Meltu Pétur hneykslisskandall
Í dag var haldin önnur umferð í innanskólaspurningakeppni MH, Meltu Pétur. Meðal keppenda var liðið Sigurliðið MR sem innihélt sjálfan mig, Siggu og Fríðu og kepptum við á móti busalingum sem kölluðu sig Chicks with Dicks. Reyndar má taka það fram að keppandinn Þóra, sem átti að keppa með Sigurliðinu MR, lét ekki sjá sig og fékk Fríða því að taka þátt í hennar stað. Keppnin var hörð og spennandi (eða, já, þannig) og endaði með hrikalega óréttlátum sigri Kvenkarlanna, 14-12. Ég ætla ekki að fara að setja neitt út á keppnina sjálfa, sem var þó ansi skrautleg, en vil taka það fram að sjaldan hef ég séð jafnhrokafulla busa og einmitt í þessu liði. Strákarnir tveir og stúlkan þessi mega eiga sinn sigur, en jafnframt brenna sig á fúlum eldi sjálfumgleði og hroka ...
Þó minnti margt í fasi og framkomu þessara busa mig óneitanlega á mislukkaða tilraun minnar, Döggu, Siggu og Jóns Steinars að fá kosningu sem ritsjórar Fréttapésa á busaárinu okkar í MH. Hét framboðið okkar því smekklega nafni Sýfilis og kepptum við á móti John Lennon. Var auglýsingaherferð okkar einhvern veginn á þann veg að við settum upp plaköt sem á stóð: "John Lennon er dauður!" Þá vorum við hrokafullir andskotar. Við töpuðum svo kosningunum með yfirgnæfandi minnihluta. Ég var ekki einu sinni viðstaddur sjálfa kosninguna, heldur flúði ég á The Mexican í bíó, ef mig minnir rétt ... Ég á meira að segja myndir sem sanna þetta, þó svo ég haldi að Dagga eigi original plakötin einhversstaðar vel falin inni í skáp ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home