10/23/2004

Tengsl milli kvikmyndagerðarmanna og bíógesta rofin?

Í lesbók Morgunblaðsins í dag var grein eftir Skarphéðinn Guðmundsson sem kastaði fram þeirri spurningu af hverju íslenskir bíógestir færu frekar að sjá amerískar draslmyndir á borð við Harold and Kumar go to White Castle í stað "draumkenndra" dramatískra mynda á borð við Næsland. Af hverju vilja Íslendingar ekki lengur sjá íslenskar kvikmyndir? Skarphéðinn segir m.a. að ástæðan gæti legið í þeirri staðreynd að kvikmyndagerðarmennirnir reyna engan veginn að höfða til áhorfenda sinna, og finnst mér hann hafa hitt naglann beint á höfuðið þar.

Hvað ætli mörg prósent af íslenskum kvikmyndum séu "draumkennd" drama? Svona 85%? Meira? Hvenær hefur Friðrik Þór ekki gert draumkennt drama? Er það ekki hugsanlegt að íslenskir áhorfendur séu búnir að fá meira en nóg af þessari einhliða kvikmyndagerðarstefnu? Meira að segja þegar reynt er að gera "öðruvísi" myndir, þá eru þær samt alltaf eins. Í raun eru bara til tvær tegundir af íslenskum kvikmyndum: hádrama og gamansamt drama. Ég spái því að hver sá sem þorir að gera einhverja afgerandi "tegunda"mynd (þ.e. genre-mynd) eigi eftir að meika það big tæm hér á landi! En það þarf einhver að taka af skarið ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home