Vídjóraunir
Ég var búin að ákveða að í kvöld yrði legið yfir vídjói í mestu makindum. Fyrst þurfti ég reyndar að kíkja í afmæli í smástund (til hamingju Ragga!) en ætlaði svo að fara á leigu í bakaleiðinni. Myndirnar Exorcist III og American Gigolo voru efstar á óskalista (vegna þess að ég var á Exorcist The Beginning á fimmtudaginn (léleg mynd) og varð að sjá nr. 3 til að hafa séð þær allar - og svo Gigolo vegna þess að Paul Schrader gerði náttúrulega líka Exorcist The Beginning, þó svo Renny Harlin útgáfan sé í bíó ... og ég fíla líka Cat People í botn. Og Call Me með Blondie. Og Giorgio Moroder. Ef þið botnið eitthvað í því sem stendur innan þessa sviga þá eruð þið mjööööög svöl!).
Anyways, ég var alveg búinn að gíra mig upp í Exorcist III með því að horfa á originallinn í dag (algjört meistarverk!) og var orðinn frekar spenntur, því þó svo gagnrýnendur séu margir á því að EIII sé léleg mynd þá hefur hún öðlast smá cult-status í gegnum árin og þykir víst mjög vanmetin. Fyrir utan það er þetta ein af þessum myndum sem ég hef séð oft og mörgum sinnum á vídjóleigum. Hef örugglega aldrei ekki séð hana innan um gömlu hryllingsmyndirnar. Kvöldið var semsagt pottþétt.
En þá hófust vandræðin. Fyrst hringdi ég upp í Bónusvídjó en þá var eintakið þeirra skemmt. Ok. Ég ákvað því að fara á Vídjóhöllina í Lágmúla, þar sem ég var nálægt henni. Þeir eiga allar myndir. En nei. Hún var týnd. Hún hlýtur samt að vera til í Sælgætis-og Vídjóhöllinni í Garðabæ, svo ég keyrði þangað. Ég mætti á slaginu 23.30, nákvæmlega þegar verið var að loka. Djöfull. Best að fara á Skalla í Hafnarfirði, þeir eru með svo mikið úrval. Eða þannig. Skalli er víst ekki lengur Skalli heldur Snælandsvídjó og er þ.a.l. einungis með generic úrval af allra nýjustu myndunum, sem er sama og ekkert úrval í mínum augum. Ég ákveð því að kíkja á "Myndir og meira" sem er ný leiga þar sem Músík og myndir og fleiri leigur hafa verið á Reykjavíkurveginum. Þar er örlítið meira úrval, en allt í kaosi svo ég spyr afgreiðslumanninn hvort hann eigi Exorcist III og þá byrjar hann að skamma mig fyrir að vilja sjá "verstu myndina í seríunni". Hann hefur greinilega ekki séð Exorcist II: The Heretic, því það getur fátt verið verra en hún. Ég er ekki í neinum vafa um að sú mynd sé versta myndin í seríunni. En skiptir engu, Exorcist III var ekki til. Ég nennti því ekki að halda vídjóleit minni áfram og fór því heim með enga mynd og frekar fúll. Nú get ég ekki horft á neitt ...
... ég á reyndar eitthvað um 200 myndir hérna heima ... hmmmm ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home