1/25/2004

Framtíðarplön

Af hverju þurfa kvikmyndaskólar að vera svona erfiðir?!

Skólinn sem mig langar mest í heitir AFI-Conservatory en þeir taka bara við manni hafi maður BA-próf eða 3-5 ára reynslu af kvikmyndagerð (sem ég hef svosem í sjálfu sér, bara voða, voða amateur ...) Svo er annar danskur skóli sem hljómar mjög vel, en er bara í 8 mánuði og ... æi, málið er að ég er svo viss um ágæti sjálfs míns að ég held að ég þurfi ekki að læra voða mikið þannig séð, ég er miklu frekar að leita eftir connections og svoleiðis (David Lynch, Darren Aronofsky og grilljón önnur uppáhöld fóru í AFI), og ég veit ekki hversu mörg contökt maður fær í danmörku ... jú, Alan Parker er einn af Honorary meðlimum ... en samt ...

Það lítur því allt út fyrir það að ég hunskist bara í Bókmenntafræði í Háskólanum þegar ég klára MH. Fékk skyndilega áhuga á því þegar ég frétti af stelpu sem var að skrifa BA-ritgerð um freudisma í Lísu í Undralandi! Joygasm segi ég nú bara! Og fer maður svo þaðan í AFI? Er ekki bara málið að meika það feitt hér á landi, fara með verki(ð/n) á Sundance og rúla pleisinu? Annaðhvort það eða AFI ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home