5/24/2006

Gasp! Shock! Horror!

Ég var að fá nett áfall rétt í þessu. Ég var að sjá mynbandið við hið klassíska lag The Neverending Story ... og það er KARL sem syngur það! E-r þýskur europoppari með kvenmannsrödd! Tilvera mín er hrunin. Vá hvað mig langar samt að sjá myndina aftur! :D

Já og, eins og Birna segir hjá sér, þá á Silvía ennþá stað í mínu hjarta og mér fannst hún ekki stíga feilspor á neinum tímapunkti úti í Aþenu. Og ekki heldur hér heima. Mér finnst það ótrúlega fyndið að fólk sé að pirrast út í það að hún, Silvía Nótt, hafi ekki mætt í áritun í 20 mínútur. Á ESSO stöð úti í rassgati. So what að það voru grátandi börn. Silvía er örugglega versta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér fyrir börn, foreldrarnir ættu að skammast sín fyrir að fara með þau þangað! Go Silvía, we - love - you!

5/11/2006

Hvernig gera á kvikmyndir leiðinlegar

Sjá eftirfarandi um kvikmyndagreinar (genres):

"Sem vinnutilgátu sting ég upp á því að greinar spretti annaðhvort fram í formi algengra merkingareininga sem þróast vegna setningafræðilegra tilrauna í samhangandi og stöðuga setningabyggingu eða að gamalreynd setningabygging skipti út gömlum merkingarþáttum fyrir nýja. Í fyrra tilfellinu er merkingarmynd greinarinnar þekkjanleg löngu áður en setningamynstrið verður stöðugt og réttlætir það áðurnefnda tvískiptingu greinasafna ..."

Ó tilgangslaust, leiðinlegt kjaftæði, nafn þitt er Kvikmyndafræði.

5/09/2006

Sobokowa Pillow!

Hver man ekki eftir Sobokowa Pillow?

"And now you're going to burn the buck wheat ... It isn't burning! ... Oh my god! It isn't even WARM! HAHAHAHAHA!"

Ah, Sjónvarpsmarkaðurinn ...