1/11/2004

Rhiaaaaaaaaaaaaannon!

Fleetwood Mac er uppáhaldshljómsveitin mín í augnablikinu. "The Very Best of ..." diskurinn er snilldin eina en hefur samt sem áður bara virkað á mig sem hvatning til að kaupa alla hina diskana með þessari einstaklega æðislegu hljómsveit. Stevie Nicks er bara með flottustu rödd í heimi og Lindsey Buckingham er með hallærislegasta (eða flottasta) karlmannsnafn í heimi. Það eru mörg heimsmet sett í þessari hljómsveit, sjáið til. Vissuð þið t.d. að Rumours platan þeirra var einu sinni vinsælasta plata allra tíma, þangað til Thriller með Michael Jackson kom út? Þið vitið það allaveganna núna.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Fleetwood Mac er þá hafa þau gefið út nokkur klassísk lög á borð við "Don't Stop" sem var notað í forsetaherferðinni hans Bill Clintons hér í den og svo "Dreams" sem The Corrs nauðguðu um árið. Jú og fágæta poppslagara á borð við "Little Lies" og "Everywhere" og svo mætti lengi telja.

Ég biðst afsökunar á þessu bloggi. Ég get einfaldlega ekki hugsað um neitt annað en Fleetwood Mac.

Lag dagsins: Af öllum þeim fjölmörgu lögum sem ég get valið þá ætla ég að velja The Chain. Eða Gypsy. Eða You Make Loving Fun. Kaupið bara diskinn ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home