1/27/2004

The Golden Globes
OG Óskarsverðlaunatilnefningarnar!!!


Ég segi alltaf við sjálfan mig að sniðganga verðlaunaafhendingar á borð við Óskarinn og The Golden Globes - a.m.k. ekki að láta þær fara í taugarnar á mér - en Séð-og-heyrt-elskandi partur persónuleika míns er smekkspartinum sterkari og ég læt mig hafa það að hneykslast á heimsku kanans í nokkra klukkutíma og skemmta mér við hæfilega "racy"-brandara sem eru kaldhæðnir án þess að ganga of langt. Má ekki móðga neinn í USA.

Í gær horfði ég á editeraða versjón af Golden Globes-verðlaununum, sem eru að mínu mati frekar ómerkileg verðlaun. En komu mér skemmtilega á óvart. Lost in Translation vann þrenn verðlaun og Return of the King vann bestu verðlaunin - besti leikstjóri og besta mynd. Týpískt fannst mér þó að það var búið að klippa út Besta kvikmyndatónlist, sem Howard Shore vann. Í fyrra vann einmitt Elliot Goldenthal fyrir Fridu og þá varð ég ólýsanlega glaður.

Hápunktar kvöldsins voru þó án efa Charlize Theron sem vann bestu dramatísku kvenverðlaunin fyrir Monster, mynd sem mig langar óstjórnlega að sjá, og dökkgrænu flauelsjakkafötin hans Elijah Wood sem voru bara ógeðslega flott!

Næst á dagskrá eru svo hin margrómuðu Óskarsverðlaun sem eru ekki marktæk fyrir fimmaur. Forrest Gump vann Pulp Fiction. Silence of the Lambs vann JFK. Gladiator vann yfir höfuð. Gvuð ...

Smá update: The Academy var að gefa út tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna. Er að fara lauslega í gegnum þetta. Kemur ekkert svakalega á óvart ... ROTK fær ekki tilnefningu fyrir kvikmyndatöku. Hálfvitar. Nói Albínói fær heldur ekki tilnefningu, því miður :( Danny Elfman er tilnefndur fyrir bestu tónlist! Jess!! Big Fish soundtrackið verður hér með keypt. City of God fær líka alveg fullt, fullt af tilnefningum. Verð að sjá hana núna. ROTK á eftir að vinna bestu mynd. Hlýtur að vera ... Hægt að lesa meira um þetta hérna complete með áliti Harry Knowles.

Svo set ég link á Andra Ólafs :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home