Líf á Mars
Eitt skil ég ekki alveg. Hverjum er ekki sama þótt það hafi verið líf á Mars. Ég get ekki séð í fljótu bragði að líf á Mars muni breyta nokkrum sköpuðum hlut hér á jörðu niðri. Nema þá kannski fært rök fyrir því að Biblían hafi verið uppspuni, en er ekki búið að færa nokkuð góð rök fyrir því nú þegar? Ég get t.d. ekki ímyndað mér að trúað fólk fari að afneita trú sinni í hrönnum bara vegna þess að líf var uppi á Mars fyrir e-um billjónum ára. Það eina merkilega sem gæti komið út úr þessu öllu saman eru einhver merkileg lífsýni sem finnast og hjálpa mönnum við að búa til veru, sambland af manni og Marsbúa, sem svo tekur sig til og flýr búr sitt og lifir villtu kynlífi með sem flestum áður en hún drepur bólfélaga sína með skot-tungu og oddhvössum fálmurum, sem þó eru huldir bakvið mannlega húð. Æ nei, þetta er plottið í Species ... úps.
Ég held allaveganna að það yrði miklu merkilega ef líf fyndist á einhverri plánetu sem er ekki alveg jafnplebbaleg og 5-minutes-ago eins og Mars. T.d. Plútó.
Svo hefur Hjalti hennar Döggu hafið blogg, sem mun vísað í hér til hliðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home