11/26/2003

Landafræðipróf og fleira ...

Af hverju er LAN103 ekki próflaus áfangi? Og af hverju verður prófað úr 200 blaðsíðum í klukkutíma löngu prófi? Og af hverju er fólk á móti Mariuh Carey?

Ég hef bætt Baldvini við á linkalistann og fær hann því plássið sitt aftur. Hann verður meira að segja settur fyrir ofan Döggu, þar sem vináttuböndin við Dagbjörtu voru svo sterk að hún plummaði mér úr toppsæti linkalistans síns í einhverja stafrófsraðaða plebbaröð!

Fyrir þá sem vissu ekki, þá er Baldvin, a.k.a. Bíóvin (þó svo ég muni aldrei á ævinni kalla hann það, enda finnst mér þetta ekki flott nafn, bara sorry ...), kvikmyndagagnrýnandi. Ég er þó sjaldnast sammála honum og skil ég ekki alveg alltaf hvernig mér tekst að draga hann á myndir eins og Wrong Turn eða Freddy vs. Jason, sem hann fílar engan veginn. En hann kemur nú samt :)

En af því ég fór nú að tala um Mariuh Carey, kvenkynsútgáfuna af Michael Jackson, þá langar mig að tala aðeins um Jacko. Ég er farinn að vorkenna aumingja manninum óheyrilega mikið. Ég trúi því t.d. ekki að hann hafi misnotað þetta krabbameinsveika barn, enda er fjölskyldan víst þekkt fyrir svona ásakanir eins og sést í þessari frétt. Maðurinn er sjálfur bara stórt, ljótt, ríkt barn. Mæli því með því að fólk styðji manninn og fari hingað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home