1/19/2004

Salman Rushdie og ég

Samband mitt við Salman Rushdie byrjaði fyrir ófáum árum síðan þegar faðir minn fékk bókina Söngvar Satans í jólagjöf og ég heyrði í fyrsta skipti söguna af því að Rushdie væri réttdræpur vegna guðlasts. Svoleiðis upplýsingar lifa lengi í áhrifagjörnu barni eins og mér. Það var samt ekki fyrr en nú í dag sem ég las í fyrsta skiptið eitthvað eftir manninn, einmitt kafla úr bókinni Söngvar Satans (sem varð völd að réttdræpi hans) fyrir tjáningaráfangann í íslensku. Mér fannst það bara svalt að velja bók sem heitir svona flottu nafni og er svona umdeild. Töff, ekki satt?

Hitt er svo málið að þegar ég var að velja kafla úr bókinni til að lesa þá uppgötvaði ég það að þetta er ansi áhugaverð bók svo ég ætla að lesa hana alla. Fyrst ætla ég þó að lesa Miðnæturbörn eftir hann, því hún er á bókalistanum í Yndislestursáfanganum mínum. Ég tók hana þess vegna á Bókasafninu í Garðabæ nú fyrir skemmstu og skilaði í leiðinni Blackwood Farm eftir Anne Rice og The Talisman eftir Stephen King og Peter Straub, sem ég las þó reyndar aldrei. Áhugavert, ekki satt?

En Salman Rushdie þarf þó að bíða þolinmóður eftir að ég klári The Drawing of the Three eftir Stephen King, sem er alveg æðisleg bók og miklu, miklu betri en fyrsta Dark Tower bókin, The Gunslinger. Merkilegt, ekki satt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home