4/29/2004

Bara allt að gerast!

Jæja, þá er maður orðinn 20 ára gamall - kominn í fullorðinna manna tölu og svona. Ég er reyndar búinn að vera tvítugur í tvo daga núna en hef lítið sem ekkert komist á netið vegna prófalesturs og þess háttar skemmtilegheita.

Það var líka æðisleg tilviljun að einmitt á afmælisdaginn, þann 27. apríl sl., fengum ég, Dagga og Baldvin endanlega staðfestingu á því hvert sumardjobbið okkar verður og það er, skal ég segja ykkur, bara yfirgengileg gleði! Þið getið semsagt átt von á okkur þremenningunum á sjónvarpsskjám ykkar innan skamms ;)

Tvítugsafmæli og fullkomin sumarstörf breyta því þó ekki að ég þarf að fara í heimspekipróf á morgun og er að reyna að komast í gegnum hið langdregna námsefni. T.d. er ég á þeirri skoðun núna að Nietzsche hafi verið hrokafullur og óþolandi andskoti. Sjálfumgleði hans skín í gegnum pre-póst-móderníska textann hans. Ughhh ...

Ég verð nú bara að lýsa yfir undrun minni og aðdáun á því að Baldvin Kári skuli vera í heimspekinámi við Háskóla Íslands. Hann hlýtur að vera meiri og þolinmóðari manneskja en ég til að geta gengið í gegnum slíkt. Allaveganna þolinmóðari. Og ekki get ég séð að heimspekingar séu áberandi neinstaðar í heiminum, ef þeir eru þá yfir höfuð til nú til dags. Ég ætla a.m.k. ekki að leggja á mig þá kvöl að læra meiri heimspeki en þá sem ég nauðsynlega þarf. Og hananú.

4/26/2004

Ógeð

Ég hvet fólk eindregið til að loka augunum í lok bardaga Umu Thurman og Daryl Hannah í Kill Bill vol. 2, nema þeir vilji fá hræðilegar martraðir til æviloka. Echt.

Myndin sjálf er samt virkilega góð. Eiginlega betri en fyrri myndin, þó svo maður ætti í raun að tala um báðar myndinar sem eina heild. Mjög gott hjá Herr Tarantino!

Annars veit ég ekkert hvað ég á að skrifa. Ég var alveg kominn með heila bloggfærslu áðan, en nú er hún bara horfin föður sínum, ef svo má að orði komast. Hvað á ég þá að skrifa um? ... hmmmm ... það er bara einfaldlega ekki hægt að halda einbeitingu þegar maður er að bíða eftir life-changing símtali ... sigh ... Baldvin og Dagga skilja mig ...

4/24/2004

Dimmissjón

Vá hvað gærdagurinn var frábær! Það heppnaðist allt fullkomlega - búningarnir okkar voru miklu flottari en við bjuggumst við (eiginlega bara ótrúlega flottir), atriðið okkar fékk "standing ovation" (kannski vegna þess að við fengum fólkið til að standa upp ...), og svo var djammið um kvöldið án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað, ef ekki það alskemmtilegasta!

Það er bara eitthvað svo æðislegt við að skemmta sér með fullt af fólki sem maður hefur verið með í skóla í fjögur ár. Hvert sem maður sneri sér var frábært fólk. Við í Kærleiksbjarnakrúinu vorum líka mjög dugleg við að faðma fólk og veita því kærleik, þó svo þau skilaboð hafi ekki alltaf komist fullkomlega til skila; Of mikill hávaði til að útskýra hlutina. En flestir voru mjög móttækilegir fyrir faðmlögunum, svo þetta var fínt.

Reyndar kom tímabil í gærkvöldi sem ég hélt að staðurinn myndi einfaldlega hrynja. Þegar fólkið á efri hæðinni hoppaði þá fann maður bara hvernig gólfið bognaði og sveigðist með. Það var þess vegna spurning um hvort maður ætti að vera þar, og detta niður ef gólfið brotnaði, eða vera niðri og verða undir gólfinu ... Ég var reyndar mest niðri vegna þess að DJ-arnir Eyþór og Jakob voru svo miklir snillingar :D Mergjað kvöld í alla staði! Og ég og Sigga fáum að endurtaka það næsta vetur! :P

Lag dagsins er, af augljósum ástæðum, hið væmna I'll Remember með Madonnu. Ef maður ímyndar sér að Madonna sé að syngja um MH þá á það oft alveg skelfilega vel við ... Ekki það að ég sé að stúdera textana hennar Madonnu, hehe. Nei, svoleiðis hluti geri ég bara við Fionu Apple, Sheryl Crow og Stevie Nicks ;)

4/20/2004

Hvað er það sem ég sé?!

Er þetta Sheryl Crow að syngja lag eftir Alanis Morissette?

Nei, iiiiii! Þetta er bara Alanis Morissette að stela klippingunni hennar Sheryl Crow, skirka The Globe Sessions.

Alanis rúlar samt alltaf. Og þá fæ ég hugmynd! Hvað er besta Alanis lagið? Ég segi Mary Jane af Jagged Little Pill, closely followed by Flinch af Under Rug Swept.

4/19/2004

Góðkunningi lögreglunnar

Mér hefur verið tjáð það að ég þurfi að mæta til lögreglunnar í náinni framtíð að gefa skýrslu um atburði sem áttu sér stað síðdegis föstudaginn 16. apríl, en það var einmitt sama dag og Licia Texeira átti afmæli. Ætli þetta sé svona "þegar fiðrildi blakar vængjunum í Brasilíu þá rignir í Reykjavík?"-case? Ég bara spyr!

Maður dagsins er Elmore Leonard. Ég hef reyndar ekki lesið neitt eftir hann, en horfði samt sem áður á heimildarmynd um Jackie Brown í gær og svo Out of Sight um kvöldið, en báðar þessar myndir eru byggðar á verkum hans. Reyndar er maður dagsins frekar Quentin Tarantino, því ég get ekki beðið eftir Kill Bill 2 ... sigh ...

4/14/2004

Guðs útvalda þjóð

Jahá, þá veit maður það: Bandaríkin voru valin af sjálfum guði til að berjast gegn frelsi í heiminum. Þetta segir forseti Bandaríkjanna, George W. Bush. Ætli guð hafi sjálfur sagt Bush þetta? Ef ekki, þá hlýtur það að hafa verið páfinn. Kannski þetta hafi komið fram í páskaræðunni hans? Skildi hvort eð er einhver hvað var sagt í henni?

En heimsmálin skipta mig annars litlu máli í dag. Af hverju? Því ég er kominn á bíl! Kagga dauðans, meira að segja! Það eina sem dregur úr fullkomnun hans er útvarpið, sem er örugglega jafgamalt og bíllinn sjálfur, eða 15 ára. Er ekki alveg að fíla þetta snúnings-tuner dæmi ...

4/11/2004

Sugababes, páskar o.s.frv.

Fór með Steinunni systur á Sugababes og þær voru geðveikar. Komu virkilega á óvart. Stelpurnar kunna meira að segja að syngja! Ég dauðsé eftir því að hafa ekki keypt miða í stæði því þetta voru danstónleikar dauðans! Þegar þær tóku Stronger þá fékk maður barasta gæsahúð - virkilega flott hjá stelpunum.

Stelpurnar sem sátu við hliðina á okkur voru ekki alveg eins skemmtilegar. Þessar ca. 14-15 ára stelpur þoldu það ekki þegar gengið var framhjá þeim (ekkert mátti skyggja á gyðjurnar) en voru svo dónalegar að þær hrintu, spörkuðu og hreyttu óyrðum í fólk sem stóð fyrir framan þær lengur en eina sekúndu. I kid you not. Dónastelpur.

Páskadagur byrjaði á miklum svefni. Svaf fyrst til 10, fór á fætur, sá að enginn var vakandi, fór aftur að sofa til 13, fékk mér páskaegg. Eggið var númer 5, sem er eiginlega of stórt. Ég ætla að láta mér nægja egg númer 2 eða 3 næst, held ég ... á aldrei eftir að klára þetta ...

Gærkvöldið var þó merkilegt fyrir þær sakir að kvikmyndin Cat People var sýnd á Stöð 2. Cat People er æðisleg mynd! Ég komst að því hversu æðisleg hún var snemma í atriði þar sem svartur hlébarði klórar fáklædda vændiskonu sem dettur svo niður stiga og nær einhvern veginn að losa um brjóstarhaldarann sinn í miðju fallinu. Ah, the 80s ... Alveg hreint yndislega hallærisleg mynd.

Svo smá könnun í lokin: Hvaða lag er best að vakna upp við? Ef þið eruð eins og ég og notið græjur eða útvarp sem vekjaraklukku, hvaða lag finnst ykkur best að vakna upp við? Ég segi annað hvort Day One með Gemmu Hayes eða Pavane pour une infante defunte eftir Ravel. :)

Bæti því svo við þeim merku tíðindum að Sigga sjálf er byrjuð að blogga!

4/07/2004

Nylon

Það er svolítið kaldhæðnislegt að nýja, tilbúna stúlknapoppsveitin Nylon skuli velja "Lög unga fólksins" með Unun sem sinn fyrsta síngúl. Ég meina, voru Heiða og Dr. Gunni ekki einmitt anti-ímynd Nylonstelpnanna? Upprunalega lagið er samt fjandi gott og þó svo þessi poppaða útgáfa sé slöpp og kraftlaus, þá efast ég ekki um það að lagið nái einhverjum vinsældum. Vonandi fékk Dr. Gunni vel borgað fyrir ...

Annars er þetta páskafrí búið að vera lítið frí. Bara allt að gerast! Og þegar ég segi allt þá meina ég hluti sem þið fáið öll (vonandi) að heyra betur um þegar nær dregur sumri ... úúúúú spennó!!!


4/04/2004

Fáránlegt

Á föstudaginn fór ég á myndina Taking Lives með Angelinu Jolie í bíó. Myndin byrjaði furðulega vel og var ansi skemmtileg fram að hléi, en þá fór hún að verða frekar hallærisleg og leiðinleg. Hins vegar átti hún eitt það alfurðulegasta og fáránlegasta lokaatriði sem ég hef nokkurn tímann séð í kvikmynd. Ef það hefði ekki komið mér svona á óvart þá hefði ég fengið hláturskast, enda sneri ég mér að Baldvin eftir atriðið og spurði: "Endaði þessi mynd eins og ég held að hún hafi endað?!"

Ég mæli eindregið með því að fólk verði vitni að yfirnáttúrulega skringilegu lokaatriði Taking Lives. En bíðið samt eftir því að hún komi á vídjó.

Maður dagsins er svo John Carpenter fyrir að vera uppáhaldsleikstjórinn minn um þessar mundir. :)