Scaaaaary
Pabbi var að koma heim frá Kína og þar fór hann á algjört flug í innkaupum - og ég get sagt ykkur það að faðir minn er ekki mikill innkaupamaður, svona dagsdaglega. Á meðal nokkurra skópara og jakkafata leyndust einhverjar DVD-myndir svo nú á fjölskyldan m.a. Lost in Translation og Fahrenheit 9/11! Gaman gaman! :)
Áður en hann kom heim ákvað ég samt að gerast svo djarfur að kaupa mér Exorcist III, þar sem ég gat ekki fundið hana á neinni leigu. Reyndar var hún til sem söludiskur hjá Vídjóhöllinni, á bara 1200 kr., svo ég sló til og keypti gripinn - ég meina ég hef nokkrum sinnum keypt myndir áður án þess að hafa séð þær og hef (venjulega) ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Ég held að ég geti með sönnu sagt að Exorcist III séu bestu "blindu kaup" mín til þessa. Váháhá hvað þessi mynd var æðisleg. Ég get ímyndað mér að fólk sé að gretta sig núna - "Exorcist III ... ég meina, vá, how low can you go (hóstExorcist2hóst) ... framhaldsmyndir eru glataðar ... blablabla." En þið hafið rangt fyrir ykkur. RANGT FYRIR YKKUR! Hananú. Þessi mynd er ein brjálaðasta hryllingsmynd sem ég hef séð. Það eru a.m.k. þrjár senur í henni sem myndu fá hörðustu horrorfrík til að fríka út. T.d. eitt atriði þar sem myndavélin er alveg kjurr í nokkrar mínútur ... og maður VEIT að eitthvað er að fara gerast ... en það gerist aldrei ... og svo þegar það gerist er það svo yfirgengilega creepy að ég get ekki tjáð það í orðum!
Scary dauðans! Ohhhh hvað mig langar til að vera ekki að vinna á sunnudaginn og halda Halloweenmaraþon og sýna nokkrar vel valdar myndir ... hvaða myndir? Please allow me to indulge myself!
Ef við gerum ráð fyrir því að maraþonið byrji í hádeginu og að síðasta myndin sé sýnd á miðnætti, þá eru þetta um 6 myndir:
Hádegið myndi byrja á
Black Sabbath eftir Mario Bava. Tilvalin mynd til að hefja leikinn, því hún er í raun þrjár stuttmyndir og inniheldur brot af öllu því besta úr hryllingsheiminum: ein dularfull morðgáta, ein vampírusaga frá miðöldum og svo ein virkilega spúkí draugasaga. Og allar líta þær náttúrulega gullfallega út!
Þvínæst myndi ég sína Poltergeist, því eins og allir vita þá er Hrekkjavaka hönnuð til að hræða á skemmtilegan hátt, og Poltergeist er hrollvekja fyrir alla fjölskylduna. Já, eða allt að því.
Þar á eftir kæmi svo náttúrulega The Nightmare Before Christmas. Skemmtilega hlið hrekkjavökunnar aftur tekin í gegn með þessari óaðfinnanlegu fullkomnun. En þar með ljúkum við barnamyndunum ...
The Fog myndi hræða athyglina aftur í fólk. Draugasaga í mjög gamaldags búning. Mjög skemmtileg og spennandi mynd. John Carpenter er náttúrulega snillingur. Og til að halda gamaldagsfílíngum í gangi þá myndi ég skella næst upprunalegu The Haunting í tækið, en hún er ennþá með betri draugahúsmyndum sem ég hef séð - og hún er frá 1963! Ótrúlega flott, svarthvít og spúkí.
Næstsíðasta mynd kvöldsins yrði auðvitað The Exorcist III. William Peter Blatty skrifaði og leikstýrði henni, en hann vann einmitt óskarinn fyrir handritið að upprunalegu myndinni og báðar myndirnar eru byggðar á bókum hans. Þó svo upprunalega Exorcist sé náttúrulega sögulega séð mikilvægari mynd, þá er ég alveg á þeirri skoðun að mynd nr. 3 sé alveg jafngóð - ef ekki betri sem hryllingsmynd. Ég var aldrei neitt sérstaklega hræddur þegar ég sá Exorcist (og nútímaáhorfendum finnst hún frekar fyndin en eitthvað annað). En Exorcist III er guðdómlega óhugnaleg. Mynd sem fólk þorir ekki að sofa eftir ... og svo er hún líka svo ólík upprunalegu myndinni að það ætti varla að kalla hana "Exorcist" ... kalla hana bara Legion, eins og bókina!
Lokamynd kvöldsins þarf varla að nefna, enda ekki hægt annað en að ljúka Halloweenmaraþoni á neinni annarri mynd en Halloween. Spennumynd af langbestu gerð og bara svo einföld í alla staði. Algjör snilld!
Jæja, ég veit að þetta voru 7 myndir, en ég gat ekki sleppt neinni úr (þurfti reyndar að sleppa allt of mörgum öðrum gæðamyndum, en það er önnur saga ...) Þó svo ég geti ekki haldið þetta maraþon þá vona ég að einhverjir eigi eftir að verða inflúensaðir af þessum lista! ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home