6/19/2004

Myndbandaraunir

Í gær þegar ég fór út að taka vídjó (því ekkert er betra í þessum heimi en að slappa af með nokkrar góðar myndir) þá hitti ég fyrir stóran stúlknahóp, ca. 15-16 ára gamlar, sem var í leit að góðri hryllingsmynd fyrir kvöldið. Einhverjar af stelpunum hljóta að hafa verið vel skólaðar í hryllingsmyndafræðum, því margir titlanna sem þær nefndu hljómuðu vel í eyrum mínum, og sem sjóað hryllingsmyndafrík get ég sagt að það þarf mikið til ef á að heilla mig upp úr skónum með hryllingsmyndavali.

Þegar ég yfirgaf staðinn voru þær samt sem áður búnar að velja þessa mynd. Hvílík sóun.

Ég tók hinsvegar myndirnar American Splendor og Donnie Darko. Báðar voru góðar, en Donnie Darko var sérstaklega eftirtektarverð. Ég dýrkaði það hvernig Richard Kelly, leikstjórinn, náði að skapa algjörlega súrrealískt en samt eðlilegt andrúmsloft. Uppáhaldssenan mín í myndinni er án efa skólasenan: fyrri hluti senunnar er allur í slo-mo með engu hljóði öðru en hinu magnaða lagi "Head over Heals" með Tears for Fears og er í einni langri töku. Seinni hlutinn er líklegast furðulegasta kynning-á-nýja-nemandanum-atriði sem ég hef séð. Meikar ekki neitt sens ... but it feels right. Ég varð ástfanginn af myndinni í þessu atriði. Ég ætla reyndar ekki að vera eins og margir aðrir og pæla þessa mynd til dauða (hún er alltof flókin til þess ...)

Svo hef ég líka farið nokkuð oft í bíó í vikunni ...

Troy: Leiðinleg, ljót og illa, illa leikin mynd. Verst eru Orlando Bloom og Diane Kruger sem Paris og Helena. Orlando er auðvitað svo náttúrulega hæfileikalaus að það var ekki annað hægt en að fá algjörlega karakterlausa og vofulega mótleikkonu fyrir hann. Ömurleg mynd.

Mean Girls: Ég fílaði þessa mynd í botn. Hún er virkilega fyndin og skemmtileg og er með feelgoodgenið á hreinu. Miklu betri mynd en margir halda.

The Ladykillers: Mikil vonbrigði frá Coen-bræðrum, en alls ekki einskis virði. Ótrúlega töff myndataka og Irma P. Hall og Tom Hanks eru briiiiilliant.

6/18/2004

Esther

Eitthvað er blogger að láta leiðinlega við mig. Kannski birtist þessi færsla, kannski ekki. Kannski birtist það sem ég skrifaði síðast og er búinn að publisha 20 sinnum, kannski ekki. Hver veit.

Það eina sem er fyrir víst í þessum heimi er að í dag tókst okkur Hjartsláttarkrökkum að lifa af daginn án framleiðanda, sem lá veikur heima (excuses, excuses ... ;D) og án venjulega tökumannsins okkar. Þetta var erfitt, en tókst að lokum. Og núna er hægt að hvíla sig.

Ég hefði þó varla getað lifað daginn af ef ekki hefði verið fyrir eina skemmtilegust frétt sem ég hef heyrt lengi. Söng,-leik- og athafnakonan Madonna hefur tekið upp nýtt nafn. Héðan í frá gengur hún undir nafninu Esther. Í alvöru. Lesið um það hérna.

Svo ætla ég að setja link á Berg, en það hef ég ætlað að gera í laaaaaangan tíma!

6/12/2004

Færslan sem hvarf ...

Ég skrifaði þetta fyrir nokkrum dögum en blogger lét eitthvað illa og eyðilagði allt saman, svo ég hélt að færslan hefði horfið í heild sinni. En viti menn! Hún var bara ekkert horfin, og birtist því hér með:

Krítík

Í dag birtist fyrsta fjölmiðlakrítíkin um Hjartslátt í Morgunblaðinu. Það var Arnar Eggert Thoroddsen, skyldmenni mitt, sem skrifaði gagnrýnina og var hún mjög jákvæð, jafnvel þó við höfum verið sögð nördaleg. Við erum náttúrulega hreykin af nörddómi okkar, annars værum við ekkert að þessu. Ég vildi þó að minn nördismi fengi meiri athygli, og því er aldrei að vita nema umfjallanir um evrópskar hryllingsmyndir eigi eftir að finna sér stað í næstkomandi Hjartsláttarþáttum. Kannski.

6/09/2004

Beiðni til Hryllingsmyndaguðsins

Kæri Hryllingsmyndaguð,

Fáðu Íslendinga til að sjá ljósið og taka myndirnar Saw og Haute Tension til sýninga, helst strax í næsta mánuði. Ég á erfitt með bíða lengur en það. Í raun fæ ég taugaáfall ef ég þarf að bíða mikið lengur en það. Og ég veit ekki hvað ég geri ef þær koma ekki í bíó yfir höfuð!

Kærar þakkir,
Undirritaður.

Áhugasamir, farið rakleiðis á linkana hér fyrir ofan og náið í trailerana. Sérstaklega Saw. Ég held ekki vatni ...

'Tis finissshhhhed!

Heimurinn er á hraðri niðurleið, sbr. þessa könnun hérna.

Hvað er að fólki? Hvað varð um alla kvikmyndaáhugamenn landsins? Hvar er sómakennd ykkar? Eða sannfæring? Eða rökrétt hugsun?!

Nú flyt ég til Ameríku.

Annars býð ég gestum og skoðandi að segja mér úr hvaða mynd fyrirsögnin af þessari færslu er. Setningin er sögð í lok myndarinnar og á dánarbeði segjandans, sem segir í framhaldi: "Where is my god? He has abandoned me!". Giskið nú!

6/08/2004

Ég er ekki hættur að blogga!!!

Contrary to popular belief, þá er ég ekki hættur að blogga. Ó nei, þið losnið ekki svo auðveldlega við mig. Hins vegar hef ég mun minni tíma til að blogga þessa dagana, sbr. klippitörn til klukkan 2 um nótt í gær.

Helstu fréttir þessa dagana eru þó að Cecilie Dyngeland ætlar að leggja land undir fót þann 5. júlí næstkomandi og þá verður stanslaus gleði!

Og allir að kíkja hingað á mbloggið okkar! FARIÐ OFT! Þá komum við á forsíðuna hjá mbloggurunum! :)