10/07/2004

Klara

Believe it or not, en stuttmyndin Klara er ALVEG AÐ VERÐA BÚIN!

Þið munið kannski (eða kannski ekki) eftir þessari færslu hér sem er mjööööög gömul og tala ég einmitt um hvar verkið verður sýnt ... hmmmm ... hugmyndin sem kom fram þarna í den er ekki beint líkleg í dag ...

Það eina sem á eftir að gera er að klára hljóðsetninguna, sem er btw eiginlega alveg búin, og svo að láta semja tónlist! Ekki var það flóknara! Jólamyndin í ár? Það er aldrei að vita ...

Og svo þegar ég er búinn að kaupa mér Powerbook tölvuna sem mig langar svo í (hún er 100.000 kr. ódýrari í USA - pælið í ÞVÍ!) þá getið þið öll fengið meistaraverkið á DVD. Eigulegri mynd get ég ekki ímyndað mér. Forpöntun er hafin í síma 6919719 og í gegnum kommentakerfið. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home