3/20/2005

Spenningur

Núna eru tæpar 5 vikur í að ég fari til Sviss og Ítalíu og ég get hreinlega ekki beðið! Ég verð líklegast mestallan/allan tímann í Róm á Ítalíunni, en erfiðara er að ákveða hvert ég á að fara í Sviss ... ég er náttúrulega búinn að sjá mest þar ... verð auðvitað mestan tímann í Bern, eitthvað í Basel ... en hvað svo?

Ef þið væruð að fara til Sviss, hvert mynduð þið þá fara?

Svo er svo gaman að pæla ... hvað á maður að gera í útlandinu? Svo ég hef ákveðið að búa til smá lista, lista sem þið megið endilega bæta einhverju við þó svo ég setji þann fyrirvara á að ég fylgi ekki tillögum ykkar nema þær séu góðar, svo endilega vandið ykkur gott fólk! Listi þessi ber nafnið:

When in Rome ... (hvað annað??)

* Þá fer maður og skoðar náttúrulega fullt af sögulegum hlutum og byggingum. Þetta segir sig sjálft, svo ég eyði ekki meiri tíma í það. Ég tvínóna ekki við það! Hananú!

* Þá fer maður á ítalskt kaffihús og fær sér alvöru ítalskt kaffi. Espresso er algjört must, þó svo mér finnist það ekkert sérstaklega gott ...

* Þá fær maður sér ítalskan ís. Og ítalska pizzu. Og ítalskt pasta. O.s.frv. ...

* Þá gerir maður hvað sem maður getur til að hafa upp á Dario Argento, átrúnaðargoði manns, og reynir að fá að taka mynd af honum, sérstaklega með sjálfum sér með á myndinni. Og svo biður maður um að fá að leika í mynd eftir hann, helst sem fórnarlamb (pælið í því að láta Dario drepa sig ... ah, the joy ... eða kannski er ég bara furðulegur ...) og svo lætur maður hann ekki vera það sem eftir er dvalarinnar.

* Þá finnur maður Profondo Rosso búðina sem ofangreint átrúnaðargoð á og nýtur þess að vera ítalskt hryllingsmyndanörd ...

Og hvað meir? Mér dettur ekkert í hug í augnablikinu ...

Annars er ég mjög hrifinn af því að margir hafa séð myndbandið okkar Bryndísar, eins og hún var að kommenta um, en ég hef reyndar ekki séð það sjálfur í sjónvarpinu. Hafið þið séð það? Do tell!

Og til að klára þetta þá langar mig að taka það fram að allir þeir sem hafa áhuga á Andrew Lloyd Webber, söngleikjum, fallegum og yfirgengilega íburðarmiklum kvikmyndum, eiga ekki að láta The Phantom of the Opera fram hjá sér fara! Ææææææðisleg mynd og ææææææðisleg tónlist! En ekki fyrir alla. Baldvin fannst þetta t.d. leiðinlegasta mynd sem hann hafði séð. Það er bara kjaftæði. Phantom er málið! Gogo Phantom! Já og Love and Death eftir Woody Allen! Óóóóógeðslega fyndin mynd!

3/09/2005

Lífsins vandamál ...

Er ég hættur að blogga eða er ég ekki hættur að blogga?

Either way, blame it on my wild heart!

Ekkert hefur verið ákveðið. Ennþá. Punktur.