ÚSLTAA!!!
Eða "útsala" eins og Smáralindin stafar það. Ég elska útsölur. Ég og Sigga vorum að skoða okkur um í Kringlunni og Smáralind og sáum ýmslegt áhugavert en keyptum lítið því það var allt lokað. Ég stóðst þó ekki mátið og fékk mér bæði Fatal Attraction og Ladyhawke á DVD. Ladyhawke inniheldur skemmtilegustu fantasíumyndatónlist í heimi. Synthar rúla!
Tölvan mín kemur aftur úr viðgerð á mánudaginn og mun ég þá hefjast handa við að búa til the ultimate kvikmyndannál, svona eins og í fyrra. Meðal þess sem mun koma fram á listanum verða bestu og verstu myndir ársins og annað þess háttar auk annarra skemmtilegra liða sem eru reyndar ekki alveg tilbúnir í hausnum á mér. Það er soldið erfitt að halda utan um þetta allt saman í hausnum, skiljiði. Ég myndi gefa ykkur svona sneak preview af listanum í fyrra, en hann er bara fastur á hinni tölvunni (og þurrkaðist út af gamla blogginu ...) Man reyndar að tvær efstu myndirnar voru Two Towers og Mulholland Drive ...
Svo var myndin The Doors í sjónvarpinu í gær. Ok ... ég elska Oliver Stone útaf lífinu. JFK er ein af uppáhaldsmyndunum mínum og ég hafði meira að segja lúmskt gaman af Any Given Sunday ... en guð minn góður, fyrr má nú vera að gera leiðinlega mynd. The Doors er Oliver Stone í tilgerðarham og það er alls ekki falleg sjón. Það eru auðvitað nokkur kraftmikil atriði og flott skot og leikararnir standa sig allir vel, en þetta er bara ógeðslega leiðinleg og óáhugaverð mynd. Ég var bara dybt sjokkered sko.
Set svo link á Tobba :)
Og að lokum ...
Athyglissýki mín er greinileg ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home