10/19/2004

Um stúdentafíaskóið

Mér finnst ég bara verða að koma því á framfæri hversu yfirnáttúrulega hallærislegt það er að útskrifast þriðjudaginn 21. desember. Hver útskrifast á þriðjudegi?! Jú, haustútskriftarárgangur MH. Að það hafi ekki verið hægt að færa prófin nokkrum dögum fyrr og þar með hafa útskriftina um helgi, þegar fólk er ekki á fullu að vinna nokkrum dögum fyrir jól (þremur dögum, nánar tiltekið), er mér óskiljanlegt.

Þetta er mjög eyðileggjandi fyrir allt stúdentabatteríið. Það er búið að hálfeyðileggja veisluna - núna verður hún að byrja eftir vinnu og fólk getur ekki einu sinni fengið sér í glas því allir þurfa að vinna daginn eftir - og stúdentarnir geta ekki einu sinni farið út í bæ um kvöldið með flottu húfurnar sínar eins og gengur og gerist, nema þeir vilji vera aleinir úti í bæ. Og fara svo heim kl. 01 þegar allir staðirnir loka. Og jú, svo þurfa þeir líka án efa að vinna daginn eftir. Hið klassíska lag Jóns Gnarr á reyndar skelfilega vel við þessar aðstæður: "hversu lengi má ég bíða ... fram á þriðjudagskvöld óóó fram á þriðjudagskvöld!" Ughhhhh ...

Svo er Halloween á næstu grösum! Maður þarf að búa til lista yfir hryllingsmyndir til að horfa til að komast í réttan fíling ... nánar um það síðar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home