1/08/2004

Kvikmyndaannáll 2003

Jahá. Hér er hann í allri sinni átta-blaðsíðna dýrð. Ég vil bara taka það fram strax að þessi listi er engan veginn tæmandi vegna þess að ég sá einfaldlega ekki allar þær myndir sem komu út í fyrra. Þannig að ef ykkur finnst eitthvað vanta þá sá ég það örugglega ekki. Eða fannst það bara lélegt. Who knows.

Anyways, listinn segir sig eiginlega sjálfur, svo ég hef litlu að bæta við þennan inngang.

Bestu myndir ársins

Ég ákvað að skipta bestu myndum ársins í tvo hluta, þ.e. 9 allra bestu myndir ársins - myndir sem eiga eftir að lifa góðu lífi löngu eftir þetta ár - og svo 10 aðrar myndir sem mér fannst persónulega mjög góðar, en eru kannski ekki svo ýkja merkilegar til lengri tíma litið. Þær bestu eru …

9. Mystic River (Clint Eastwood)

Mega-mikið fjölskyldudrama. Frábærlega vel leikin og vel gerð mynd og er, fyrir utan ROTK, eina myndin á þessum lista sem á möguleika á því að vinna einhver verðlaun á óskarnum í ár.

8. Irréversible (Gaspar Noé)

Kýldur-í-magann-mynd ársins. Ekki beint eitthvað sem maður vill horfa á oft en er einfaldlega svo kraftmikil að það er ekki hægt að líta framhjá henni. Virkilega gróf og ofbeldisfull og alls, alls ekki fyrir viðkvæma. Virkar mjög líkt og kjaftshögg og þó svo það sé óþægilegt þá er það eftirtektarvert og merkilegt.

7. Femme Fatale (Brian DePalma)

Stílísk fullkomnun. Það eiga eflaust margir eftir að verða pirraðir á þessari mynd því hún svindlar svo sannarlega á manni og gerir það eftirminnilega, en líkt og í Profondo Rosso eftir Dario Argento, þá er svindlið gefið upp strax í byrjun og er á ábyrgð áhorfandans að fatta það. Hann getur sjálfum sér um kennt ef hann pirrast á endanum, eða bara notið þess að láta meistara á borð við Brian DePalma rugla sig aðeins í ríminu.

6. Far From Heaven (Todd Haynes)

Vá, þessi mynd var bara FULLKOMIN og er algjört æði fyrir bíónörda. 50s mynd með söguþræði sem engin 50s mynd hefði þorað að hafa. Óaðfinnanlega leikin, tekin upp og bara allt.

5. Frida (Julie Taymor)

Julie Taymor heldur áfram að skemmta mér konunglega. Þó svo þessi mynd um Fridu Kahlo sé ekki endilega besta eða dýpsta frásögn af lífi konunnar þá er hún án efa sú skemmtilegasta og flottasta. Kvikmynd og málaralist blandast saman og útkoman er með fallegustu myndum ársins. Tónlistin eftir Elliot Goldenthal er líka mögnuð.

4. 28 Days Later (Danny Boyle)

Pjúra-hryllingsmynd ársins. Virkilega gróf og harðsoðin en á sama tíma stílísk, flott og full af húmor. Á pottþétt eftir að verða klassísk í framtíðinni.

3. Kill Bill vol. 1 (Quentin Tarantino)

Ætli ég sé ekki bara ennþá fúll út í þá Miramax-kumpána að klippa þessa mynd í tvennt? Sem ein og sér er Kill Bill vol. 1 ein besta mynd ársins, en í heild sinni gæti hún verið á toppnum.

2. May (Lucky McKee)

Ef ROTK hefði ekki komið út þá hefði ég sett May á efasta á listann, því hún er svona í persónulegu uppáhaldi. Ímyndið ykkur að Sally úr The Nightmare Before Christmas væri til í alvörunni ... þetta er myndin um það hvernig líf hennar gæti verið. Besta svarta kómedía sem ég hef séð lengi (og algjört must fyrir hryllingsmyndafíkla).

1. The Return of the King (Peter Jackson)

Hvað get ég sagt? Hreinasta kvikmyndasnilld síðari ára. Ég get engan veginn lýst þessari mynd í fáum orðum, mæli bara með því að þið lesið það sem annað fólk er að skrifa því I'm at a loss for words ... sjáið hana bara, helst oftar en einu sinni.

Næstum því, en ekki alveg … (í stafrófsröð):

Þessar myndir eru meira í persónulegu uppáhaldi hjá mér og tengist það ekki endilega gæðum þeirra.

Finding Nemo
Ellen DeGeneres er nýja goðið mitt.

Freddy vs. Jason
Ekki góð mynd á neinn mælikvarða ... en samt!

Gothika
Ótrúlega töff og skemmtilegur spennutryllir sem meikar álíka mikið sense og textarnir hennar Leoncie, en hverjum er ekki sama um það?!

Identity
Fyrstu 2/3: Fullkomið. Næsti 1/4: Tilgerðarlegt. Síðasti 1/4: Kúúúúúúl ...

Matrix Reloaded / Matrix Revolutions
Ok, mér er drullusama hvað öðrum finnst - ég fíla þessar myndir í botn. Reloaded er ultra-flott og einfaldlega mjög skemmtileg og Revolutions var skemmtilegasta stríðsmynd ársins fyrir utan ROTK!

The Ring
Sama hér. Af öllum myndum í ár var líklegast vinsælast að hata þessa, þó svo að japanski forverinn hafi verið meðalmynd í mesta lagi. The Ring er ógeðslega, ógeðslega flott mynd og ég fílaði hana í botn.

Wrong Turn & Final Destination 2
Fyrstu virkilega blóðugu amerísku unglingahryllingsmyndirnar í langan tíma. Ekki mikil gæði hér á ferð, bara blóð, blóð og blóð.

X2
Svona hundrað sinnum betri en forverinn. Besta myndasögumyndin í ár. Get ekki beðið eftir númer þrjú! :D

Verstu myndir ársins

Ég reyni að forðast það að sjá lélegar myndir í bíó (a.m.k. myndir sem ég er viss um að ég hafi ekki lúmskt gaman af), svo eftirfarandi átta myndir voru þær einu sem ég get kallað “lélegar” með góðri samvisku.

8. The Banger Sisters

Goldie Hawn og Susan Sarandon uppgötva æskuna á ný. Geoffrey Rush leikur drykkfelldan rithöfund í sjálfsvígshugleiðingum. Sjáið þið samasemmerki þarna á milli? Og þetta á að vera grínmynd ...

7. Star Trek: Nemesis

Sko, mér finnst ekki gaman að sparka í dauðan hund, en þetta Star Trek dæmi má nú alveg fara að hætta.

6. Tomb Raider 2

Æi vá. Hvað get ég sagt? Bara virkilega, virkilega ómerkileg mynd.

5. Hulk

Ef X2 var besta myndasögumyndin í ár, þá er Hulk án efa sú versta. Hrikalega leiðinleg og misheppnuð kvikmynd í alla staði. Margir vilja meina að þetta hafi verið tilraun Ang Lee til að blanda saman lítilli, persónulegri indie-mynd og risavaxinni Hollywood mynd. Ef svo var þá komst það engan veginn til skila. Ég held bara að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað hann var að gera.

4. Dreamcatcher

Oh, how the mighty have fallen ... Morgan Freeman í mynd eftir Lawrence Kasdan, skrifuð af William Goldman? Varla.

3. Hero

Tilgerðarlegasta mynd allra tíma. Að vísu mjög flott í útliti og tæknilega ágætlega gerð, en það er bara rangt að gera mynd þar sem sama sagan er sögð þrisvar sinnum. Með mismunandi litum. Ein ömurlegasta kvikmyndaupplifun ævi minnar.

2. The Italian Job

Lélega útgáfan af Ocean's Eleven, með verri leikurum og verri leikstjóra. Öllum myndum sem tekst það erfiða verkefni að láta Feneyjar líta út fyrir að vera ljótar ætti að úthúða opinberlega. Svo var þetta bara leiðinlegasta samansafn af leiðinlegustu caper-mynda-klisjum sem ég hef séð lengi. Ein allra versta mynd sem ég sá síðasta ár, en ekki alveg jafnvond og ...

1. Wonderland

Sko, það er stundum sem maður starir bara á tjaldið og gapir af undrun yfir því hvernig svona augljóslega lélegt efni nær að vera framleitt. Wonderland er ekki eins stjarnfræðilega léleg og Battlefield: Earth eða Batman & Robin, en hún virkar heldur ekki á sama djók-leveli og þær. Wonderland er ein af þessum myndum sem halda að þær séu góðar á meðan þær eru það alls ekki. Val Kilmer sannar hæfileikaleysi sitt enn og aftur og jafnvel Lisa Kudrow bjargar engu. Ömurleg, ömurleg mynd.

Mestu vonbrigðin

Þó svo ég hafi reynt að forðast lélegar myndir þá þýðir það ekki að ég hafi ekki orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með eina og eina mynd. Eftirfarandi eru myndir sem ég hélt að yrðu betri en þær urðu á endanum.

The Texas Chainsaw Massacre (Marcus Nispel)

Þegar trailerar með The Texas Chainsaw Massacre fóru að sjást þá kom bersýnilega í ljós að Marcus Nispel var ekki að gera nákvæma endurgerð á meistaraverki Tobe Hoopers, heldur mjög svo glossy, Hollywoodlega mynd. Sem var ekkert endilega snjallt. Útlitið er eitt, innihaldið allt annað. Nýja TCM myndin er með flottari myndum ársins - oft óaðfinnanlega tekin upp og á köflum jafnvel listræn, enda tekin upp af Daniel Pearl sem tók líka upprunalegu myndina upp. Það sem gerir nýju TCM myndina að svona miklum vonbrigðum er einfaldlega það að Nispel heldur að ógeð jafngildi sjokki og óþægindum, þ.e. hann reynir að endurskapa grófa tilfinningu upprunalegu myndarinnar með miklu blóði og innyflum. Hann hefði kannski bara átt að horfa á safngripinn, enda mjög lítið af blóði þar á ferð. Þar sem TCM frá '74 var sjokkerandi, óþægileg og skringilega góð, þá er TCM frá '03 klisjukennd, auðveld og furðulega léleg unglingahrollvekja. Ég sá hana meira að segja fyrr í ár og þá hét hún Wrong Turn og var miklu betri.

Catch Me if You Can (Steven Spielberg)

Það er alls ekkert slæmt við Catch Me if You Can. Reyndar er hún alveg svakalega góð mynd í flesta staði. En sem næsta mynd Steven Spielbergs á eftir Minority Report þá er hún alveg virkilega ómerkileg. Eiginlega nafnlausasta mynd Spielbergs síðan ég man ekki hvað og í raun ekkert Spielberglegt við hana. Bjartasta mynd Spielbergs síðan Jurassic Park en um leið sú kraftminnsta - ofsalega mikið fluff-piece eitthvað. Það að Catch og Minority Report hafi komið út á svipuðum tíma minnir óneitanlega á '93 double-featurið hans Spielbergs þegar Jurassic Park og Schindler's List komu báðar út, og tekur Catch sér stað Jurassic í þeim samanburði sem ómerkilegri myndin. Eini munurinn er bara sá að eftir 10 ár á fólk ennþá eftir að muna eftir Jurassic Park en enginn eftir Catch Me if You Can ...

Once Upon a Time in Mexico (Robert Rodriguez)

Þessi mynd hefði í raun getað verið svalasta mynd ársins, fyrir utan kannski Kill Bill. Robert Rodriguez leikstýrir Antonio Banderas í framhaldi af hinum übersvölu El Mariachi og Desperado og bætir við Johnny Depp. Salma Hayek er meira að segja þriðja nafnið á kreditlistanum. Trailerinn var geðveikt flottur. En ... Gallinn við Mexico er einfaldlega sá að hún er illa soðin kássa af persónum og söguþráðum sem hefðu getað sómað sér vel í 3 klukkutíma langri epík. En þá hefði Rodriguez líka þurft að fága hlutina aðeins meir. Eins og hún stendur þá er Once Upon a Time in Mexico leiðinleg og ómerkileg mynd sem fer í taugarnar á manni. Og Salma Hayek er bara í einu atriði sem er svo endurtekið nokkrum sinnum í flashbacki. What a waste!

Frammistöður ársins

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki listi yfir bestu leikara ársins, heldur frekar uppáhaldsframmistöðurnar mínar – leikararnir og hlutverkin sem maður tók eftir inn á milli allra hinna.

Angela Bettis - May
Það er algjör glæpur að þessi mynd skuli ekki vera þekktari en hún er, sérstaklega vegna þess að Angela Bettis leikur algjöran leiksigur sem titilpersónan og á að mínu mati kvenframmistöðu ársins, no contest.

Monica Bellucci - Irréversible/Matrix-myndirnar
Ég efast um að það séu margar fyrrverandi ofurfyrirsætur sem myndu ganga í gegnum það sem Bellucci þurfti að gera fyrir Irréversible og svo er hún bara æðislega skemmtilegur karakter í Matrix-myndunum.

Ellen DeGeneres - Finding Nemo
Goðið mitt. Nuff said.

Johnny Depp - Pirates of the Caribbean/Once Upon a Time in Mexico
Ætli þetta hafi ekki verið árið hans Johnny Depp? Gjörsamlega fullkominn í Pirates og það langbesta við Mexico.

Anna Farris - May
Ég hafði bara séð þessa leikkonu í hinum vægast sagt sorglegu Scary Movie myndum og þess vegna kom það mér gífurlega á óvart hversu góð hún var í May. Mjög eftirminnileg.

Naomie Harris - 28 Days Later
Nýliði ársins. Mig langar að sjá meira af henni.

Salma Hayek - Frida
Ég hefði persónulega gefið Sölmu Hayek óskarinn í fyrra fyrir Fridu. En heimurinn er sífellt á móti mér.

Keira Knighley - Pirates of the Caribbean/Bend it Like Beckham
If looks could kill ...

Laura Linney - Mystic River/The Life of David Gale
Það er glæpur að nefna ekki bestu leikkonu í heimi á þessum lista. Laura Linney er langbest: tekur Macbeth takta í Mystic River og er virkilega góð í David Gale.

Kristiana Lokken - T3
Þó svo að mér hafi ekki þótt myndin neitt sérstök þá verð ég að hrósa hinni norsku Kristönu fyrir að hafa verið góður vondur kall á móti Arnold.

Julianne Moore - Far From Heaven
Líkt og Laura Linney er Julianne Moore ein af þessum leikkonum sem eiga alltaf heima á svona listum. Hún er alveg sérstaklega góð í þessari æðislegu mynd.

Cillian Murphy - 28 Days Later
Aftur leikari sem ég þekki nákvæmlega ekki neitt en hann var æði í þessari mynd.

Sean Penn - Mystic River
And the Oscar goes to ...

Uma Thurman - Kill Bill
Besta kvenkyns hasarhetjan síðan Ellen Ripley var og hét og það er ekkert smá hrós.

Elijah Wood - ROTK
Úff marr ... þó svo það líti kannski ekki út fyrir það fljótt á litið, þá er það eiginlega á herðum Elijah að halda uppi Lord of the Rings myndunum, því hversu mikil hetja sem Aragorn er eða hversu frábær sem Gandalfur er, þá snúast myndirnar á endanum um Frodo sem þýðir að feilspor frá Elijah gæti tekið allar myndirnar niður með sér. Í fyrstu myndinni var ég ekki viss um að honum tækist þetta en ég var mjög ánægður með hann í Two Towers. Hann er samt sem áður alveg magnaður í Return of the King - hans besta frammistaða til þessa! ;)

Bestu leikhópar (ensemble cast)

The Hours - Ef ég ætti að fara að tala eitthvað spes um alla leikarana í þessari mynd þá tæki það heila eilífð. Sufficeth to say að það eru allir frábærir hérna.

Irréversible - Erfiðasta mynd ársins til að leika í? Ég efast ekki um það. Allir eru virkilega raunverulegir hérna, sem eykur bara á napurleika myndarinnar.

X2 - Ég elskaði allt og alla í þessari mynd.

Verstu frammistöður

Já, það var fullt af ömurlegum leikurum að menga hvíta tjaldið í fyrra. Eftirfarandi leikarar voru ekki bara slæmir í hlutverkum sínum heldur gerðu sig að fífli fyrir framan alheim.

Eric Bana - Hulk
Það er auðvitað erfitt að stíga í fótspor manna eins og Christopher Reeve, Michael Keaton og nú síðast Tobey Maguire sem eftirminnileg ofurhetja á hvíta tjaldinu og Eric Bana virðist hafa ákveðið að reyna það ekki einu sinni. Aumasta og leiðinlegasta ofurhetja sem ég hef séð.

Seth Green - The Italian Job
Guð hvað þessi maður getur farið í taugarnar á mér. Hér í hlutverki "fynda gaursins", komplett með lélegum one-linerum og augljósum bröndurum. Voðalega sorglegt.

Goldie Hawn - The Banger Sisters
Frk. Hawn, viltu smá andlit með vörunum?

Enrique Iglesias - Once Upon a Time in Mexico
Sko, það er ekki eins og hann geti sungið, hvað þá leikið! Hæfileikalausasta manneskja sem komið hefur fram lengi lengi.

Angelina Jolie - Tomb Raider 2
Ég var einu sinni á annarri skoðun, en núna held ég að ég sé sammála almenningi: Angelina Jolie er ótrúlega leiðinleg leikkona.

Val Kilmer - Wonderland
Mig langar ekkert sérstaklega að hata Val Kilmer. Hann hefur aldrei gert mér neitt. Hann hefur líka verið góður svona af og til, í Willow og The Doors t.d. En þess á milli er hann bara ömurlegur, ömurlegur, ömurlegur, eins og sést vel í Wonderland.

Jet Li - Hero
Ég hata Jet Li.

Dylan McDermott - Wonderland
Það er ekki beint leikur hans í Wonderland sem fer í mig, heldur bara tilgangsleysi persónu hans og ömurlegt gervið. Jú, og svo lék hann líka illa.

Leslie Nielsen - Scary Movie 3
Maður getur nú ekki annað en vorkennt gamla manninum ...

Mark Wahlberg - The Italian Job
Mark Wahlberg á ekki að leika, hvað þá í aðalhlutverkinu á kvikmynd.

Kvikmyndatónlist ársins

Ég hef alltaf verið með smá soft-spot fyrir kvikmyndatónlist og þetta fannst mér standa upp úr árið 2003.

1. Frida – Elliot Goldenthal
Algjörlega óaðfinnanleg tónlist – módernistinn Goldenthal tekur hefðbundna Mexíkóska takta. Pure joy.

2. Return of the King – Howard Shore
Mér hefur alltaf þótt tónlistin í LOTR-myndunum svosem ágæt en aldrei neitt virkilega spes. Þangað til núna.

3. Far From Heaven – Elmer Bernstein
Mjög stórfengleg og áberandi tónlist sem passar frábærlega inn í það sögusvið sem Todd Haynes hefur skapað.

4. 28 Days Later – John Murphy
Powwwwwerfullllllll!

5. Kill Bill vol. 1 – Margir
Venjulega er ég ekkert fyrir “soundtrack compilations” en tónlistin í Kill Bill er bara svo fáránlega spes að það er erfitt að fíla hana ekki.

Quote ársins

Voru tvö. Femínistinn í mér elskaði annað á meðan Argentoistinn í mér kolféll fyrir hinu …

“Fuck logic!”: Halle Berry útskýrir plottið í Gothika.

og

“I am no man!” – Girl-power á sér æðislegt comeback í formi Miröndu Otto í Return of the King.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home