, en núna held ég að ég sé sammála almenningi: Angelina Jolie er ótrúlega leiðinleg leikkona.

Val Kilmer - Wonderland
Mig langar ekkert sérstaklega að hata Val Kilmer. Hann hefur aldrei gert mér neitt. Hann hefur líka verið góður svona af og til, í Willow og The Doors t.d. En þess á milli er hann bara ömurlegur, ömurlegur, ömurlegur, eins og sést vel í Wonderland.

Jet Li - Hero
Ég hata Jet Li.

Dylan McDermott - Wonderland
Það er ekki beint leikur hans í Wonderland sem fer í mig, heldur bara tilgangsleysi persónu hans og ömurlegt gervið. Jú, og svo lék hann líka illa.

Leslie Nielsen - Scary Movie 3
Maður getur nú ekki annað en vorkennt gamla manninum ...

Mark Wahlberg - The Italian Job
Mark Wahlberg á ekki að leika, hvað þá í aðalhlutverkinu á kvikmynd.

Kvikmyndatónlist ársins

Ég hef alltaf verið með smá soft-spot fyrir kvikmyndatónlist og þetta fannst mér standa upp úr árið 2003.

1. Frida – Elliot Goldenthal
Algjörlega óaðfinnanleg tónlist – módernistinn Goldenthal tekur hefðbundna Mexíkóska takta. Pure joy.

2. Return of the King – Howard Shore
Mér hefur alltaf þótt tónlistin í LOTR-myndunum svosem ágæt en aldrei neitt virkilega spes. Þangað til núna.

3. Far From Heaven – Elmer Bernstein
Mjög stórfengleg og áberandi tónlist sem passar frábærlega inn í það sögusvið sem Todd Haynes hefur skapað.

4. 28 Days Later – John Murphy
Powwwwwerfullllllll!

5. Kill Bill vol. 1 – Margir
Venjulega er ég ekkert fyrir “soundtrack compilations” en tónlistin í Kill Bill er bara svo fáránlega spes að það er erfitt að fíla hana ekki.

Quote ársins

Voru tvö. Femínistinn í mér elskaði annað á meðan Argentoistinn í mér kolféll fyrir hinu …

“Fuck logic!”: Halle Berry útskýrir plottið í Gothika.

og

“I am no man!” – Girl-power á sér æðislegt comeback í formi Miröndu Otto í Return of the King.

1/02/2004

ÚSLTAA!!!

Eða "útsala" eins og Smáralindin stafar það. Ég elska útsölur. Ég og Sigga vorum að skoða okkur um í Kringlunni og Smáralind og sáum ýmslegt áhugavert en keyptum lítið því það var allt lokað. Ég stóðst þó ekki mátið og fékk mér bæði Fatal Attraction og Ladyhawke á DVD. Ladyhawke inniheldur skemmtilegustu fantasíumyndatónlist í heimi. Synthar rúla!

Tölvan mín kemur aftur úr viðgerð á mánudaginn og mun ég þá hefjast handa við að búa til the ultimate kvikmyndannál, svona eins og í fyrra. Meðal þess sem mun koma fram á listanum verða bestu og verstu myndir ársins og annað þess háttar auk annarra skemmtilegra liða sem eru reyndar ekki alveg tilbúnir í hausnum á mér. Það er soldið erfitt að halda utan um þetta allt saman í hausnum, skiljiði. Ég myndi gefa ykkur svona sneak preview af listanum í fyrra, en hann er bara fastur á hinni tölvunni (og þurrkaðist út af gamla blogginu ...) Man reyndar að tvær efstu myndirnar voru Two Towers og Mulholland Drive ...

Svo var myndin The Doors í sjónvarpinu í gær. Ok ... ég elska Oliver Stone útaf lífinu. JFK er ein af uppáhaldsmyndunum mínum og ég hafði meira að segja lúmskt gaman af Any Given Sunday ... en guð minn góður, fyrr má nú vera að gera leiðinlega mynd. The Doors er Oliver Stone í tilgerðarham og það er alls ekki falleg sjón. Það eru auðvitað nokkur kraftmikil atriði og flott skot og leikararnir standa sig allir vel, en þetta er bara ógeðslega leiðinleg og óáhugaverð mynd. Ég var bara dybt sjokkered sko.

Set svo link á Tobba :)

Og að lokum ...





Athyglissýki mín er greinileg ...

1/01/2004

Gleðilegt ár!

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna!