1/24/2004

Wes Craven vs. Ingmar Bergman?

Myndirnar tvær sem ég pantaði af netinu komu í vikunni og ég er búinn að kíkja eitthvað á þær.

Black Christmas er alveg mögnuð spennumynd. Ég var reyndar svolítið óviss um hana í byrjun, því hún virtist í fyrstu vera svona run-of-the-mill unglingahryllingsmynd, en svo kemst hún í gír og verður bara helvíti creepy og síðustu 20 mínúturnar eru virkilega, virkilega spennandi. Huärä geil!

Last House on the Left, ein umdeildasta hryllingsmynd fyrr og síðar, var ... ahemm ... soldið annað. Ég held að ef það væri ekki fyrir hina frönsku Irréversible sem kom út í fyrra, þá væri Last House ennþá áhrifaríkasta hrollvekja sem gerð hefur verið. Þ.e. hún sýnir ofbeldi í svo köldu og raunverulegu ljósi að það er ekki annað hægt en að kúgast. Mjög góð mynd en mjög erfitt að komast í gegnum hana, meira að segja þótt hún sé klippt af hálfvitunum í BBFC. Þeir sem hafa ekki taugar í ultra-violenceið hans Wes Cravens geta líka horft á The Virgin Spring eftir Ingmar Bergman, en Last House er byggð á henni (ekki lauslega, eins og Leonard Maltin heldur heimskulega fram). Bergman tekur fyrir efniviðinn á mun ljóðrænni og dramatískari hátt á meðan tilgangur Cravens var augljóslega að fá viðbrögð frá áhorfendum og fá þá til að líta í eigin barm. Soldið gaman að bera myndirnar tvær saman ... þ.e. ef maður hefur á annað borð áhuga á slíku :)

Mæli eindregið með Last House, Virgin Spring og Irréversible fyrir þá sem vilja sjá aðeins áhrifaríkari myndir en við erum vön. Black Christmas er svo fyrir þá fáu sem fengu ekki ógeð á unglingahryllingsmyndum eftir Scream-eftirhermurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home