10/31/2005

Happy Halloween!

Innflutningspartý og hryllingsmyndamaraþonpartý heppnuðust bæði vonum framar, þrátt fyrir slæmt veður á föstudaginn. Ég skil það mjög vel og fyrirgef fullkomlega þeim sem ekki komust vegna færðar, en það var eiginlega bara ágætt því ég bauð allt of mörgum hvort eð er ... hohoho.

Á laugardaginn fór ég ekki út úr húsi allan daginn. Vaknaði mjög seint, horfði á nokkra Desperate Housewives þætti (er að reyna að "catch-up" til að geta byrjað á nýju seríunni) og svo hófst hryllingsmyndatörnin. Þar sem ég var ekki búinn að horfa á sumar þessara mynda í smá tíma, þá komu sumar svolítið á óvart ...

Friday the 13th, t.d., kom mjöööög mikið á óvart. Ég var alveg búinn að steingleyma því, og hafði í raun og veru aldrei gert mér grein fyrir því, hvað þessi mynd er hrikalega léleg og leiðinleg. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég skrifaði færsluna hér að neðan. Og ég held að ég hafi í alvörunni ekki horft á þessa mynd síðan ég var 12 ára. Morðatriðin eru öll subbulega skemmtileg, en þessi mynd er aldrei spennandi og aldrei áhugaverð. Flest atriðin eru allt of löng og óklippt statísk skot af persónum að gera ekki neitt. Það er alveg magnað atriði nálægt endanum þar sem aðalpersónan, ein inni í kofa, fer að hita vatn. Eitt skot, óklippt, minimal hreyfing á myndavélinni, í svona 20 mínútur, af henni að hita vatn. Þetta gerist í LOKIN Á MYNDINNI þegar hún á að vera sem mest SPENNANDI! Guð minn góður, hvernig varð þessi mynd svona vinsæl?

Jú ... það er náttúrulega bláendirinn. "Kill her mommy ... kill her!" En yndislega hallærislegt!

Arachnophobia er drulluskemmtileg mynd. Það var alveg jafn gaman að horfa á hana í gær og fyrr í vikunni og ég get ekki sagt það um margar myndir. Hún er bara svo easy-going og skemmtileg. Fólkið sem horfði á hana var a.m.k. að fíla hana í tætlur!

House of Wax kemur á óvart! Hún er svo fagmannlega gerð. Leikararnir eru allir hryllilega lélegir ... NEMA aðalleikkonurnar tvær, þær Elisha Cuthbert og ... já ... Paris Hilton. Þær eru kannski ekki "góðar" en þær yfirgnæfa samleikara sína algjörlega. Svo er þetta svo nasty mynd. Eins og ég segi, kemur á óvart!

In the Mouth of Madness. Eins og ég sagði fyrr þá hefur endirinn á þessari mynd alltaf farið svolítið í taugarnar á mér, og reyndar allur seinni helmingur myndarinnar - eða frá því bærinn Hobb's End finnst. En ... í gær þá breyttist sú skoðun. Ef maður lítur á þessa mynd sem eina, stóra langa og óþægilega martröð þá virkar hún eiginlega. Gengur a.m.k. upp þar sem "rökrétta"-útgáfan gekk ekki upp. Þetta var a.m.k. í fyrsta skiptið sem ég hef horft á þessa mynd sem ég var alveg sáttur í lokin. Svo eru náttúrulega nokkrar senur í henni sem eru með því mest ógnvekjandi sem gert var á 10. áratugnum!

Lag dagsins: La Tortura með Shakhóru feat. Alejandro Sanz.
Myndband dagsins: La Tortura með Shakiru feat. Alejandro Sanz.
Setning dagsins úr myndbandi.is dagsins: "Yeah, at the gay club." - J. Ho í Get Right myndbandinu að vinna óendanlega marga samkynhneigða aðdáendur á sitt band! You go girl! :*

10/27/2005

Heimsbókmenntatékklisti #1

Don Kíkóti eftir Cervantes- check
Hjarðljóð og búnaðarbálkar Virgils - check
Satýrikon eftir Petróníus- check
Ástarljóð Óvídíusar - check
Pride & Prejudice - check
Brúðuheimili Ibsens - check
The Stand eftir Stephen King - check
auk ótal brota og búta úr öðrum þekktum verkum. Gott að halda svona skrá til að sýna öðrum hversu menningarlegur maður er. +0( (fyi þá er þetta ælu-broskall, í þeirri merkingu að ég er að æla yfir þá hugmynd að maður verði að sýna öðrum hversu menningarlagur maður sé. Eða hvað? Er þetta kannski kaldhæðni? Öfug kaldhæðni? Dramatísk kaldhæðni? Haldkæðni? Handklæði?)

...

Annars er Hryllingsmyndamaraþonlistinn minn farinn að fá mynd. Eins og allir vita þá er 31. október, a.k.a. Hrekkjavaka, á mánudaginn næsta og þess vegna ætla ég að liggja í hryllingsmyndum allan laugardaginn. Glöggir muna kannski eftir því að mig langaði óstjórnlega mikið til að gera þetta á sama tíma í fyrra en þá þurfti ég að vinna. Ekkert svoleiðis bögg um þessa helgi!

Myndirnar sem horft verður á eru eftirfarandi:

Arachnophobia - Besta kóngulóamynd allra tíma. Óóóóóógeðsleg!
Friday the 13th - Fyrsta myndin og jafnframt sú besta. Já ... "besta" ... alltaf gaman að horfa á hana. Svo er hún líka UNCUT! Úje!
In the Mouth of Madness - Þetta er svona "crazy" mynd kvöldsins. Mest scary í heimi til að byrja með og svo bara frekar hallærisleg ... En alveg þess virði!
House of Wax - Já þetta er endurgerðin. Já mér fannst hún skemmtileg. Já Paris Hilton er í henni. Nei mér fannst hún ekki leika illa. Já ég hata hana samt.
Black Sabbath - Ég ætla a.m.k. að horfa á þessa svo kannski maður byrji á henni? Þrjár stuttar ítalskar hrollvekjur eftir Mario Bava.

Svo langar mig náttúrulega ekki að halda hryllingsmyndakvöld án þess að horfa á Argento, svo ég fer kannski betur yfir myndirnar hans. Og eru það ekki lög að horfa á Halloween?

Ef ykkur langar að njóta hryllingsmynda allan laugardaginn, látið mig vita og kíkið í heimsókn!

10/21/2005

Hugleiðingar á meðan hlustað er á "You're Speaking My Language" með Juliette and the Licks

Mér finnst það svolítið sniðugt það sem plötuútgefendur eru byrjaðir að gera í auknu mæli núorðið - að gefa út geisladiska með aukaefni. Þetta er svolítið svipað og hugmyndin á bakvið aukaefnið á dvd-diskum, þ.e. áhorfendur fá tækifæri til að skyggnast á bakvið geisladiskagerðarferlið, en ég held að þessi mikla aukning núorðið sé vegna þess að það verið að kópera alla nýja diska til helvítis.

Aukaefnið, þó svo hægt sé að kópera það líka, gerir kaupin á plötunni þess vegna aðeins meira aðlaðandi, fyrir utan það að hægt er að hlusta á suma diska í 5.1 surround og alles. Ég er allavega mjög hrifinn af þessu framtaki og finnst það miklu betra en helvítis Copy Protection draslið sem er ekkert annað en mannskemmandi. Ég sver það, ég hugsa mig tvisvar um að kaupa disk ef hann er copy protected - þá get ég ekki sett hann inn á iPodinn nema með miklum erfiðismunum! Hvað varð um notendavænar vörur?

Annað sem ég er að fíla mjög mikið, í svipuðum dúr, eru DVD-diskar með tónleikum. Þar sem við Íslendingar fáum sjaldnast tækifæri til að sjá tónleika með uppáhalds erlendu hljómsveitunum okkar þá eru þessir diskar mjög tímabærir og yndislegir. Kannski ekki sama orkan og sama stuðið og á alvöru tónleikum, en næstum því ...

Ég á nú ekki marga svona diska (e-a með Fleetwood Mac, eina Stevie Nicks tónleika frá '87 og svo Tori Amos að spila á tvö píanó í einu) en mig langar að bæta í safnið. Langar t.d. mjöööög mikið í Goldfrapp live (Wonderful Electric) og líka Scissor Sisters diskinn sem inniheldur e-r myndbönd. Og af hverju eru ekki til fleiri Tori Amos diskar? Og hvar eru Tusk og Mirage tónleikaferðirnar með Fleetwood Mac? Myndbandasöfn eru líka svöl. Eins og við má búast frá mér þá á ég Greatest Hits-safnið með Sheryl Crow og mig langar óeðlilega mikið í Ultimate Kylie myndböndin ...

Annars bíð ég spenntur eftir að fá Dual Disc-útgáfuna af Extraordinary Machine með Fionu Apple - loksins, loksins fæ ég að sjá hana live! Sem er afrek í sjálfu sér vegna þess að stúlkukindin spilar helst ekki live! Ég var hins vegar ekkert sérlega spenntur fyrir Deluxe-útgáfunni af Wildflower með Sheryl Crow, enda var hann svolítið dýr. Nú hef ég samt horft á aukaefnið á The Beekeeper með Tori Amos og einnig á So-Called Chaos með Alanis Morisette og svei mér þá ef ég fílaði ekki diskana betur eftir það. Það er bara eitthvað svo töfrandi við það að sjá uppáhaldslistamennina sína tala um verk sín eða flytja þau án allra milliliða.

Djöfull langar mig á tónleika í kvöld! :(

Jón er kominn heim

Loksins! Loksins er ég losnaður úr þessu þriggja vikna helvíti sem kallast "ekki-nettengdur" og er nú kominn online for good! (7-9-13).

Þar sem ég var víst búinn að lofa fólki (og sjálfum mér) að byrja aftur að blogga þegar þessum merka áfanga væri náð, þá verð ég víst að standa við það, þó svo ég leyfi mér að efast um að fagnaðarerindið berist út fljótt þar sem ég hef í raun og veru ekki bloggað í háa herrans tíð.

Eins og er er ég staddur í lok verkefnaviku í Háskólanum, búinn að læra fullt en samt ekki nóg, og sé fram á stanslaust stuð um helgina, enda er þetta vinnuhelgin mín og hvar skemmtir maður sér betur en í vinnunni? Ha? Haaaaaa?!?!?!?!

Í gær fór ég að sjá Andreu Gylfa syngja uppi í Samtökum og það var megastuð. Sérstaklega var gaman vegna þess að fyrr um kvöldið hafði verið Gay Day hjá FSS og þau buðu upp á frían bjór fyrir meðlimi. Þar sem aðeins þrír meðlimir mættu lungann af kvöldinu þá var stöðugt verið að rétta mér nýjan bjór, sem var auðvitað ágætt og gott fyrir budduna.

Svo sömdum ég og Birna nýjan texta við lagið "Jón er kominn heim":

Ég er feit og ég er ljót
Jón er kominn heim!

Finnst ykkur þetta ekki eiginlega betrumbæting?

10/13/2005

Ekki alveg farinn ...

Nei, ég er ekki alveg dauður úr öllum æðum, þó svo raunin virðist önnur. Í augnablikinu er ég einfaldlega að bíða eftir því að verða nettengdur í nýju íbúðina mína. Þá hefst gamanið á ný.