10/18/2004

Tvær stjörnur!

Var að koma heim af Cellular með BKS. Það voru skiptar skoðanir á þeirri mynd. Mér fannst hún skítsæmileg (með áherslu á skít) tveggja stjörnu mynd. Baldvin sagði BOMB, alá Martin (borið fram á franskan máta) og fannst þetta lélegasta mynd sem hann hafði séð lengi. Ég get ekki verið sammála - ég sá bæði Næsland og Resident Evil 2 í vikunni. Þó svo það hafi ekki verið neitt sérstaklega gott við þessa mynd þá hafði ég gaman af Kim (as in Basinger) og fannst meira og minna allt sem viðkom henni uppi á háalofti skemmtilegt. Allt annað var frekar mediocre. En ekki leiðinlegt. Tónlistin var reyndar ÖMURLEG! Vægast sagt.

Ég var reyndar svolítið spenntur fyrir þessari mynd. Ekki bara vegna þess að hún fékk góða dóma, heldur vegna þess að ég er soldið veikur fyrir svona símamyndum - Black Christmas ... When a Stranger Calls ... jafnvel Scream myndirnar. Black Christmas er náttúrulega guðmóðir allra þessara mynda (og langbest hvað varðar misnotun á síma). When a Stranger Calls á bestu byrjunar-og lokasenurnar, en allt sem er þar á milli er frekar mikið bleugh. Scream er náttúrulega bara Scream. Nuff said.

Cellular er ekki mjög góð símamynd en er með alveg frábæra símahugmynd; þ.e. konu er rænt og hún hringir í e-a ókunnuga manneskju sem þarf svo að hjálpa henni. Einföld en áhrifarík hugmynd. Eitthvað Hitchcockískt við hana. En, alas, nei. Í staðinn fáum við ótrúlega óáhugaverða söguframvindu. Nú langar mig að gera góða símamynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home