11/29/2005

Scorpions

Þið ykkar sem misstuð af myndbandinu sem ég og Bryndís Jónatans gerðum við lagið Scorpions með Isidor geta dánlódað því hérna! Þið þurfið kannski að horfa á það í VLC - ég gat a.m.k. ekki spilað það með Quicktime - en ef þið eigið ekki VLC fyrir þá þurfið þið að eiga það!!!

Ég var ekki búinn að horfa á þetta myndband í nokkuð langan tíma, en við gerðum það í byrjun ársins. Núna þegar smá tími er liðinn er ég kannski ekki aaaaalveg eins ánægður með það og ég var þá, en það er ýmislegt flott í því. Ef við hefðum gefið okkur aðeins meiri tíma í upptökur (við tókum upp í, hvað, 3 daga?) þá hefði þetta getað orðið megaflott. En eins og það er þá er það bara flott. Freydís og Arna, aðalleikkonurnar tvær, eru sérstaklega flottar!

En endilega kíkið á vídjóið og síðuna hjá strákunum í Isidor, þeir eru afskaplega góðir strákar!

11/17/2005

Ótrúlegt en satt

Í dag þegar ég var að labba heim úr skólanum var ég að hlusta á lag af nýja disknum hennar Sheryl Crow, Wildflower, á iPodnum mínum. Þegar ég geng inn í íbúðina slekk ég á iPodnum og tek af mér eyrnatólin ... en af einhverjum undarlegum ástæðum heyri ég lagið halda áfram, aðeins lægra. Ég tékka á iPodnum til að athuga hvort ég hafi ekki örugglega slökkt á honum. Jú, hann er hættur að spila. En lagið heldur áfram. Ég lít í kringum mig. Geislaspilarinn okkar er í gangi. Baldvin er að spila diskinn hennar Sheryl Crow, sama lag ... og það er á NÁKVÆMLEGA SAMA STAÐ OG Í iPODNUM MÍNUM! Ekki grín - það rúllaði hreint og beint í gegn með engu hiki.

Ég sé heiminn á nýjan hátt eftir þetta magnaða atvik.

11/13/2005

Ooh la la

Ég kom. Ég sá. Ég DJ-aði.

And I liked it. (And I think the people did too ...)

11/04/2005

I'm like so pirred!

Eru það einhver kvenréttindi eða mannréttindi að ég þurfi að hlusta á hóp kvenna tala niðrandi um karlmenn og megi ekki segja orð, vitandi það ef ég væri að tala á sama hátt niðrandi um konur að þá myndu þær rífa mig í sig að lokum? Þetta tvöfalda siðferði sem karlar þurfa að lifa við í dag er orðið ansi pirrandi, sérstaklega þegar konur telja sig hafa rétt á því að bauna yfir karla. "Þetta er náttúrulega bara common knowledge, svona er þetta einfaldlega ..." Er það já? Ekki fell ég inn í skilgreininguna á þeim karlmönnum sem þessar konur voru að tala um. Ekki falla neinir karlkynsvinir mínir undir þessa skilgreiningu. Það að konur hafi verið kúgaðar í mjög langan tíma þýðir ekki að þær hafi sérstakan rétt á því að tala illa um samtímamenn sína sem kúga þær ekki.

Og svo þurfti ég líka að sitja undir því að, í fræðilegum fyrirlestri, klæðskipti karla voru sögð pervertismi. Ef ég hefði átt að skrifa umsögn um þann fyrirlestur og gefa einkunn hefði ég gefið honum 0 og skrifað að þegar svona heimskuleg og asnaleg ummæli koma fram í byrjun fyrirlesturs þá er ekki hægt að taka mark á neinu sem eftir fylgir. Fyrirlesturinn var þess vegna drasl.

11/02/2005

All my world in one grain of sand ... and you own it ...

Ég er officially orðinn fan ... Þetta er bara svo übersvöl hljómsveit!

Annars taka glöggir eftir því að ég er búinn að breyta smá til. Farin er gamla ógeðslega myndin og eiturgræna útlitið. Sömuleiðis er kommentakerfið farið sem er miður því ég nenni eiginlega ekki að setja það upp aftur. En ég geri það samt ... bara ekki í kvöld ... Stay posted! :P