1/31/2004

Er eitthvað að?!

Hvað er að fyrirtækjum sem senda ekki vörur til annarra landa en sjálfs síns og Liechtenstein?! City Disc, verslun sem ég fríkventaði (og hélt örugglega uppi) úti í Sviss, neitar að senda mér hluti til Íslands. Hórufyrirtæki. Ég er dybt, dybt sjokkeret!

En ég get ekki verið reiður lengi því eftir rúman klukkutíma fer ég að sjá Big Fish, nýjustu mynd Tim Burtons. Sko ... Tim Burton myndir eru ekki venjulegar myndir fyrir mér. Einhverjir muna kannski eftir því að ég var með sjúklegt Burton-æði fyrir nokkrum árum og þó svo sjúklegt Dario Argento-æði hafi tekið við af því, þá er Burton ennþá einn af uppáhaldsleikstjórunum mínum. Og sama má segja um Danny Elfman, músíkant, þó svo Elliot Goldenthal eigi kannski frekar hug minn og hjarta í dag.

Ég get þess vegna ekki beðið. Tim Burton og Danny Elfman að gera fantasíu sem er bara búin að fá æðislega dóma og lítur ógeðslega vel út miðað við trailerinn ... ég fæ bara hroll!

Ég verð þó að segja ykkur frá opnuninni á listasýningu sem ég fór á í gær. Fluxus hét hún og innihélt meðal annars verk, sem hét Án titils, og var það risastór strigi með nokkrum doppum á sér. Við nánari athugun (og eftir að lesin hafði verið lýsing á verkinu) kom það í ljós að doppurnar voru kríuskítur á striga. Listin er merkilegt fyrirbæri. Samt skemmtileg sýning þannig séð og margt merkilegt fólk á henni, m.a. Friðrik Þór Friðriksson og Ágúst Guðmundsson.

Já og svo Aldís Guðmundsdóttir sem er pottþétt eini kennarinn í MH sem mér finnst fínt að hitta utan skóla, enda er hún frábær í alla staði. Ég vil svo þakka Bubbu og Sigurbirni fyrir að leyfa mér að koma með :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home