12/13/2006

Enn um námið

Þar sem líf mitt snýst þessa dagana eingöngu um lærdóm, þá eru efnistök mín á þessu bloggi frekar takmörkuð.

Mig langaði bara að segja ykkur frá ritgerðinni sem ég er að skrifa núna. Ég byrjaði fyrir rúmum tveimur tímum (ó, hvað þeir liðu fljótt) og hafði þá varla hugmynd um hvað ég ætlaði að skrifa. Kveið þessari ritgerð stórkostlega.

Núna er ég búinn að skrifa alveg fullt og stend í augnablikinu frammi fyrir því að halda áfram á gagnrýnum, en þó hefðbundnum nótum (sem yrði auðvelt, því þá ætti ég bara innganginn og lokaorðin eftir) ... eða hvort ég eigi að fara í ofurgagnrýnisham og rífa í mig bók sem, ég verð að viðurkenna, mér fannst bara ansi góð.

Vegna þess að ég get það.

Eftir því sem ég skrifaði meira, því augljósara var það hverjir gallar bókarinnar voru.

Klukkan er að verða hálf tvö. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvar eru samtímabókmenntagellurnar Guðrún og Kristín?? I need your help!!

Hins vegar get ég sagt ykkur það að á myspace blogginu mínu er kominn upp listi yfir bestu lög ársins 2006, according to me.

8 Comments:

At 9:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

tíhí.. þetta virðist bara ganga ósköp vel hjá þér núna! ég áttti í vandræðum frá upphafi til enda og skilaði líka inn þessari viðbjóðsritgerð um eiginlega ekki neitt (samt engin fall-ritgerð, vonandi) en sé ekki eftir því, vill bara einbeita mér alfarið að stefnunum. hvernig gengur að læra fyrir þær?

 
At 12:37 e.h., Blogger Lingur said...

úff ... það gengur ekkert sérstaklega vel. er að læra fyrir annað próf sem er á föstudaginn oooog er að gera þessa ritgerð líka! :( en jújú, þetta reddast allt saman!

 
At 1:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hættað læra og kondá msn

 
At 4:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kristin_Asdis@hotmail.com
er msnið mitt ;)

 
At 12:06 f.h., Blogger Lingur said...

Msn á morgun, báðar tvær?

Í kringum kl. 13? Eða eitthvað? Ég verð amk heima allan daginn að læra kvikmyndagreinafræði og kvíða fyrir stefnuprófi! :p

 
At 10:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

that´s a date ;)

 
At 12:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í prófinu á eftir!!!!

 
At 6:18 e.h., Blogger Lingur said...

takk takk :D

var að koma heim. gekk mjög vel! svo vel að ég get leyft mér að vera vongóður fyrir hitt prófið :p

 

Skrifa ummæli

<< Home